Eygló Ósk: Framar mínum væntingum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2012 08:30 Eygló Ósk er aðeins sautján ára gömul en náði frábærum árangri á ÍM 50 um helgina. Fréttablaðið/Valli Velheppnuðu Íslandsmóti í 50 m laug lauk í Laugardalslauginni í gær. Alls féllu fimmtán Íslandsmet á mótinu auk þess sem eitt var jafnað. Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sarah Blake Bateman og Anton Sveinn McKee, öll úr Ægi, voru fyrirferðarmikil um helgina og áttu þátt í flestöllum metunum. Eygló Ósk bætti Íslandsmet í fjórum einstaklingsgreinum auk þess að bæta þrjú Íslandsmet með boðssundssveit Ægis. Hún var eini keppandi mótsins sem náði Ólympíulágmarki en það gerði hún með glæsilegu sundi í 200 m baksundi. „Ég er mjög ánægð með helgina og náði öllum mínum markmiðum," sagði Eygló Ósk við Fréttablaðið í gær. „Það stóð auðvitað upp úr að ná lágmarkinu en árangurinn í 200 m fjórsundinu kom einnig á óvart," bætti hún við. Eygló náði svokölluðum OST-lágmörkum, sem má líkja við gömlu B-lágmörkin, í 200 m fjórsundi og 100 m baksundi um helgina. Þar sem hún er komin inn á leikana í 200 m baksundinu dugir henni OST-lágmark til að fá keppnisrétt í öðrum greinum. „Þetta er framar mínum væntingum. Tímabilið hefur gengið mjög vel hjá mér og ég er mjög ánægð með þjálfarann minn. Ég er vonandi rétt að byrja," sagði hún en Eygló er einungis sautján ára gömul og á því sannarlega framtíðina fyrir sér. Sarah Blake keppti á leikunum í Peking fyrir fjórum árum og stefnir á að bæta árangur sinn í Lundúnum. Hana vantar lítið upp á að ná lágmarkinu í 50 m skriðsundi en hún var aðeins 0,04 sekúndum frá lágmarkinu á móti í Bandaríkjunum í lok mars. Hún bætti þrjú Íslandsmet í einstaklingsgreinum um helgina og þrjú boðssundsmet með Ægi. Hún hefur náð OST-lágmarki í tveimur greinum og ætlar að ná Ólympíulágmarkinu í 50 m skriðsundi. „Ég stefni á að ná því á EM og hef ég í raun ekki áhyggjur af því. Það er spennandi sumar fram undan," sagði hún. „Tímabilið hefur verið gott hjá mér og hef ég æft mikið síðustu vikurnar. Það er alveg ljóst að ég mun bæta mig mikið frá síðustu Ólympíuleikum." Anton Sveinn bætti Íslandsmetið í þremur greinum auk þess að jafna met Arnar Arnarsonar í 400 m skriðsundi karla á fimmtudagskvöldið. Hann hefur nú náð OST-lágmörkum í tveimur greinum og vakti það sérstaka athygli í gær þegar hann stórbætti eigið Íslandsmet í 400 m fjórsundi karla um tæpar þrjár sekúndur. Gamla metið hans var ekki nema um tveggja vikna gamalt. Það má því búast við að það fjölgi í sundsveit Íslands fyrir Ólympíuleikana á næstunni en margir eru nálægt því að bætast í hópinn. Sund Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Velheppnuðu Íslandsmóti í 50 m laug lauk í Laugardalslauginni í gær. Alls féllu fimmtán Íslandsmet á mótinu auk þess sem eitt var jafnað. Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sarah Blake Bateman og Anton Sveinn McKee, öll úr Ægi, voru fyrirferðarmikil um helgina og áttu þátt í flestöllum metunum. Eygló Ósk bætti Íslandsmet í fjórum einstaklingsgreinum auk þess að bæta þrjú Íslandsmet með boðssundssveit Ægis. Hún var eini keppandi mótsins sem náði Ólympíulágmarki en það gerði hún með glæsilegu sundi í 200 m baksundi. „Ég er mjög ánægð með helgina og náði öllum mínum markmiðum," sagði Eygló Ósk við Fréttablaðið í gær. „Það stóð auðvitað upp úr að ná lágmarkinu en árangurinn í 200 m fjórsundinu kom einnig á óvart," bætti hún við. Eygló náði svokölluðum OST-lágmörkum, sem má líkja við gömlu B-lágmörkin, í 200 m fjórsundi og 100 m baksundi um helgina. Þar sem hún er komin inn á leikana í 200 m baksundinu dugir henni OST-lágmark til að fá keppnisrétt í öðrum greinum. „Þetta er framar mínum væntingum. Tímabilið hefur gengið mjög vel hjá mér og ég er mjög ánægð með þjálfarann minn. Ég er vonandi rétt að byrja," sagði hún en Eygló er einungis sautján ára gömul og á því sannarlega framtíðina fyrir sér. Sarah Blake keppti á leikunum í Peking fyrir fjórum árum og stefnir á að bæta árangur sinn í Lundúnum. Hana vantar lítið upp á að ná lágmarkinu í 50 m skriðsundi en hún var aðeins 0,04 sekúndum frá lágmarkinu á móti í Bandaríkjunum í lok mars. Hún bætti þrjú Íslandsmet í einstaklingsgreinum um helgina og þrjú boðssundsmet með Ægi. Hún hefur náð OST-lágmarki í tveimur greinum og ætlar að ná Ólympíulágmarkinu í 50 m skriðsundi. „Ég stefni á að ná því á EM og hef ég í raun ekki áhyggjur af því. Það er spennandi sumar fram undan," sagði hún. „Tímabilið hefur verið gott hjá mér og hef ég æft mikið síðustu vikurnar. Það er alveg ljóst að ég mun bæta mig mikið frá síðustu Ólympíuleikum." Anton Sveinn bætti Íslandsmetið í þremur greinum auk þess að jafna met Arnar Arnarsonar í 400 m skriðsundi karla á fimmtudagskvöldið. Hann hefur nú náð OST-lágmörkum í tveimur greinum og vakti það sérstaka athygli í gær þegar hann stórbætti eigið Íslandsmet í 400 m fjórsundi karla um tæpar þrjár sekúndur. Gamla metið hans var ekki nema um tveggja vikna gamalt. Það má því búast við að það fjölgi í sundsveit Íslands fyrir Ólympíuleikana á næstunni en margir eru nálægt því að bætast í hópinn.
Sund Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira