Kvikmyndaþátturinn Kviksjá aftur á dagskrá í sumar 18. júní 2012 16:00 Sigríður Pétursdóttir stýrir Kviksjá í sumar en sinnir dagskrárgerð fyrir Djöflaeyjuna og Kviku frá London í haust. Kvikmyndaþátturinn Kviksjá í umsjón Sigríðar Pétursdóttur hefur göngu sína annað kvöld, annað árið í röð. Sýndar verða tíu íslenskar kvikmyndir sem fylgt er úr hlaði með viðtölum Sigríðar við leikstjóra, leikara eða handritshöfunda. Á dagskrá eru nýjar myndir og eldri í bland, til dæmis Á annan veg og Skilaboð til Söndru. Þrjár þeirra mynda sem sýndar verða í sumar segist Sigríður hafa leitast sérstaklega við hafa með: Stellu í Orlofi, Benjamín dúfu og Húsið. „Í fyrra var ég spurð í hverri viku hvort ég ætlaði ekki að sýna Stellu, hún er greinilega enn svona ofboðslega vinsæl. Benjamín dúfa er ein af mínum uppáhaldsmyndum og langt síðan hún var sýnd opinberlega. Það sama má segja um Húsið, sem er nýbúið að lagfæra og betrumbæta en Egill Eðvarðsson segir mjög skemmtilega frá gerð myndarinnar." Kviksjá verður jafnan á dagskrá á sunnudagskvöldum en þar sem þjóðhátíðardaginn ber upp næsta sunnudag verður fyrsta Kviksjá sumarsins send út á á morgun, föstudag. Þá verður sýnd Okkar eigin Osló frá 2011 og ræðir Sigríður við Reyni Lyngdal, leikstjóra myndarinnar. Á mánudagskvöldum verða svo sýndar valdar stuttmyndir sem nemendur Kvikmyndaskóla Íslands hafa gert undanfarin ár. Þættirnir eru sem fyrr teknir upp í Bíó Paradís, heimili kvikmyndanna, og um dagskrárgerð sér Janus Bragi Jakobsson. Í haust vendir Sigríður síðan kvæði sínu í kross og flytur til London ásamt fjölskyldu sinni. Undanfarin ár hefur hún stýrt útvarpsþættinum Kviku á Rás 1 en stýrir honum aðra hverja viku í vetur. „Ég verð með svona fróðleiksþætti en annar umsjónarmaður á móti mér sinnir því sem er að gerast í bransanum heima." Sigríður mun hins vegar einbeita sér að sjónvarpsþættinum Djöflaeyjunni og vinna innslög í hann í Englandi. „Ég er þegar búinn að finna helling af efni til að vinna," segir hún. „Það er fullt af Íslendingum að gera hluti sem sárafáir vita af, auk þess sem menningarlífið í London er afar blómlegt, eins og flestir þekkja." - bs Lífið Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Kvikmyndaþátturinn Kviksjá í umsjón Sigríðar Pétursdóttur hefur göngu sína annað kvöld, annað árið í röð. Sýndar verða tíu íslenskar kvikmyndir sem fylgt er úr hlaði með viðtölum Sigríðar við leikstjóra, leikara eða handritshöfunda. Á dagskrá eru nýjar myndir og eldri í bland, til dæmis Á annan veg og Skilaboð til Söndru. Þrjár þeirra mynda sem sýndar verða í sumar segist Sigríður hafa leitast sérstaklega við hafa með: Stellu í Orlofi, Benjamín dúfu og Húsið. „Í fyrra var ég spurð í hverri viku hvort ég ætlaði ekki að sýna Stellu, hún er greinilega enn svona ofboðslega vinsæl. Benjamín dúfa er ein af mínum uppáhaldsmyndum og langt síðan hún var sýnd opinberlega. Það sama má segja um Húsið, sem er nýbúið að lagfæra og betrumbæta en Egill Eðvarðsson segir mjög skemmtilega frá gerð myndarinnar." Kviksjá verður jafnan á dagskrá á sunnudagskvöldum en þar sem þjóðhátíðardaginn ber upp næsta sunnudag verður fyrsta Kviksjá sumarsins send út á á morgun, föstudag. Þá verður sýnd Okkar eigin Osló frá 2011 og ræðir Sigríður við Reyni Lyngdal, leikstjóra myndarinnar. Á mánudagskvöldum verða svo sýndar valdar stuttmyndir sem nemendur Kvikmyndaskóla Íslands hafa gert undanfarin ár. Þættirnir eru sem fyrr teknir upp í Bíó Paradís, heimili kvikmyndanna, og um dagskrárgerð sér Janus Bragi Jakobsson. Í haust vendir Sigríður síðan kvæði sínu í kross og flytur til London ásamt fjölskyldu sinni. Undanfarin ár hefur hún stýrt útvarpsþættinum Kviku á Rás 1 en stýrir honum aðra hverja viku í vetur. „Ég verð með svona fróðleiksþætti en annar umsjónarmaður á móti mér sinnir því sem er að gerast í bransanum heima." Sigríður mun hins vegar einbeita sér að sjónvarpsþættinum Djöflaeyjunni og vinna innslög í hann í Englandi. „Ég er þegar búinn að finna helling af efni til að vinna," segir hún. „Það er fullt af Íslendingum að gera hluti sem sárafáir vita af, auk þess sem menningarlífið í London er afar blómlegt, eins og flestir þekkja." - bs
Lífið Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira