Fleiri eiga erindi til Lundúna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. maí 2012 08:00 Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur þegar náð Ólympíulágmarkinu og er eini íslenski sundmaðurinn sem er kominn inn á ÓL í London. Mynd/Anton Í dag hefst Evrópumeistaramótið í 50 m laug en það fer fram í Debrecen í Ungverjalandi. Ísland sendir tólf sundmenn og -konur til þátttöku en langt er síðan að svo fjölmennt sundlandslið fer frá Íslandi á svo stórt mót. Hópurinn var kynntur á blaðamannafundi fyrir helgi og þar var einnig samið við þjálfarann Jacky Pellerin um að gegna stöðu landsliðsþjálfara í fjögur ár í viðbót eða fram yfir Ólympíuleikana í Ríó árið 2016. Pellerin, sem er franskur, hefur einnig starfað sem þjálfari hjá Sundfélaginu Ægi og mun gera áfram samhliða landsliðsþjálfarastarfinu. Hann hefur sinnt þeim störfum í nokkur ár og átt stóran þátt í því, ásamt Klaus Jürgen-Ohk, að marka skýra stefnu fyrir afreksfólk í sundi sem hefur borið góðan árangur. „Ég hef frábæra tilfinningu fyrir þessu móti. Sérstaklega þar sem svo margir náðu EM-lágmörkum," sagði hann við Fréttablaðið. „Það gerir hverjum einstaklingi gott að vera í fjölmennum hópi. Hvatinn verður meiri og viljinn til að ná árangri sterkari." Margir nálægt lágmarkinuAðeins Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur náð OQT-lágmarki (gamla A-lágmarkið) fyrir Ólympíuleikana en aðeins besta sundfólk í heimi nær því. En sjö aðrir hafa náð OST-lágmarki (gamla B-lágmarkið) sem dugir þó ekki til að gulltryggja þeim keppnisrétt á leikunum. „Ég á von á því að fjórir sundmenn muni ná OQT-lágmarki eða komast verulega nálægt því. Sarah Blake Bateman, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Jakob Jóhann Sveinsson og Anton Sveinn McKee eru líkleg til þess en 1-2 til viðbótar gætu gert góða atlögu að lágmarkinu – eða þá synt nægilega vel til að komast í hóp 24 bestu sundmanna heims," segir Pellerin. Þeir sem ekki ná OQT-lágmarki á EM fá annað tækifæri til þess á mótum á Spáni og í Frakklandi í byrjun júní. Takist það ekki heldur þá þurfa þeir sundmenn sem hafa aðeins náð OST-lágmarki að bíða þar til um miðjan mánuðinn er FINA, Alþjóðasundsambandið, birtir nöfn þeirra OST-sundmanna sem fá boð um þátttöku á leikunum í Lundúnum. Fyrirfram er mjög erfitt að spá um hvaða sundmenn muni fá boð. Eygló gæti komist í úrslitSem fyrr segir er hin sautján ára Eygló Ósk sú eina sem hefur náð OQT-lágmarki en það gerði hún í 200 m baksundi. Pellerin, sem þjálfar hana einnig daglega hjá Ægi, segir að hún sé einfaldlega að uppskera árangur erfiðisins. „Þetta kom ekki á óvart og hún getur leyft sér að stefna á að komast í undanúrslit og jafnvel úrslit í London," segir Pellerin. „Ef hún kemst í úrslit þá eru hennir allir vegir færir því þá getur allt gerst. Ég fór fyrst sem þjálfari á Ólympíuleika árið 1992 og þá sá ég sundmann sem var í 21. sæti heimslistans (Eygló er í 24. sæti) komast á verðlaunapall. Það er allt hægt." EM-hópurinnAnton Sveinn McKee, Ægi (19 ára) 400, 800, 1500 m skriðsundÁrni Már Árnason, ÍRB (25 ára) 50, 100 m skriðs., 100 m bringus.Erla Dögg Haraldsdóttir, ÍRB (24 ára) 100, 200 m bringusundEva Hannesdóttir, KR (25 ára) 50, 100, 200, 4x100, 4x200 m skriðs.Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi (17 ára) 100, 200 m baks., 200, 4x200 m skriðs., 4x100 m fjórs.Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH (21 árs) 100, 200 m bringus., 4x100 m fjórs.Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH (19 ára) 50, 100 m skriðs., 50 m baks., 100 m skriðs.Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi (30 ára) 100, 200 m bringusundJóhanna Gerða Gústafsdóttir, Ægi (22 ára) 50, 100 m baks., 200, 4x200 m skriðs., 200, 400 m fjórs.Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR (28 ára) 50, 100, 4x100 m skriðs., 4x100 m fjórs.Sarah Blake Bateman, Ægi (22 ára) 50, 100, 4x100, 4x200 skriðs., 50 m flugs., 4x100 m fjórs.Sigrún Brá Sverrisdóttir, Ægi (22 ára) 400, 800 m skriðsund Sund Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Í dag hefst Evrópumeistaramótið í 50 m laug en það fer fram í Debrecen í Ungverjalandi. Ísland sendir tólf sundmenn og -konur til þátttöku en langt er síðan að svo fjölmennt sundlandslið fer frá Íslandi á svo stórt mót. Hópurinn var kynntur á blaðamannafundi fyrir helgi og þar var einnig samið við þjálfarann Jacky Pellerin um að gegna stöðu landsliðsþjálfara í fjögur ár í viðbót eða fram yfir Ólympíuleikana í Ríó árið 2016. Pellerin, sem er franskur, hefur einnig starfað sem þjálfari hjá Sundfélaginu Ægi og mun gera áfram samhliða landsliðsþjálfarastarfinu. Hann hefur sinnt þeim störfum í nokkur ár og átt stóran þátt í því, ásamt Klaus Jürgen-Ohk, að marka skýra stefnu fyrir afreksfólk í sundi sem hefur borið góðan árangur. „Ég hef frábæra tilfinningu fyrir þessu móti. Sérstaklega þar sem svo margir náðu EM-lágmörkum," sagði hann við Fréttablaðið. „Það gerir hverjum einstaklingi gott að vera í fjölmennum hópi. Hvatinn verður meiri og viljinn til að ná árangri sterkari." Margir nálægt lágmarkinuAðeins Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur náð OQT-lágmarki (gamla A-lágmarkið) fyrir Ólympíuleikana en aðeins besta sundfólk í heimi nær því. En sjö aðrir hafa náð OST-lágmarki (gamla B-lágmarkið) sem dugir þó ekki til að gulltryggja þeim keppnisrétt á leikunum. „Ég á von á því að fjórir sundmenn muni ná OQT-lágmarki eða komast verulega nálægt því. Sarah Blake Bateman, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Jakob Jóhann Sveinsson og Anton Sveinn McKee eru líkleg til þess en 1-2 til viðbótar gætu gert góða atlögu að lágmarkinu – eða þá synt nægilega vel til að komast í hóp 24 bestu sundmanna heims," segir Pellerin. Þeir sem ekki ná OQT-lágmarki á EM fá annað tækifæri til þess á mótum á Spáni og í Frakklandi í byrjun júní. Takist það ekki heldur þá þurfa þeir sundmenn sem hafa aðeins náð OST-lágmarki að bíða þar til um miðjan mánuðinn er FINA, Alþjóðasundsambandið, birtir nöfn þeirra OST-sundmanna sem fá boð um þátttöku á leikunum í Lundúnum. Fyrirfram er mjög erfitt að spá um hvaða sundmenn muni fá boð. Eygló gæti komist í úrslitSem fyrr segir er hin sautján ára Eygló Ósk sú eina sem hefur náð OQT-lágmarki en það gerði hún í 200 m baksundi. Pellerin, sem þjálfar hana einnig daglega hjá Ægi, segir að hún sé einfaldlega að uppskera árangur erfiðisins. „Þetta kom ekki á óvart og hún getur leyft sér að stefna á að komast í undanúrslit og jafnvel úrslit í London," segir Pellerin. „Ef hún kemst í úrslit þá eru hennir allir vegir færir því þá getur allt gerst. Ég fór fyrst sem þjálfari á Ólympíuleika árið 1992 og þá sá ég sundmann sem var í 21. sæti heimslistans (Eygló er í 24. sæti) komast á verðlaunapall. Það er allt hægt." EM-hópurinnAnton Sveinn McKee, Ægi (19 ára) 400, 800, 1500 m skriðsundÁrni Már Árnason, ÍRB (25 ára) 50, 100 m skriðs., 100 m bringus.Erla Dögg Haraldsdóttir, ÍRB (24 ára) 100, 200 m bringusundEva Hannesdóttir, KR (25 ára) 50, 100, 200, 4x100, 4x200 m skriðs.Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi (17 ára) 100, 200 m baks., 200, 4x200 m skriðs., 4x100 m fjórs.Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH (21 árs) 100, 200 m bringus., 4x100 m fjórs.Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH (19 ára) 50, 100 m skriðs., 50 m baks., 100 m skriðs.Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi (30 ára) 100, 200 m bringusundJóhanna Gerða Gústafsdóttir, Ægi (22 ára) 50, 100 m baks., 200, 4x200 m skriðs., 200, 400 m fjórs.Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR (28 ára) 50, 100, 4x100 m skriðs., 4x100 m fjórs.Sarah Blake Bateman, Ægi (22 ára) 50, 100, 4x100, 4x200 skriðs., 50 m flugs., 4x100 m fjórs.Sigrún Brá Sverrisdóttir, Ægi (22 ára) 400, 800 m skriðsund
Sund Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira