Bjartsýni Björn B. Björnsson skrifar 30. maí 2012 11:00 Fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar sem nýlega var kynnt er um margt merkilegt plagg, sérstaklega sá hluti hennar sem snýr að skapandi greinum. Sagt er að starfshópur undir forystu Katrínar Jakobsdóttur og Dags B. Eggertssonar hafi unnið þessar tillögur með aðkomu Guðmundar Steingrímssonar og Heiðu K. Helgadóttur. Hér hafa því stjórnmálamenn af yngri kynslóðinni varðað veg til framtíðar þar sem verðmætasköpun í samfélaginu getur byggt á hugviti ekki síður en hefðbundnum auðlindum. Fram til þessa hefur flestum okkar sem starfa í skapandi greinum þótt mikið vanta upp á skilning og tiltrú stjórnmálamanna á þeim möguleikum sem greinarnar búa yfir. Í kvikmyndagerð hefur til dæmis verið sérlega hart í ári að undanförnu þrátt fyrir skýrslur og bækur sem sýna svart á hvítu fjárhagslegan ávinning samfélagsins af stuðningi við greinina, svo ekki sé minnst á menningarlegan ávinning – sem kannski er þó mikilvægastur þegar upp er staðið. Í áætluninni er gert ráð fyrir að fjárfesta meira í kvikmyndaframleiðslu næstu þrjú árin og er það vel. Þeir fjármunir munu laða að sér meira fjármagn svo hér verður framleitt kvikmyndaefni fyrir töluvert hærri upphæð en sem nemur hinu aukna framlagi. Þannig mun kvikmyndaiðnaðurinn og hið opinbera vinna saman að því að skapa hér ný störf sem ungt fólk sækir í. Í niðursveiflu undanfarinna ára höfum við misst töluvert af kvikmyndagerðarmönnum úr landi. Þegar fjöldi erlendra kvikmynda boðaði komu sína til Íslands í sumar var erfitt að manna öll þau verk jafnframt þeim innlendu verkefnum sem hér eru í vinnslu (hjá Latabæ eingöngu starfa t.d. hátt í hundrað manns). Erlendu verkefnin sem hingað koma byggja ekki fyrst og fremst á endurgreiðslunni og íslensku landslagi, heldur því að við eigum kvikmyndagerðarfólk í fremstu röð við framleiðslu og upptökur kvikmynda. Án þessa fagfólks, sem erlendir framleiðendur lofa undantekningalaust í hástert, væri ekki grundvöllur fyrir upptöku erlendra kvikmynda hér. Efling innlendrar kvikmyndaframleiðslu er því mikilsvert skref sem hafa mun jákvæð áhrif á mörgum sviðum. Við höfum því ástæðu til bjartsýni ef þeir stjórnmálamenn sem stýra munu landinu í framtíðinni gera sér grein fyrir því að kvikmyndaframleiðsla er þekkingariðnaður í þess orðs bestu merkingu. Framleiðsla sem skilar íslenskum menningarafurðum sem styrkja sjálfsmynd okkar sem þjóðar og eiga jafnframt aðgang að mörkuðum um allan heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar sem nýlega var kynnt er um margt merkilegt plagg, sérstaklega sá hluti hennar sem snýr að skapandi greinum. Sagt er að starfshópur undir forystu Katrínar Jakobsdóttur og Dags B. Eggertssonar hafi unnið þessar tillögur með aðkomu Guðmundar Steingrímssonar og Heiðu K. Helgadóttur. Hér hafa því stjórnmálamenn af yngri kynslóðinni varðað veg til framtíðar þar sem verðmætasköpun í samfélaginu getur byggt á hugviti ekki síður en hefðbundnum auðlindum. Fram til þessa hefur flestum okkar sem starfa í skapandi greinum þótt mikið vanta upp á skilning og tiltrú stjórnmálamanna á þeim möguleikum sem greinarnar búa yfir. Í kvikmyndagerð hefur til dæmis verið sérlega hart í ári að undanförnu þrátt fyrir skýrslur og bækur sem sýna svart á hvítu fjárhagslegan ávinning samfélagsins af stuðningi við greinina, svo ekki sé minnst á menningarlegan ávinning – sem kannski er þó mikilvægastur þegar upp er staðið. Í áætluninni er gert ráð fyrir að fjárfesta meira í kvikmyndaframleiðslu næstu þrjú árin og er það vel. Þeir fjármunir munu laða að sér meira fjármagn svo hér verður framleitt kvikmyndaefni fyrir töluvert hærri upphæð en sem nemur hinu aukna framlagi. Þannig mun kvikmyndaiðnaðurinn og hið opinbera vinna saman að því að skapa hér ný störf sem ungt fólk sækir í. Í niðursveiflu undanfarinna ára höfum við misst töluvert af kvikmyndagerðarmönnum úr landi. Þegar fjöldi erlendra kvikmynda boðaði komu sína til Íslands í sumar var erfitt að manna öll þau verk jafnframt þeim innlendu verkefnum sem hér eru í vinnslu (hjá Latabæ eingöngu starfa t.d. hátt í hundrað manns). Erlendu verkefnin sem hingað koma byggja ekki fyrst og fremst á endurgreiðslunni og íslensku landslagi, heldur því að við eigum kvikmyndagerðarfólk í fremstu röð við framleiðslu og upptökur kvikmynda. Án þessa fagfólks, sem erlendir framleiðendur lofa undantekningalaust í hástert, væri ekki grundvöllur fyrir upptöku erlendra kvikmynda hér. Efling innlendrar kvikmyndaframleiðslu er því mikilsvert skref sem hafa mun jákvæð áhrif á mörgum sviðum. Við höfum því ástæðu til bjartsýni ef þeir stjórnmálamenn sem stýra munu landinu í framtíðinni gera sér grein fyrir því að kvikmyndaframleiðsla er þekkingariðnaður í þess orðs bestu merkingu. Framleiðsla sem skilar íslenskum menningarafurðum sem styrkja sjálfsmynd okkar sem þjóðar og eiga jafnframt aðgang að mörkuðum um allan heim.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun