Spila þungarokk á skemmtiferðaskipi 23. apríl 2012 11:00 „Það er óhætt að segja að þetta verður fullkominn endir á skemmtilegu ári hjá okkur," segir Aðalbjörn Tryggvason söngvari Sólstafa sem spila í sérstakri skemmtiferðasiglingu fyrir þungarokksaðdáendur í lok árs. Skemmtiferðasiglingin ber heitið Barge To Hell og eru Sólstafir ein af fjörutíu sveitum sem spila á skipinu. Lagt er af stað frá Míamí þann 3. desember næstkomandi, þar sem siglt er til Bahama-eyja og komið aftur til Míamí fjórum dögum síðar. „Þetta verður okkar fyrsti Ameríku-túr og hverjum hefði grunað að við mundum byrja á því að spila á skemmtiferðaskipi. Þetta verður án efa mikið ævintýri og ég veit ekki hvaða hálfvita datt í hug að skella 3.000 þungarokkurum saman á rúmsjó," segir Aðalbjörn, eða Addi eins og hann er kallaður, hlæjandi. Siglingin er vinsæl meðal þungarokksaðdáenda og mikið fjör þá fjóra daga sem siglingin stendur yfir. Barir skipsins loka aldrei og meðal þeirra tómstunda sem standa farþegum til boða er þungarokkskarókí. Hver sveit spilar tvisvar sinnum í ferðinni en skipið tekur 3.000 farþega og kostar miðinn frá 85 þúsund íslenskra króna. „Það eru fullt af stórum nöfnum að spila þarna með okkur eins og Sepultura og Enslaved. Við erum að athuga hvort við getum ekki skipulagt fleiri tónleika í Bandaríkjunum í kringum þessa siglingu," segir Addi en sveitin er þessa dagana stödd í vikulöngum Finnlandstúr. „Við erum að rúnta um á 35 ára gamalli Scania rútu milli bæja hér í Finnlandi. Á morgun þurfum við að keyra í sjö tíma og ég á von á því að það verði nokkuð sveitt." Hægt er að nálgast allar upplýsingar um siglinguna á vefsíðunni Bargetohell.com. -áp Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Það er óhætt að segja að þetta verður fullkominn endir á skemmtilegu ári hjá okkur," segir Aðalbjörn Tryggvason söngvari Sólstafa sem spila í sérstakri skemmtiferðasiglingu fyrir þungarokksaðdáendur í lok árs. Skemmtiferðasiglingin ber heitið Barge To Hell og eru Sólstafir ein af fjörutíu sveitum sem spila á skipinu. Lagt er af stað frá Míamí þann 3. desember næstkomandi, þar sem siglt er til Bahama-eyja og komið aftur til Míamí fjórum dögum síðar. „Þetta verður okkar fyrsti Ameríku-túr og hverjum hefði grunað að við mundum byrja á því að spila á skemmtiferðaskipi. Þetta verður án efa mikið ævintýri og ég veit ekki hvaða hálfvita datt í hug að skella 3.000 þungarokkurum saman á rúmsjó," segir Aðalbjörn, eða Addi eins og hann er kallaður, hlæjandi. Siglingin er vinsæl meðal þungarokksaðdáenda og mikið fjör þá fjóra daga sem siglingin stendur yfir. Barir skipsins loka aldrei og meðal þeirra tómstunda sem standa farþegum til boða er þungarokkskarókí. Hver sveit spilar tvisvar sinnum í ferðinni en skipið tekur 3.000 farþega og kostar miðinn frá 85 þúsund íslenskra króna. „Það eru fullt af stórum nöfnum að spila þarna með okkur eins og Sepultura og Enslaved. Við erum að athuga hvort við getum ekki skipulagt fleiri tónleika í Bandaríkjunum í kringum þessa siglingu," segir Addi en sveitin er þessa dagana stödd í vikulöngum Finnlandstúr. „Við erum að rúnta um á 35 ára gamalli Scania rútu milli bæja hér í Finnlandi. Á morgun þurfum við að keyra í sjö tíma og ég á von á því að það verði nokkuð sveitt." Hægt er að nálgast allar upplýsingar um siglinguna á vefsíðunni Bargetohell.com. -áp
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp