Hjartaskoðun aðeins hjá liðum í Evrópukeppni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. mars 2012 09:00 Knattspyrnuheimurinn er enn að jafna sig eftir áfallið sem Muamba fékk. Mynd/Nordic Photos/Getty Það hefur verið mikil umræða um heilsuvernd knattspyrnumanna í kjölfar þess að Fabrice Muamba, leikmaður Bolton, fékk hjartaáfall í leik gegn Tottenham. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt gerist á undanförnum árum. Fréttablaðinu lék forvitni á að vita hvernig eftirliti með ástandi íslenskra knattspyrnumanna væri háttað. „Almenn læknisskoðun leikmanna er krafa samkvæmt leyfiskerfi KSÍ en leikmenn liða sem taka þátt í Evrópukeppnum þurfa að gangast undir ítarlegri læknisskoðun. Þar á meðal þurfa þeir leikmenn að fara í hjartaómskoðun," sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, en stendur til að gera betur í þessum málum? „Það er hægt að gera betur í öllum þessum málum og verið að ræða ýmislegt. Það er svo síðan spurning um kostnaðarliðinn sem getur orðið hár." Það hefur einnig verið rætt víða hvort ekki ætti að skylda þjálfara liða í yngri flokkum að fara reglulega á skyndihjálparnámskeið. Ef eitthvað kæmi upp á í leik væri alltaf tryggt að einhver á staðnum kynni að bregðast rétt við. „Skyndihjálpin er hluti af okkar námsefni að ég held en það er spurning um hversu reglulega þjálfarar ættu að fara á slík námskeið. Það væri mjög æskilegt að þjálfarar myndu sækja slík námskeið reglulega." Dæmin eru til staðar hér á landi rétt eins og erlendis. Ætlar KSÍ að breyta einhverju í sínu kerfi í þessum málum? „UEFA og FIFA eru að vinna á þessum vettvangi og við höfum fylgt þeirra reglum vel eftir. Við höfum samt ekki enn gert það að skyldu að leikmenn í efstu deildum fari í hjartaskoðun enda snýst það um talsverðan kostnað." Íslenski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Það hefur verið mikil umræða um heilsuvernd knattspyrnumanna í kjölfar þess að Fabrice Muamba, leikmaður Bolton, fékk hjartaáfall í leik gegn Tottenham. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt gerist á undanförnum árum. Fréttablaðinu lék forvitni á að vita hvernig eftirliti með ástandi íslenskra knattspyrnumanna væri háttað. „Almenn læknisskoðun leikmanna er krafa samkvæmt leyfiskerfi KSÍ en leikmenn liða sem taka þátt í Evrópukeppnum þurfa að gangast undir ítarlegri læknisskoðun. Þar á meðal þurfa þeir leikmenn að fara í hjartaómskoðun," sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, en stendur til að gera betur í þessum málum? „Það er hægt að gera betur í öllum þessum málum og verið að ræða ýmislegt. Það er svo síðan spurning um kostnaðarliðinn sem getur orðið hár." Það hefur einnig verið rætt víða hvort ekki ætti að skylda þjálfara liða í yngri flokkum að fara reglulega á skyndihjálparnámskeið. Ef eitthvað kæmi upp á í leik væri alltaf tryggt að einhver á staðnum kynni að bregðast rétt við. „Skyndihjálpin er hluti af okkar námsefni að ég held en það er spurning um hversu reglulega þjálfarar ættu að fara á slík námskeið. Það væri mjög æskilegt að þjálfarar myndu sækja slík námskeið reglulega." Dæmin eru til staðar hér á landi rétt eins og erlendis. Ætlar KSÍ að breyta einhverju í sínu kerfi í þessum málum? „UEFA og FIFA eru að vinna á þessum vettvangi og við höfum fylgt þeirra reglum vel eftir. Við höfum samt ekki enn gert það að skyldu að leikmenn í efstu deildum fari í hjartaskoðun enda snýst það um talsverðan kostnað."
Íslenski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn