Ísland í fyrsta sinn með boðsundsveit á ÓL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júní 2012 06:00 íslenska sundsveitin Frá vinstri eru Eygló Ósk, Hrafnhildur, Sarah Blake og Eva. Mynd/Sundsamband Íslands Góður árangur íslensku landssveitarinnar í 4x100 m fjórsundi kvenna á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi á dögunum mun líklega nægja til að tryggja sveitinni þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Í gærkvöldi rann út frestur til að ná lágmarkinu og samkvæmt upplýsingum á heimasíðu FINA, Alþjóðasundsambandsins, var Ísland með sextánda besta tímann í heiminum en það eru einmitt sextán bestu sveitirnar sem komast inn á leikana. Ísland hefur aldrei áður átt boðsundsveit á Ólympíuleikum og yrði því blað brotið í íslenskri íþróttasögu ef FINA staðfestir í dag að tími sveitarinnar dugi til að komast inn á leikana. Sundsveit Ægis hafði bætt Íslandsmetið í greininni á Íslandsmeistaramótinu í apríl síðastliðnum en landssveitin gerði sér lítið fyrir og bætti metið um tæpar tólf sekúndur. Sveitina skipuðu þær Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Sarah Blake Bateman og Eva Hannesdóttir. Eygló og Sarah höfðu þegar tryggt sig inn á leikana í sínum einstaklingsgreinum en Hrafnhildur og Eva myndu því bætast í Ólympíuhópinn. Íslenska sundfólkið hefur þó enn frest til að ná Ólympíulágmörkum í sínum greinum en alls munu sjö sundmenn gera lokaatlögu til þess á Mare Nostrum-mótaröðinni í Frakklandi og Spáni nú í upphafi júnímánaðar. Keppt verður í Barcelona um helgina og svo Frakklandi í næstu viku. Þau sem eru næst því að ná lágmörkum eru Hrafnhildur í 200 m bringusundi, Ragnheiður Ragnarsdóttir í 50 m skriðsundi og Jakob Jóhann Sveinsson í 100 og 200 m bringusundi. Þá munu Anton Sveinn McKee, Erla Dögg Haraldsdóttir og Árni Már Árnason einnig keppa á Mare Nostrum og freista þess að ná sínum lágmörkum. Eygló Ósk keppir einnig á mótunum en þarf ekki að hafa áhyggjur af lágmörkunum. Sund Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Góður árangur íslensku landssveitarinnar í 4x100 m fjórsundi kvenna á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi á dögunum mun líklega nægja til að tryggja sveitinni þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Í gærkvöldi rann út frestur til að ná lágmarkinu og samkvæmt upplýsingum á heimasíðu FINA, Alþjóðasundsambandsins, var Ísland með sextánda besta tímann í heiminum en það eru einmitt sextán bestu sveitirnar sem komast inn á leikana. Ísland hefur aldrei áður átt boðsundsveit á Ólympíuleikum og yrði því blað brotið í íslenskri íþróttasögu ef FINA staðfestir í dag að tími sveitarinnar dugi til að komast inn á leikana. Sundsveit Ægis hafði bætt Íslandsmetið í greininni á Íslandsmeistaramótinu í apríl síðastliðnum en landssveitin gerði sér lítið fyrir og bætti metið um tæpar tólf sekúndur. Sveitina skipuðu þær Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Sarah Blake Bateman og Eva Hannesdóttir. Eygló og Sarah höfðu þegar tryggt sig inn á leikana í sínum einstaklingsgreinum en Hrafnhildur og Eva myndu því bætast í Ólympíuhópinn. Íslenska sundfólkið hefur þó enn frest til að ná Ólympíulágmörkum í sínum greinum en alls munu sjö sundmenn gera lokaatlögu til þess á Mare Nostrum-mótaröðinni í Frakklandi og Spáni nú í upphafi júnímánaðar. Keppt verður í Barcelona um helgina og svo Frakklandi í næstu viku. Þau sem eru næst því að ná lágmörkum eru Hrafnhildur í 200 m bringusundi, Ragnheiður Ragnarsdóttir í 50 m skriðsundi og Jakob Jóhann Sveinsson í 100 og 200 m bringusundi. Þá munu Anton Sveinn McKee, Erla Dögg Haraldsdóttir og Árni Már Árnason einnig keppa á Mare Nostrum og freista þess að ná sínum lágmörkum. Eygló Ósk keppir einnig á mótunum en þarf ekki að hafa áhyggjur af lágmörkunum.
Sund Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira