Mýtunni um þröngu píkuna haldið við Sigga Dögg skrifar 8. maí 2012 21:00 Ein kynlífsmýta, sem virðist ekki ætla að deyja, er sú að píkan verði víð við notkun. Í nýlegum kynlífstækjaleiðangri rakst ég á krem sem á að „þrengja" píkuna svo hún verði eins og í „fyrsta skipti". Mig langaði að taka þessa kremtúbu og þrykkja henni í hausinn á starfsmanninum. Það eru svona vörur sem viðhalda mýtunni um að stelpur eiga að vera „óspilltar" og að reynsluleysi í kynlífi sé hin æðsta dyggð. Ég sem hélt að það að vera „þurrkunta" væri neikvætt. Ég skal útskýra þetta nánar. Við fyrstu samfarir eru leggöng oft þröng vegna órofins meyjarhafts en einnig vegna þess að daman er stressuð og leggöngin því þurr. Það að vera „þröng" er því ekkert annað en að troða sér í þurr leggöng sem eru ekki tilbúin fyrir samfarir og þurfa meiri nærgætni og örvun. Rakastig legganganna fer ekki eftir fjölda innsetninga lims heldur hversu æst konan er, með tilliti til lífeðlislegra ferla, svo sem hormóna. Það er því ekki orsakasamband milli rúmmáls legganga og tíðni samfara eða fjölda bólfélaga. Leggöng gefa eftir við kynferðislega örvun (og við fæðingu) en ganga svo saman að verknaði loknum. Rétt eins og athugasemdin um greiða læknisins að gera „aukasporið" á konu sem rifnaði við fæðingu barns. Ég verð brjáluð þegar ég heyri þennan „brandara" því ég velti því fyrir mér hvort sá hinn sami haldi að typpi lengist því oftar sem það er strokkað. Ég get ekki bara „slakað á" og haft smá húmor því þessi mýta lifir góðu lífi þar sem henni er viðhaldið af fávitum og fáfræðin bitnar á óspenntum píkum. Í Mið-Afríku brenna konur jurtir við leggöngin til að þurrka þau upp svo þær virðist þrengri og þar með „hreinni". Í vesturheimi hafa lýtalæknar tekið þetta verkefni að sér með meyjarhaftsaðgerð og sílikonfyllingu. Í vanþróaðri ríkjum nota konur rakvélablöð til að ná fram sömu áhrifum. Ég fæ oft spurninguna um víðu píkuna í kynfræðslu svo ég ákvað að taka þessa mýtu sérstaklega fyrir þar. Kynferðislega æst stúlka mun blotna og það er hvorki til marks um kynlífsreynslu hennar né reynsluleysi, það er bara lífeðlislegt ferli. Ég veit ekki hvernig það er hægt að drepa þessa mýtu en eitt af vígjunum hljóta að vera markaðsöflin. Ég ætla því að byrja á mínu nánasta umhverfi og skora á Neytendasamtökin og Heilbrigðiseftirlitið að gera rassíu í þessum verslunum og byrja að uppræta mýturnar þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Ein kynlífsmýta, sem virðist ekki ætla að deyja, er sú að píkan verði víð við notkun. Í nýlegum kynlífstækjaleiðangri rakst ég á krem sem á að „þrengja" píkuna svo hún verði eins og í „fyrsta skipti". Mig langaði að taka þessa kremtúbu og þrykkja henni í hausinn á starfsmanninum. Það eru svona vörur sem viðhalda mýtunni um að stelpur eiga að vera „óspilltar" og að reynsluleysi í kynlífi sé hin æðsta dyggð. Ég sem hélt að það að vera „þurrkunta" væri neikvætt. Ég skal útskýra þetta nánar. Við fyrstu samfarir eru leggöng oft þröng vegna órofins meyjarhafts en einnig vegna þess að daman er stressuð og leggöngin því þurr. Það að vera „þröng" er því ekkert annað en að troða sér í þurr leggöng sem eru ekki tilbúin fyrir samfarir og þurfa meiri nærgætni og örvun. Rakastig legganganna fer ekki eftir fjölda innsetninga lims heldur hversu æst konan er, með tilliti til lífeðlislegra ferla, svo sem hormóna. Það er því ekki orsakasamband milli rúmmáls legganga og tíðni samfara eða fjölda bólfélaga. Leggöng gefa eftir við kynferðislega örvun (og við fæðingu) en ganga svo saman að verknaði loknum. Rétt eins og athugasemdin um greiða læknisins að gera „aukasporið" á konu sem rifnaði við fæðingu barns. Ég verð brjáluð þegar ég heyri þennan „brandara" því ég velti því fyrir mér hvort sá hinn sami haldi að typpi lengist því oftar sem það er strokkað. Ég get ekki bara „slakað á" og haft smá húmor því þessi mýta lifir góðu lífi þar sem henni er viðhaldið af fávitum og fáfræðin bitnar á óspenntum píkum. Í Mið-Afríku brenna konur jurtir við leggöngin til að þurrka þau upp svo þær virðist þrengri og þar með „hreinni". Í vesturheimi hafa lýtalæknar tekið þetta verkefni að sér með meyjarhaftsaðgerð og sílikonfyllingu. Í vanþróaðri ríkjum nota konur rakvélablöð til að ná fram sömu áhrifum. Ég fæ oft spurninguna um víðu píkuna í kynfræðslu svo ég ákvað að taka þessa mýtu sérstaklega fyrir þar. Kynferðislega æst stúlka mun blotna og það er hvorki til marks um kynlífsreynslu hennar né reynsluleysi, það er bara lífeðlislegt ferli. Ég veit ekki hvernig það er hægt að drepa þessa mýtu en eitt af vígjunum hljóta að vera markaðsöflin. Ég ætla því að byrja á mínu nánasta umhverfi og skora á Neytendasamtökin og Heilbrigðiseftirlitið að gera rassíu í þessum verslunum og byrja að uppræta mýturnar þar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun