Hvarf Stahl setur ekki strik í reikninginn 19. maí 2012 13:00 horfinn Ekkert hefur spurst til Nicks Stalh í tíu daga. „Við erum á áætlun með hann og það er engin breyting," segir Margrét Hrafnsdóttir, framleiðandi kvikmyndarinnar Kill the Poet. Hollywood-leikarinn Nick Stahl leikur aðalhlutverkið í myndinni en ekkert hefur spurst til hans síðan 9. maí síðastliðinn, eða í tíu daga. „Maður á aldrei að trúa því sem maður les í fjölmiðlum," segir Margrét og segir að málið hafi verið blásið upp vegna frægðar Stahl. Tökur á Kill the Poet eiga að hefjast hér á landi seint í haust. Margrét er sallaróleg og segir hún aðspurð að engin leit sé hafin að nýjum leikara í hlutverkið. Hinn 32 ára Stahl, sem lék í Terminator 3, hefur átt við vandamál að stríða í einkalífinu en hann skildi við eiginkonu sína í janúar. Spurð út í Stahl segir Margrét að hann sé ákaflega hæfileikaríkur. „Ef við skoðum hans feril þá er hann búinn að vinna með Mickey Rourke, Mel Gibson, Marisu Tomei og Charlize Theron. Allir segja það sama um hann, að hann sé frábært „talent". Það er okkar lukka að hann hefur mjög gaman af því að taka að sér að leika í indí-myndum. Þetta er Óskarsverðug rulla og þess vegna voru menn spenntir fyrir henni. Það er ástæðan fyrir því að Heath Ledger las handritið rétt áður en hann lést." Nick Stahl á að leika skáldið Stein Steinarr í myndinni og Anita Briem leikur Louisu Matthíasdóttur. Nína Dögg Filippusdóttir leikur Nínu Tryggvadóttur og Björn Hlynur Haraldsson fer með hlutverk Ragnars í Smára, auk þess sem Gísli Örn Garðsson verður í leikarahópnum. Tökur á myndinni fara einnig fram í Kanada. Leikstjóri verður Jón Óttar Ragnarsson. - fb Lífið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
„Við erum á áætlun með hann og það er engin breyting," segir Margrét Hrafnsdóttir, framleiðandi kvikmyndarinnar Kill the Poet. Hollywood-leikarinn Nick Stahl leikur aðalhlutverkið í myndinni en ekkert hefur spurst til hans síðan 9. maí síðastliðinn, eða í tíu daga. „Maður á aldrei að trúa því sem maður les í fjölmiðlum," segir Margrét og segir að málið hafi verið blásið upp vegna frægðar Stahl. Tökur á Kill the Poet eiga að hefjast hér á landi seint í haust. Margrét er sallaróleg og segir hún aðspurð að engin leit sé hafin að nýjum leikara í hlutverkið. Hinn 32 ára Stahl, sem lék í Terminator 3, hefur átt við vandamál að stríða í einkalífinu en hann skildi við eiginkonu sína í janúar. Spurð út í Stahl segir Margrét að hann sé ákaflega hæfileikaríkur. „Ef við skoðum hans feril þá er hann búinn að vinna með Mickey Rourke, Mel Gibson, Marisu Tomei og Charlize Theron. Allir segja það sama um hann, að hann sé frábært „talent". Það er okkar lukka að hann hefur mjög gaman af því að taka að sér að leika í indí-myndum. Þetta er Óskarsverðug rulla og þess vegna voru menn spenntir fyrir henni. Það er ástæðan fyrir því að Heath Ledger las handritið rétt áður en hann lést." Nick Stahl á að leika skáldið Stein Steinarr í myndinni og Anita Briem leikur Louisu Matthíasdóttur. Nína Dögg Filippusdóttir leikur Nínu Tryggvadóttur og Björn Hlynur Haraldsson fer með hlutverk Ragnars í Smára, auk þess sem Gísli Örn Garðsson verður í leikarahópnum. Tökur á myndinni fara einnig fram í Kanada. Leikstjóri verður Jón Óttar Ragnarsson. - fb
Lífið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira