Opna Karrusel í Danmörku 31. maí 2012 13:00 Vinkonurnar Sigríður Ella Jónsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir og Hrafnhildur Guðrúnardóttir opna verslun með íslenskri hönnun í hliðargötu frá Strikinu í Kaupmannahöfn. Mynd/Íris Dögg Einarsdóttir Vinkonunum Sigríði Ellu Jónsdóttur, Hrafnhildi Guðrúnardóttur og Kristínu Kristjánsdóttur langaði að hrista upp verslunarflóru Kaupmannahafnar og opna verslunina Karrusel með íslenskri og erlendri hönnun í bland. „Okkur langaði að hrista upp í vöruúrvalinu hérna en þó að markaðurinn sé stór finnst okkur hann vera frekar einsleitur," segja vinkonurnar og nú búðareigendurnir Sigríður Ella Jónsdóttir, Hrafnhildur Guðrúnardóttir og Kristín Kristjánsdóttir sem opna verslun í Kaupmannahöfn á næstu dögum. Búðin nefnist Karrusel og hafa vinkonurnar tryggt sér verslunarhúsnæði á besta stað í bænum, nánar tiltekið í hliðargötu frá Strikinu. „Við ákváðum að kýla á þetta þegar við vorum allar fluttar út til Kaupmannahafnar en þetta hefur lengi verið í umræðu í vinahópnum hérna úti. Við höfum allar mismunandi reynslu að baki og smellpössum saman sem viðskiptafélagar," segja stúlkurnar en búðaropnunin hefur verið í bígerð í eitt og hálft ár. „Hérna úti tekur allt lengri tíma en heima, það er miklu meiri skriffinnska og rammi utan um allt." Sigríður, Hrafnhildur og Kristín eru búnar að tryggja sér vörur eftir 25 unga og efnilega hönnuði, bæði íslenska og erlenda, sem verða til sölu í búðinni. „Við höfum trú á að íslensku hönnuninni verði vel tekið hérna en hún er bæði litríkari og kannski ekki eins klassísk og hin danska. Nú vonum við bara að Danirnir bíti á öngulinn." Karrusel þýðir hringekja á dönsku en stöllurnar vilja að viðskiptavinir búðarinnar upplifi ákveðna veröld þegar þeir koma inn í verslunina. „Að fara inn í Karrusel á að vera skemmtileg upplifun og gefa kitl í magann þar sem þú finnur einstaka og fagra hluti allt í kring. Upplifunin á að skilja eftir sig ákveðin hughrif sem fólk tekur með sér úr versluninni." Karrusel opnar þann 8. júní á Knabrostræde 1a en hægt er að fylgjast með búðinni á vefsíðunni Karruselboutique.com. -áp Lífið Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Fleiri fréttir Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Sjá meira
Vinkonunum Sigríði Ellu Jónsdóttur, Hrafnhildi Guðrúnardóttur og Kristínu Kristjánsdóttur langaði að hrista upp verslunarflóru Kaupmannahafnar og opna verslunina Karrusel með íslenskri og erlendri hönnun í bland. „Okkur langaði að hrista upp í vöruúrvalinu hérna en þó að markaðurinn sé stór finnst okkur hann vera frekar einsleitur," segja vinkonurnar og nú búðareigendurnir Sigríður Ella Jónsdóttir, Hrafnhildur Guðrúnardóttir og Kristín Kristjánsdóttir sem opna verslun í Kaupmannahöfn á næstu dögum. Búðin nefnist Karrusel og hafa vinkonurnar tryggt sér verslunarhúsnæði á besta stað í bænum, nánar tiltekið í hliðargötu frá Strikinu. „Við ákváðum að kýla á þetta þegar við vorum allar fluttar út til Kaupmannahafnar en þetta hefur lengi verið í umræðu í vinahópnum hérna úti. Við höfum allar mismunandi reynslu að baki og smellpössum saman sem viðskiptafélagar," segja stúlkurnar en búðaropnunin hefur verið í bígerð í eitt og hálft ár. „Hérna úti tekur allt lengri tíma en heima, það er miklu meiri skriffinnska og rammi utan um allt." Sigríður, Hrafnhildur og Kristín eru búnar að tryggja sér vörur eftir 25 unga og efnilega hönnuði, bæði íslenska og erlenda, sem verða til sölu í búðinni. „Við höfum trú á að íslensku hönnuninni verði vel tekið hérna en hún er bæði litríkari og kannski ekki eins klassísk og hin danska. Nú vonum við bara að Danirnir bíti á öngulinn." Karrusel þýðir hringekja á dönsku en stöllurnar vilja að viðskiptavinir búðarinnar upplifi ákveðna veröld þegar þeir koma inn í verslunina. „Að fara inn í Karrusel á að vera skemmtileg upplifun og gefa kitl í magann þar sem þú finnur einstaka og fagra hluti allt í kring. Upplifunin á að skilja eftir sig ákveðin hughrif sem fólk tekur með sér úr versluninni." Karrusel opnar þann 8. júní á Knabrostræde 1a en hægt er að fylgjast með búðinni á vefsíðunni Karruselboutique.com. -áp
Lífið Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Fleiri fréttir Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning