Lærir leikstjórn í New York 11. apríl 2012 12:00 Jörundur Ragnarsson leikari er kominn inn í meistaranám í kvikmyndaleikstjórn og handritagerð í Columbia-háskólanum í New York og fer út í haust. „Þetta verður nýtt og spennandi ævintýri fyrir okkur," segir Jörundur Ragnarsson leikari en hann hefur fengið inngöngu í Columbia-háskólann í New York og heldur utan í haust. Jörundur, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í Vakta-seríunum og nú síðast Heimsendi, ætlar í meistaranám í kvikmyndaleikstjórn og handritagerð, en hann hefur lengi langað til að spreyta sig fyrir aftan linsuna. „Ég fékk nasaþefinn af þessu ferli í vinnu minni með Ragnari Bragasyni og höfundahópnum. Það var frábær reynsla að taka þátt í að móta hugmynd frá grunni og jafnt og þétt jókst áhugi minn á fleiri sviðum kvikmyndagerðar," segir Jörundur en námið er lágmark þrjú ár. Nám við kvikmyndadeild Columbia-háskólans er mjög eftirsótt og segir Jörundur að einungis sex prósent umsækjenda hafi fengið inngöngu. Leikstjórarnir Ísold Uggadóttir og Hafsteinn Sigurðsson hafa bæði lokið þessu námi við skólann. Jörundur var kallaður í viðtal í febrúar og fór það fram á Skype sem að hans sögn gekk ekki alveg að óskum. „Ég fékk vitlausar upplýsingar um tímamismuninn og var því hálf óundirbúinn fyrir framan tölvuna í viðtalinu. Það bætti ekki á stressið og ég var viss um að ég væri búinn að klúðra þessu," segir Jörundur sem fékk svo þær gleðifregnir fyrir stuttu að hann hefði komist inn. Jörundur er í sambúð með leikkonunni Dóru Jóhannsdóttur og saman eiga þau einn son. Jörundur á von á því að mæðginin fari út til hans í lok árs. „Stærsti þröskuldurinn er að fjármagna námið en það er dýrt að læra í Bandaríkjunum. Ég er samt vongóður og bjartsýnn og hlakka til að prófa að búa í New York þar sem skapandi orka blómstrar." -áp Lífið Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þetta verður nýtt og spennandi ævintýri fyrir okkur," segir Jörundur Ragnarsson leikari en hann hefur fengið inngöngu í Columbia-háskólann í New York og heldur utan í haust. Jörundur, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í Vakta-seríunum og nú síðast Heimsendi, ætlar í meistaranám í kvikmyndaleikstjórn og handritagerð, en hann hefur lengi langað til að spreyta sig fyrir aftan linsuna. „Ég fékk nasaþefinn af þessu ferli í vinnu minni með Ragnari Bragasyni og höfundahópnum. Það var frábær reynsla að taka þátt í að móta hugmynd frá grunni og jafnt og þétt jókst áhugi minn á fleiri sviðum kvikmyndagerðar," segir Jörundur en námið er lágmark þrjú ár. Nám við kvikmyndadeild Columbia-háskólans er mjög eftirsótt og segir Jörundur að einungis sex prósent umsækjenda hafi fengið inngöngu. Leikstjórarnir Ísold Uggadóttir og Hafsteinn Sigurðsson hafa bæði lokið þessu námi við skólann. Jörundur var kallaður í viðtal í febrúar og fór það fram á Skype sem að hans sögn gekk ekki alveg að óskum. „Ég fékk vitlausar upplýsingar um tímamismuninn og var því hálf óundirbúinn fyrir framan tölvuna í viðtalinu. Það bætti ekki á stressið og ég var viss um að ég væri búinn að klúðra þessu," segir Jörundur sem fékk svo þær gleðifregnir fyrir stuttu að hann hefði komist inn. Jörundur er í sambúð með leikkonunni Dóru Jóhannsdóttur og saman eiga þau einn son. Jörundur á von á því að mæðginin fari út til hans í lok árs. „Stærsti þröskuldurinn er að fjármagna námið en það er dýrt að læra í Bandaríkjunum. Ég er samt vongóður og bjartsýnn og hlakka til að prófa að búa í New York þar sem skapandi orka blómstrar." -áp
Lífið Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira