Höfuðpaurinn er félagi í pólskum glæpasamtökum 14. júní 2012 10:15 Mennirnir tveir játuðu aðild sína að ráninu og sögðust hafa ætlað að gefa sig fram við yfirvöld í Sviss þar sem þeir voru handteknir. Fréttablaðið/GVA Pólverjarnir Grzegorz Nowak og Pawel Podburaczynski, sem eru ákærðir fyrir aðild að úraráninu í verslun Michelsen í vetur, neita báðir að hafa átt hlut í því að skipuleggja eða fjármagna ránið. Þeir játa þó báðir aðild sína að málinu. Framburði mannanna tveggja bar algjörlega saman við aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir sögðu að maðurinn á bak við áætlunina hefði verið Marcin Tomasz Lech, sem afplánar nú fimm ára fangelsisdóm á Litla-Hrauni fyrir að hafa skipulagt ránið. Þeir töluðu pólsku en túlkur þýddi framburð þeirra jafnóðum. Marcin var kallaður fram sem vitni og neitaði hann því alfarið að hafa skipulagt aðgerðina. Hann sagðist hafa þegið boð um að fremja ránið frá manni sem hann þekkti frá heimabæ sínum í Póllandi. Marcin bað sakborningana tvo afsökunar á fyrri vitnisburði sínum, þar sem hann reyndi að skella skuldinni á þá. „Þeir komu ekki nálægt skipulaginu," sagði Marcin. „Ég vil biðja þá fyrirgefningar hér á staðnum." Aðspurður vildi Marcin ekki greina frá nafni höfuðpaursins sem skipulagði ránið af ótta við að honum eða fjölskyldu sinni yrði unnið mein. Hann kvað manninn vera þekktan glæpamann í heimabæ sínum, sem er svipaður að stærð og Reykjavík. Saksóknari spurði hann þá hvort maðurinn væri tengdur glæpasamtökum og játti Marcin því. „Hann er þekkt fígúra í okkar bæ. Það má segja að hann hafi tengsl við glæpasamtök sem er þekktur hópur í bænum," sagði hann. „Þeir keyra um á glæsikerrum, eru ekki í venjulegri vinnu og stunda næturlífið." Er hann var spurður hvað þessi glæpasamtök hétu, svaraði hann: „Hópar heita engum nöfnum í Póllandi eins og ég hef heyrt í fangelsinu að þeir heiti hér. Það eru þá helst fjölmiðlar sem finna nöfn á þá, en þeir kalla sig ekki neitt." Marcin sagðist viss um að þurfa að greiða skuld sína til baka þegar hann sneri aftur til Póllands eftir fangelsisdóminn, því ránið hafði ekki tekist og einhver þyrfti að greiða upphæðina til baka sem fór í flugmiða, hótel og annan tengdan kostnað. „Ég er bara peð í þessu og skipulagði ekkert," sagði hann, en sagðist þó skilja vel að það hafi litið þannig út í augum sakborninganna. Pawel og Grzegorz sögðust báðir hafa ákveðið að taka þátt ráninu vegna fjárhagsörðugleika heima fyrir. Þá sagðist Pawel eiga nýfætt, veikt barn sem þarfnaðist lyfja sem hann hefði ekki efni á. Mennirnir tveir voru handteknir við landamæraeftirlit lögreglu í Sviss í mars síðastliðnum. Þeir sögðust báðir fyrir dómi hafa ætlað að gefa sig fram til lögreglu af fúsum og frjálsum vilja, en verið beðnir af bróður Marcins um að bíða með það þar til dómur væri fallinn í máli hans. Þeir sögðust hafa verið í Sviss í atvinnuleit. sunna@frettabladid.is Rán í Michelsen 2011 Reykjavík Dómsmál Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Pólverjarnir Grzegorz Nowak og Pawel Podburaczynski, sem eru ákærðir fyrir aðild að úraráninu í verslun Michelsen í vetur, neita báðir að hafa átt hlut í því að skipuleggja eða fjármagna ránið. Þeir játa þó báðir aðild sína að málinu. Framburði mannanna tveggja bar algjörlega saman við aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir sögðu að maðurinn á bak við áætlunina hefði verið Marcin Tomasz Lech, sem afplánar nú fimm ára fangelsisdóm á Litla-Hrauni fyrir að hafa skipulagt ránið. Þeir töluðu pólsku en túlkur þýddi framburð þeirra jafnóðum. Marcin var kallaður fram sem vitni og neitaði hann því alfarið að hafa skipulagt aðgerðina. Hann sagðist hafa þegið boð um að fremja ránið frá manni sem hann þekkti frá heimabæ sínum í Póllandi. Marcin bað sakborningana tvo afsökunar á fyrri vitnisburði sínum, þar sem hann reyndi að skella skuldinni á þá. „Þeir komu ekki nálægt skipulaginu," sagði Marcin. „Ég vil biðja þá fyrirgefningar hér á staðnum." Aðspurður vildi Marcin ekki greina frá nafni höfuðpaursins sem skipulagði ránið af ótta við að honum eða fjölskyldu sinni yrði unnið mein. Hann kvað manninn vera þekktan glæpamann í heimabæ sínum, sem er svipaður að stærð og Reykjavík. Saksóknari spurði hann þá hvort maðurinn væri tengdur glæpasamtökum og játti Marcin því. „Hann er þekkt fígúra í okkar bæ. Það má segja að hann hafi tengsl við glæpasamtök sem er þekktur hópur í bænum," sagði hann. „Þeir keyra um á glæsikerrum, eru ekki í venjulegri vinnu og stunda næturlífið." Er hann var spurður hvað þessi glæpasamtök hétu, svaraði hann: „Hópar heita engum nöfnum í Póllandi eins og ég hef heyrt í fangelsinu að þeir heiti hér. Það eru þá helst fjölmiðlar sem finna nöfn á þá, en þeir kalla sig ekki neitt." Marcin sagðist viss um að þurfa að greiða skuld sína til baka þegar hann sneri aftur til Póllands eftir fangelsisdóminn, því ránið hafði ekki tekist og einhver þyrfti að greiða upphæðina til baka sem fór í flugmiða, hótel og annan tengdan kostnað. „Ég er bara peð í þessu og skipulagði ekkert," sagði hann, en sagðist þó skilja vel að það hafi litið þannig út í augum sakborninganna. Pawel og Grzegorz sögðust báðir hafa ákveðið að taka þátt ráninu vegna fjárhagsörðugleika heima fyrir. Þá sagðist Pawel eiga nýfætt, veikt barn sem þarfnaðist lyfja sem hann hefði ekki efni á. Mennirnir tveir voru handteknir við landamæraeftirlit lögreglu í Sviss í mars síðastliðnum. Þeir sögðust báðir fyrir dómi hafa ætlað að gefa sig fram til lögreglu af fúsum og frjálsum vilja, en verið beðnir af bróður Marcins um að bíða með það þar til dómur væri fallinn í máli hans. Þeir sögðust hafa verið í Sviss í atvinnuleit. sunna@frettabladid.is
Rán í Michelsen 2011 Reykjavík Dómsmál Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira