Jason Mraz Syngur um ást á nýrri plötu 5. apríl 2012 15:00 Popparinn Jason Mraz hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. nordicphotos/getty Popparinn Jason Mraz gefur á næstunni út sína fjórðu plötu þar sem ástin verður umfjöllunarefnið. Fjórða plata bandaríska popparans Jason Mraz, Love Is a Four Letter Word, kemur út um miðjan apríl. Hún fylgir eftir hinni vinsælu We Sing. We Dance. We Steal Things, sem seldist í milljónum eintaka. Lagið I"m Yours af plötunni sló rækilega í gegn úti um allan heim og á það metið yfir þau lög sem hafa setið lengst á Billboard Hot 100-listanum í Bandaríkjunum, eða í 76 vikur samfleytt. Mraz var tilnefndur til Grammy-verðlaunanna fyrir þetta hugljúfa lag. Mraz fæddist fyrir 35 árum í Virginíu-fylki. Foreldrar hans skildu þegar hann var ungur að árum en þrátt fyrir það átti hann hamingjurík uppvaxtarár. Hann gaf út órafmagnaða tónleikaplötu árið 2001 sem var tekin upp á kaffihúsi með Noel „Toca“ Rivera, sem spilaði á ásláttarhljóðfæri, en hann hefur allar götur síðan unnið náið með söngvaranum. Árið eftir skrifaði Mraz undir útgáfusamning við Elektra Records og fyrsta platan, My Rocket to Come, var tekin upp með aðstoð Dave Matthews Band. Hún vakti nokkra athygli á Mraz, sem í framhaldinu hitaði upp fyrir Tracy Chapman og Alanis Morissette. Árið 2005 kom næsta plata út, Mr. A-Z, á vegum Atlantic Records og komst hún í fimmta sæti Billboard-listans. Upptökustjóri var Steve Lillywhite sem hefur unnið með U2 og Dave Matthews Band. We Sing. We Dance. We Steal Things, leit svo dagsins ljós 2008 og kom hún Mraz á kortið sem söngvara og lagahöfund. Núna, fimm árum síðar, gefur hann út Love Is A Four Letter Word og í þetta sinn ákvað popparinn að leggja áherslu á röddina og draga úr áhrifum blásturshljóðfæra. Einnig verður píanó- og gítarleikur meira áberandi en áður. Mraz ætlar í tónleikaferð um heiminn til að fylgja plötunni eftir. Hún hefst í Suður-Kóreu 8. júní og stendur yfir allt þar til í byrjun desember þegar hann stígur á svið í London. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Popparinn Jason Mraz gefur á næstunni út sína fjórðu plötu þar sem ástin verður umfjöllunarefnið. Fjórða plata bandaríska popparans Jason Mraz, Love Is a Four Letter Word, kemur út um miðjan apríl. Hún fylgir eftir hinni vinsælu We Sing. We Dance. We Steal Things, sem seldist í milljónum eintaka. Lagið I"m Yours af plötunni sló rækilega í gegn úti um allan heim og á það metið yfir þau lög sem hafa setið lengst á Billboard Hot 100-listanum í Bandaríkjunum, eða í 76 vikur samfleytt. Mraz var tilnefndur til Grammy-verðlaunanna fyrir þetta hugljúfa lag. Mraz fæddist fyrir 35 árum í Virginíu-fylki. Foreldrar hans skildu þegar hann var ungur að árum en þrátt fyrir það átti hann hamingjurík uppvaxtarár. Hann gaf út órafmagnaða tónleikaplötu árið 2001 sem var tekin upp á kaffihúsi með Noel „Toca“ Rivera, sem spilaði á ásláttarhljóðfæri, en hann hefur allar götur síðan unnið náið með söngvaranum. Árið eftir skrifaði Mraz undir útgáfusamning við Elektra Records og fyrsta platan, My Rocket to Come, var tekin upp með aðstoð Dave Matthews Band. Hún vakti nokkra athygli á Mraz, sem í framhaldinu hitaði upp fyrir Tracy Chapman og Alanis Morissette. Árið 2005 kom næsta plata út, Mr. A-Z, á vegum Atlantic Records og komst hún í fimmta sæti Billboard-listans. Upptökustjóri var Steve Lillywhite sem hefur unnið með U2 og Dave Matthews Band. We Sing. We Dance. We Steal Things, leit svo dagsins ljós 2008 og kom hún Mraz á kortið sem söngvara og lagahöfund. Núna, fimm árum síðar, gefur hann út Love Is A Four Letter Word og í þetta sinn ákvað popparinn að leggja áherslu á röddina og draga úr áhrifum blásturshljóðfæra. Einnig verður píanó- og gítarleikur meira áberandi en áður. Mraz ætlar í tónleikaferð um heiminn til að fylgja plötunni eftir. Hún hefst í Suður-Kóreu 8. júní og stendur yfir allt þar til í byrjun desember þegar hann stígur á svið í London. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“