Dagur í Undralandi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 17. maí 2012 06:00 Með stírurnar í augunum staulast ég fram í eldhús til að búa til fyrsta dagskammtinn af kaffi. Á leiðinni pikka ég upp blaðið á dyramottunni og á forsíðunni blasir við mér mynd af konu að mata álfa á hunangi. Á bak við hana glittir í einn af þingmönnum þjóðarinnar, skelmisglottandi og áhugasaman. Konan reynist vera sjáandi í álfagarði og þingmaðurinn hefur fengið hana til liðs við sig við að flytja álfafjölskyldu til heimkynna sinna. Álfarnir eru ánægðir með flutningana að sögn sjáandans og gera ekki aðrar kröfur um nýju heimkynnin en að þar sé sjávarsýn og beitiland fyrir kindur. Bróðir utanríkisráðherra lýsir hins vegar yfir þungum áhyggjum af þessu athæfi þingmannsins þar sem álfar kunni illa að meta flutninga og muni án efa leita leiða til að hefna sín. Ég fletti blaðinu í ofboði en á síðu tvö tekur lítið betra við. Maður sem sakaður er um að hafa planlagt og stjórnað hrottalegri líkamsárás og nauðgun telur sig eiga fjárkröfu á hendur ríkinu, þar sem lögreglan hafi leitað leiða til að rannsaka glæpastarfsemi hans. Ég gefst upp á blaðalestri, tek kaffibollann með mér inn í herbergi og sest við tölvuna. Einhvers staðar hljóta að finnast fréttir sem meika sens. Á fréttasíðunum fer einna mest fyrir fréttum af forsetanum gullinhærða sem virðist hafa ákveðið að komandi kosningar snúist um það að þjóðin velji milli hans og Alþingis og ríkisstjórnar. Ég hafði í fávisku minni ekki gert mér grein fyrir því að búið væri að sameina alþingis- og forsetakosningar en það er sjálfsagt ágætis sparnaðarráðstöfun í kreppunni. Ætli Jóhanna viti af þessu? Á Facebook verður vart þverfótað fyrir upphrópunum að vanda. Þessi er skítseiði og hinn er aumingi og það er alveg á hreinu að svissneskir ferðamenn munu sko ekki heimsækja landið ef Ernst Stavro Blofeld, vondi kallinn úr Bond-myndunum, fær að kaupa hálendi Íslands, enda verður þá ekkert fyrir ferðamenn að skoða á Íslandi. Og talandi um vonda kallinn þá er Jón stóri víst orðinn andlit tónlistarhátíðar í Reykjavík góða fólkinu á Facebook til mikillar hneykslunar og armæðu. Það er kattafár í Svarfaðardal og gras í Garðabæ og Sölvi Blöndal er kominn úr jakkafötunum. Sjómannsfjölskylda í Grindavík sætir einelti vegna myndbirtingar í auglýsingu stéttarfélags og málfarsbloggarinn ógurlegi er hættur að skrifa um málfar og farinn að skrifa um pólitík. Hlýt að vera stödd í miðjum þætti af Twilight Zone. Eina flóttaleiðin er að slökkva á tölvunni, skríða aftur undir sæng og óska sér þess að vakna í öðru landi á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Með stírurnar í augunum staulast ég fram í eldhús til að búa til fyrsta dagskammtinn af kaffi. Á leiðinni pikka ég upp blaðið á dyramottunni og á forsíðunni blasir við mér mynd af konu að mata álfa á hunangi. Á bak við hana glittir í einn af þingmönnum þjóðarinnar, skelmisglottandi og áhugasaman. Konan reynist vera sjáandi í álfagarði og þingmaðurinn hefur fengið hana til liðs við sig við að flytja álfafjölskyldu til heimkynna sinna. Álfarnir eru ánægðir með flutningana að sögn sjáandans og gera ekki aðrar kröfur um nýju heimkynnin en að þar sé sjávarsýn og beitiland fyrir kindur. Bróðir utanríkisráðherra lýsir hins vegar yfir þungum áhyggjum af þessu athæfi þingmannsins þar sem álfar kunni illa að meta flutninga og muni án efa leita leiða til að hefna sín. Ég fletti blaðinu í ofboði en á síðu tvö tekur lítið betra við. Maður sem sakaður er um að hafa planlagt og stjórnað hrottalegri líkamsárás og nauðgun telur sig eiga fjárkröfu á hendur ríkinu, þar sem lögreglan hafi leitað leiða til að rannsaka glæpastarfsemi hans. Ég gefst upp á blaðalestri, tek kaffibollann með mér inn í herbergi og sest við tölvuna. Einhvers staðar hljóta að finnast fréttir sem meika sens. Á fréttasíðunum fer einna mest fyrir fréttum af forsetanum gullinhærða sem virðist hafa ákveðið að komandi kosningar snúist um það að þjóðin velji milli hans og Alþingis og ríkisstjórnar. Ég hafði í fávisku minni ekki gert mér grein fyrir því að búið væri að sameina alþingis- og forsetakosningar en það er sjálfsagt ágætis sparnaðarráðstöfun í kreppunni. Ætli Jóhanna viti af þessu? Á Facebook verður vart þverfótað fyrir upphrópunum að vanda. Þessi er skítseiði og hinn er aumingi og það er alveg á hreinu að svissneskir ferðamenn munu sko ekki heimsækja landið ef Ernst Stavro Blofeld, vondi kallinn úr Bond-myndunum, fær að kaupa hálendi Íslands, enda verður þá ekkert fyrir ferðamenn að skoða á Íslandi. Og talandi um vonda kallinn þá er Jón stóri víst orðinn andlit tónlistarhátíðar í Reykjavík góða fólkinu á Facebook til mikillar hneykslunar og armæðu. Það er kattafár í Svarfaðardal og gras í Garðabæ og Sölvi Blöndal er kominn úr jakkafötunum. Sjómannsfjölskylda í Grindavík sætir einelti vegna myndbirtingar í auglýsingu stéttarfélags og málfarsbloggarinn ógurlegi er hættur að skrifa um málfar og farinn að skrifa um pólitík. Hlýt að vera stödd í miðjum þætti af Twilight Zone. Eina flóttaleiðin er að slökkva á tölvunni, skríða aftur undir sæng og óska sér þess að vakna í öðru landi á morgun.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun