Mikil óvissa ríkir um framtíð ættleiðinga - fréttaskýring 30. mars 2012 06:30 kínverskt munaðarleysingjahæli Kínverskt barn horfir á milli rimlanna í rúmi sínu á munaðarleysingjahæli. Um 160 kínversk börn hafa eignast íslenska foreldra í gegnum Íslenska ættleiðingu. Nordicphotos/afp Hver er staða ættleiðingarmála á Íslandi? Íslensk ættleiðing (ÍÆ) getur ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu með núverandi framlagi ríkisins. Í fjárlögum 2012 er upphæðin 9,2 milljónir króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun Kristins Ingvarssonar, framkvæmdastjóra ÍÆ, þarf félagið um 54 milljónir króna til að geta haldið áfram að aðstoða fólk við að ættleiða börn erlendis frá og sinna því hlutverki sem því er ætlað. Ekki er hægt að ættleiða barn erlendis frá nema fara í gegnum íslenskt ættleiðingafélag og ÍÆ er það eina sem starfrækt er hér á landi. Enginn samningur við ríkiðEnginn þjónustusamningur hefur verið gerður á milli ÍÆ og innanríkisráðuneytisins, en Kristinn bjó til drög að slíkum samningi og sendi á ráðuneytið. Hann hefur þó ekki verið samþykktur. Ekki náðist í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra þar sem hann er staddur erlendis. Þau svör fengust frá ráðuneytinu að málið væri á hans borði og snúist um að leita leiða til að brúa það fjárhagslega bil sem nú blasi við. Verið sé að ræða við ÍÆ en ekkert sé enn til lykta leitt. Ekki sambærileg þjónustaAð mati forsvarsmanna félagsins, Kristins og Harðar Svavarssonar formanns, er enginn fjárhagslegur grundvöllur fyrir því að halda rekstri félagsins óbreyttum áfram út árið. Störf og þjónusta ættleiðingarfélaga í nágrannalöndunum sé engan vegin sambærileg hvað varðar eftirfylgni við fjölskyldur, læknisþjónustu og samskipti við ættleiðingarfélög í upprunalöndum barnanna. Samkvæmt reglugerð ber ÍÆ að hafa lækni á sínum snærum, bæði til að undirbúa foreldrana og svo til að sinna barninu þegar það kemur til landsins. Því hefur þó mestmegnis verið sinnt í sjálfboðavinnu læknanna, aðallega af Gesti Pálssyni barnalækni, og utan þeirra eiginlegu vinnutíma fram til þessa, þar sem ekkert fjármagn er til að borga þeim fyrir vinnu sína. Eigi þjónusta ÍÆ að verða sambærileg við nágrannalöndin, þyrfti einnig að ráða lögfræðing í vinnu, sem og félagsráðgjafa. „Okkur er ætlað að halda úti skrifstofu, vefsvæðum, samskiptum við fjölskyldur bæði hér heima og erlendis, samstarfsaðila erlendis og fleiru, fyrir 9,2 milljónir á ári," segir Hörður. Klukkutími á dagÍ reglugerð um ættleiðingar er félaginu ætlað að veita áframhaldandi þjónustu eftir ættleiðingu þar sem það getur haft margvíslegar afleiðingar fyrir börn að hafa verið vistuð á stofnunum í fleiri ár. „Á bestu stofnununum fá börnin samneyti og umhyggju í kannski klukkutíma á sólarhring. Það skiptir því miklu máli að bregðast við um leið og börnin koma til landsins," segir Hörður. „Það þarf því að fræða heilbrigðisstarfsmenn og starfsmenn skólaþjónustunnar hvað börnin gætu verið að glíma við." Vantar samskiptiStarfsmenn ÍÆ hafa ekki haft tök á því á undanförnum árum að ferðast til upprunalanda barnanna til að sinna samskiptum við þarlendar stofnanir. Sambærileg félög í nágrannalöndunum fara um það bil þrisvar á ári, til að byggja upp gagnkvæmt traust við ættleiðingarstofnanir og munaðarleysingjahæli og til að afla nýrra samskipta. „Við hættum þeim samskiptum í hruninu," segir Hörður. „Við erum til dæmis að fá til okkar um 160 börn frá Kína og höfum aldrei farið á fund þangað til að fara yfir reglurnar. Það er í raun merkilegt að þau treysti okkur miðað við það hversu lítil samskipti við höfum." Meira en 600 börn frá fjórum löndum hafa fengið nýtt heimili á Íslandi í gegn um félagið á 34 árum. sunna@frettabladid.is Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Hver er staða ættleiðingarmála á Íslandi? Íslensk ættleiðing (ÍÆ) getur ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu með núverandi framlagi ríkisins. Í fjárlögum 2012 er upphæðin 9,2 milljónir króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun Kristins Ingvarssonar, framkvæmdastjóra ÍÆ, þarf félagið um 54 milljónir króna til að geta haldið áfram að aðstoða fólk við að ættleiða börn erlendis frá og sinna því hlutverki sem því er ætlað. Ekki er hægt að ættleiða barn erlendis frá nema fara í gegnum íslenskt ættleiðingafélag og ÍÆ er það eina sem starfrækt er hér á landi. Enginn samningur við ríkiðEnginn þjónustusamningur hefur verið gerður á milli ÍÆ og innanríkisráðuneytisins, en Kristinn bjó til drög að slíkum samningi og sendi á ráðuneytið. Hann hefur þó ekki verið samþykktur. Ekki náðist í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra þar sem hann er staddur erlendis. Þau svör fengust frá ráðuneytinu að málið væri á hans borði og snúist um að leita leiða til að brúa það fjárhagslega bil sem nú blasi við. Verið sé að ræða við ÍÆ en ekkert sé enn til lykta leitt. Ekki sambærileg þjónustaAð mati forsvarsmanna félagsins, Kristins og Harðar Svavarssonar formanns, er enginn fjárhagslegur grundvöllur fyrir því að halda rekstri félagsins óbreyttum áfram út árið. Störf og þjónusta ættleiðingarfélaga í nágrannalöndunum sé engan vegin sambærileg hvað varðar eftirfylgni við fjölskyldur, læknisþjónustu og samskipti við ættleiðingarfélög í upprunalöndum barnanna. Samkvæmt reglugerð ber ÍÆ að hafa lækni á sínum snærum, bæði til að undirbúa foreldrana og svo til að sinna barninu þegar það kemur til landsins. Því hefur þó mestmegnis verið sinnt í sjálfboðavinnu læknanna, aðallega af Gesti Pálssyni barnalækni, og utan þeirra eiginlegu vinnutíma fram til þessa, þar sem ekkert fjármagn er til að borga þeim fyrir vinnu sína. Eigi þjónusta ÍÆ að verða sambærileg við nágrannalöndin, þyrfti einnig að ráða lögfræðing í vinnu, sem og félagsráðgjafa. „Okkur er ætlað að halda úti skrifstofu, vefsvæðum, samskiptum við fjölskyldur bæði hér heima og erlendis, samstarfsaðila erlendis og fleiru, fyrir 9,2 milljónir á ári," segir Hörður. Klukkutími á dagÍ reglugerð um ættleiðingar er félaginu ætlað að veita áframhaldandi þjónustu eftir ættleiðingu þar sem það getur haft margvíslegar afleiðingar fyrir börn að hafa verið vistuð á stofnunum í fleiri ár. „Á bestu stofnununum fá börnin samneyti og umhyggju í kannski klukkutíma á sólarhring. Það skiptir því miklu máli að bregðast við um leið og börnin koma til landsins," segir Hörður. „Það þarf því að fræða heilbrigðisstarfsmenn og starfsmenn skólaþjónustunnar hvað börnin gætu verið að glíma við." Vantar samskiptiStarfsmenn ÍÆ hafa ekki haft tök á því á undanförnum árum að ferðast til upprunalanda barnanna til að sinna samskiptum við þarlendar stofnanir. Sambærileg félög í nágrannalöndunum fara um það bil þrisvar á ári, til að byggja upp gagnkvæmt traust við ættleiðingarstofnanir og munaðarleysingjahæli og til að afla nýrra samskipta. „Við hættum þeim samskiptum í hruninu," segir Hörður. „Við erum til dæmis að fá til okkar um 160 börn frá Kína og höfum aldrei farið á fund þangað til að fara yfir reglurnar. Það er í raun merkilegt að þau treysti okkur miðað við það hversu lítil samskipti við höfum." Meira en 600 börn frá fjórum löndum hafa fengið nýtt heimili á Íslandi í gegn um félagið á 34 árum. sunna@frettabladid.is
Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent