Masters 2012: Norður-Írinn lifir í "andlegri-Greg Norman“ blöðru 4. apríl 2012 22:45 Rory McIlroy. Rory McIlroy er á góðri leið með að verða einn þekktasti kylfingur heims en hann á enn töluvert í land að ná Tiger Woods í vinsældum. Hinn 22 ára Norður-Íri var í dauðafæri fyrir ári á lokadegi Mastersmótsins þar sem hann mætti til leiks í síðasta ráshóp með fjögurra högga forskot á keppinauta sína. McIlroy klúðraði lokahringnum með eftirminnilegum hætti og lék eins og meðalskussi í íþróttinni, á 80 höggum. Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sigraði á mótinu en fæstir muna eftir því. Klúðrið hjá McIlroy stóð upp úr þegar mótið var gert upp í fjölmiðlum. McIlroy lærði af reynslunni og hann reis upp úr öskunni átta vikum síðar þegar hann sigraði með glæsibrag á Opna bandaríska meistaramótinu – og landaði þar með sínum fyrsta sigri á einu af risamótunum fjórum sem fram fara á hverju ári. McIlroy ætlar að læra af reynslunni og mun hann loka sig algjörlega frá því sem er að gerast í hinu daglega lífi á meðan Mastersmótið fer fram. Hann ætlar að búa til „andlega blöðru" sem hann mun dvelja í á meðan keppnin fer fram. McIlroy fékk góð ráð frá reyndum köppum eftir lokadaginn á Mastersmótinu fyrir ári. Þar fór fremstur í flokki „Hvíti hákarlinn" Greg Norman frá Ástralíu. Ef einhver þekkir þá tilfinningu að standa uppi með ekki neitt í höndunum eftir lokadag á risamóti þá er það Norman. Hann hefur átta sinnum á ferlinum endað í öðru sæti á stórmóti – sem er reyndar ekki met. Jack Nicklaus endaði 19 sinnum í öðru sæti og Bandaríkjamaðurinn Tom Watson deilir öðru sætinu með Norman á þessum lista. „Greg Norman hefur ávallt gefið sér tíma til þess að ráðleggja mér og hann er frábær manneskja sem vill öllum vel. Hann hafði samband við mig eftir mótið á Augusta í fyrra og gaf mér góð ráð. Eitt af þeim var að ég ætti ekki að fylgjast með því sem er að gerast fyrir utan golfvöllinn á meðan mótið fer fram. Ekki lesa blöð, horfa á sjónvarpsfréttir eða nota samskiptavefi. Ég þarf að loka mig algjörlega af og einbeita mér að golfinu og mótinu sjálfu. Ég hef verið að æfa mig í þessu og það hefur gengið vel. Norman náði góðum tökum á þessu þegar hann var á hátindi ferilsins og ég hlusta þegar hann gefur mér ráð," sagði McIlroy. Broccoli og kjúklingur í öll málRory McIlroy.Hinn 22 ára gamli Norður-Íri hefur komið með ferska vinda inn í atvinnugolfið og áhugi fjölmiðla á kylfingnum hefur stóraukist eftir að hann opinberaði samband sitt við eina bestu tenniskonu heims, Caroline Wozniacki frá Danmörku. Á undanförnum 16 mánuðum hefur McIlroy verið í samstarfi við Steve McGregor sem er einn þekktasti styrktarþjálfari Bretlands. McGregor hafði áður gjörbreytt líkamsástandi enska kylfingsins Lee Westwood sem er í þriðja sæti heimslistans. Í viðtali við bandaríska tímaritið Men's Health segir McIlroy að hann hafi öðlast meiri stöðugleika í golfsveiflunni eftir að hann hóf að taka á lóðunum af enn meiri krafti en áður. McIlroy verður seint sagður „tröll að vexti" en hann er rétt um 72 kg að þyngd og 1,80 m á hæð. Hann leikur sér að því að slá 270 metra upphafshögg en aukin högglengd var ekki það sem McIlroy vildi fá út úr styrktaræfingunum. Högglengd Norður-Írans ætti að nýtast vel á Augusta en högglangir kylfingar hafa oft haft betur en þeir sem slá styttra á þessu stórmóti. Styrktarþjálfun McIlroy hefur m.a. snúist um að fá betra jafnvægi í vöðvastyrkinn í efri hlutann en aðaláherslan var lögð á að styrkja neðri líkamshluta á borð við mjaðmir, kálfa og lærvöðva þar sem krafturinn í golfsveiflunni verður til. Líkamsfituhlutfallið hjá McIlroy hefur lækkað mikið á síðustu mánuðum og hann hefur einnig gjörbreytt matarvenjum sínum. Kjúklingur og brokkólí er aðalrétturinn hjá einum besta kylfingi heims.Einstakur kylfingur Hinn reyndi kylfingur Gary Player frá Suður-Afríku spáir því að Rory McIlroy eigi eftir að vinna fleiri stórmót en Player gerði sjálfur á löngum ferli sínum. Player sigraði alls á 9 stórmótum og þar af tvívegis á Mastersmótinu. Hinn 76 ára gamli Player hefur mikla trú á Norður-Íranum. „Þessi ungi maður hefur hæfileika. Þegar hann fer að sýna meiri stöðugleika í púttunum þá á hann eftir að vinna fleiri risamót. Það eru margir með hæfileika þarna úti, þar má nefna Charl Schwartzel og Jason Day – en Rory er einstakur," sagði Player í viðtali við breska dagblaðið Daily Mail á dögunum. Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Rory McIlroy er á góðri leið með að verða einn þekktasti kylfingur heims en hann á enn töluvert í land að ná Tiger Woods í vinsældum. Hinn 22 ára Norður-Íri var í dauðafæri fyrir ári á lokadegi Mastersmótsins þar sem hann mætti til leiks í síðasta ráshóp með fjögurra högga forskot á keppinauta sína. McIlroy klúðraði lokahringnum með eftirminnilegum hætti og lék eins og meðalskussi í íþróttinni, á 80 höggum. Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sigraði á mótinu en fæstir muna eftir því. Klúðrið hjá McIlroy stóð upp úr þegar mótið var gert upp í fjölmiðlum. McIlroy lærði af reynslunni og hann reis upp úr öskunni átta vikum síðar þegar hann sigraði með glæsibrag á Opna bandaríska meistaramótinu – og landaði þar með sínum fyrsta sigri á einu af risamótunum fjórum sem fram fara á hverju ári. McIlroy ætlar að læra af reynslunni og mun hann loka sig algjörlega frá því sem er að gerast í hinu daglega lífi á meðan Mastersmótið fer fram. Hann ætlar að búa til „andlega blöðru" sem hann mun dvelja í á meðan keppnin fer fram. McIlroy fékk góð ráð frá reyndum köppum eftir lokadaginn á Mastersmótinu fyrir ári. Þar fór fremstur í flokki „Hvíti hákarlinn" Greg Norman frá Ástralíu. Ef einhver þekkir þá tilfinningu að standa uppi með ekki neitt í höndunum eftir lokadag á risamóti þá er það Norman. Hann hefur átta sinnum á ferlinum endað í öðru sæti á stórmóti – sem er reyndar ekki met. Jack Nicklaus endaði 19 sinnum í öðru sæti og Bandaríkjamaðurinn Tom Watson deilir öðru sætinu með Norman á þessum lista. „Greg Norman hefur ávallt gefið sér tíma til þess að ráðleggja mér og hann er frábær manneskja sem vill öllum vel. Hann hafði samband við mig eftir mótið á Augusta í fyrra og gaf mér góð ráð. Eitt af þeim var að ég ætti ekki að fylgjast með því sem er að gerast fyrir utan golfvöllinn á meðan mótið fer fram. Ekki lesa blöð, horfa á sjónvarpsfréttir eða nota samskiptavefi. Ég þarf að loka mig algjörlega af og einbeita mér að golfinu og mótinu sjálfu. Ég hef verið að æfa mig í þessu og það hefur gengið vel. Norman náði góðum tökum á þessu þegar hann var á hátindi ferilsins og ég hlusta þegar hann gefur mér ráð," sagði McIlroy. Broccoli og kjúklingur í öll málRory McIlroy.Hinn 22 ára gamli Norður-Íri hefur komið með ferska vinda inn í atvinnugolfið og áhugi fjölmiðla á kylfingnum hefur stóraukist eftir að hann opinberaði samband sitt við eina bestu tenniskonu heims, Caroline Wozniacki frá Danmörku. Á undanförnum 16 mánuðum hefur McIlroy verið í samstarfi við Steve McGregor sem er einn þekktasti styrktarþjálfari Bretlands. McGregor hafði áður gjörbreytt líkamsástandi enska kylfingsins Lee Westwood sem er í þriðja sæti heimslistans. Í viðtali við bandaríska tímaritið Men's Health segir McIlroy að hann hafi öðlast meiri stöðugleika í golfsveiflunni eftir að hann hóf að taka á lóðunum af enn meiri krafti en áður. McIlroy verður seint sagður „tröll að vexti" en hann er rétt um 72 kg að þyngd og 1,80 m á hæð. Hann leikur sér að því að slá 270 metra upphafshögg en aukin högglengd var ekki það sem McIlroy vildi fá út úr styrktaræfingunum. Högglengd Norður-Írans ætti að nýtast vel á Augusta en högglangir kylfingar hafa oft haft betur en þeir sem slá styttra á þessu stórmóti. Styrktarþjálfun McIlroy hefur m.a. snúist um að fá betra jafnvægi í vöðvastyrkinn í efri hlutann en aðaláherslan var lögð á að styrkja neðri líkamshluta á borð við mjaðmir, kálfa og lærvöðva þar sem krafturinn í golfsveiflunni verður til. Líkamsfituhlutfallið hjá McIlroy hefur lækkað mikið á síðustu mánuðum og hann hefur einnig gjörbreytt matarvenjum sínum. Kjúklingur og brokkólí er aðalrétturinn hjá einum besta kylfingi heims.Einstakur kylfingur Hinn reyndi kylfingur Gary Player frá Suður-Afríku spáir því að Rory McIlroy eigi eftir að vinna fleiri stórmót en Player gerði sjálfur á löngum ferli sínum. Player sigraði alls á 9 stórmótum og þar af tvívegis á Mastersmótinu. Hinn 76 ára gamli Player hefur mikla trú á Norður-Íranum. „Þessi ungi maður hefur hæfileika. Þegar hann fer að sýna meiri stöðugleika í púttunum þá á hann eftir að vinna fleiri risamót. Það eru margir með hæfileika þarna úti, þar má nefna Charl Schwartzel og Jason Day – en Rory er einstakur," sagði Player í viðtali við breska dagblaðið Daily Mail á dögunum.
Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira