Verðlaunuð áhætta Þórður Snær Júlíusson skrifar 29. mars 2012 06:00 Fréttablaðið greindi frá því í gær að höfuðstóll gengistryggðra lána væri um helmingur af höfuðstól jafnhárra verðtryggðra lána ef miðað er við að bæði lánin hafi verið jafnhá og tekin í júní 2002. Samkvæmt útreikningum sem KPMG vann fyrir Helga Hjörvar, formann efnahags- og viðskiptanefndar, stendur tíu milljóna króna verðtryggt lán sem tekið var fyrir tæpum tíu árum í 15,3 milljónum króna í dag. Sambærilegt gengistryggt lán stendur í tæpum átta milljónum króna. Frá því að krónan var sett á flot árið 2001 flökti hún eins og hjartalínurit. Þeir sem tóku gengistryggð lán voru enda varaðir við því að þeir þyrftu að vera viðbúnir sveiflum. Í staðinn fengu þeir 2-5% óverðtryggða vexti á lánum. Þessi hópur myndaði eign mun hraðar en allir aðrir og því var eftir miklu að slægjast ef veðmálið gengi upp. Sem það gerði á endanum. Ástæðuna er auðvitað að finna í gengislánadómum Hæstaréttar, sem hefur dæmt þau ólögleg. Vegna þeirra dóma höfðu erlend fasteignalán verið færð niður um 108 milljarða króna um síðustu áramót. Erlend bílalán höfðu verið lækkuð um 38,5 milljarða króna. Til viðbótar reikna stóru bankarnir þrír með því að gengislánadómur Hæstaréttar frá 15. febrúar síðastliðnum muni kosta þá 64 milljarða króna til viðbótar. Raunvextir gengislána urðu við þetta neikvæðir og staða gengislánataka hefur snúist frá því að vera ómöguleg í að veita þeim forskot á alla aðra í samfélaginu í eignamyndunarkapphlaupinu. Við vitnaleiðslur fyrir Landsdómi nýverið kom iðulega fram það mat embættismanna og eftirlitsaðila að hinn ofsafengni vöxtur íslenska fjármálakerfisins hefði fyrst og síðast verið tilkominn vegna fordæmalauss aðgengis að ódýru lánsfé. Það lánsfé var að töluverðu leyti lánað til íslenskra athafnamanna í landvinningahug. Þar var ítrekað fullyrt að erlendum aðilum hafi þótt íslensku útrásarmennirnir hafa keypt þau fyrirtæki sem þeir keyptu erlendis allt of dýru verði. Sama hafi átt við um þær innlendu eignir sem þeir fjárfestu í. Eftir hrun hefur enda þurft að afskrifa á bilinu 70-80% af skuldum fjárfestingar- og eignarhaldsfélaga. Niðurfærslan nemur samtals tæplega 390 milljörðum króna. Þessar afskriftir virðast ekki hafa haft mikil áhrif á persónulega hagi þeirra sem stóðu að baki þessum félögum. Þeir virðast hafa komið sér upp myndarlegum varasjóðum og eignum skráðum á aðrar kennitölur í gegnum arðgreiðslur, laun eða lántökur án ábyrgða sem þeir gengu frá á uppgangstímunum. Þeir sem fóru langverst út úr íslenska hruninu voru þeir sem skulduðu minnst eða ekkert og tóku litla áhættu. Þeir sem lögðu sparifé sitt í húsnæði eða bifreiðar í stað þess að skuldsetja sig upp í rjáfur. Það er hópurinn sem axlar afleiðingarnar í gegnum verðbólgu og hefur séð eignir sínar étast upp vegna hennar. Og hvaða lærdóm er þá hægt að draga af hruninu? Varla annan en þann að skynsamlegast sé að vera óskynsamur. Því meiri ráðdeild sem sýnd er í ákvarðanatökum því meiri líkur eru á því að þær setji viðkomandi í verri fjárhagslegri stöðu til framtíðar. Lærdómurinn er að það er alltaf best að fara allur inn, grípa hvert tækifæri til að skuldsetja sig og huga að afleiðingunum eftir á. Og hann er hræðilegt veganesti fyrir komandi kynslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Fréttablaðið greindi frá því í gær að höfuðstóll gengistryggðra lána væri um helmingur af höfuðstól jafnhárra verðtryggðra lána ef miðað er við að bæði lánin hafi verið jafnhá og tekin í júní 2002. Samkvæmt útreikningum sem KPMG vann fyrir Helga Hjörvar, formann efnahags- og viðskiptanefndar, stendur tíu milljóna króna verðtryggt lán sem tekið var fyrir tæpum tíu árum í 15,3 milljónum króna í dag. Sambærilegt gengistryggt lán stendur í tæpum átta milljónum króna. Frá því að krónan var sett á flot árið 2001 flökti hún eins og hjartalínurit. Þeir sem tóku gengistryggð lán voru enda varaðir við því að þeir þyrftu að vera viðbúnir sveiflum. Í staðinn fengu þeir 2-5% óverðtryggða vexti á lánum. Þessi hópur myndaði eign mun hraðar en allir aðrir og því var eftir miklu að slægjast ef veðmálið gengi upp. Sem það gerði á endanum. Ástæðuna er auðvitað að finna í gengislánadómum Hæstaréttar, sem hefur dæmt þau ólögleg. Vegna þeirra dóma höfðu erlend fasteignalán verið færð niður um 108 milljarða króna um síðustu áramót. Erlend bílalán höfðu verið lækkuð um 38,5 milljarða króna. Til viðbótar reikna stóru bankarnir þrír með því að gengislánadómur Hæstaréttar frá 15. febrúar síðastliðnum muni kosta þá 64 milljarða króna til viðbótar. Raunvextir gengislána urðu við þetta neikvæðir og staða gengislánataka hefur snúist frá því að vera ómöguleg í að veita þeim forskot á alla aðra í samfélaginu í eignamyndunarkapphlaupinu. Við vitnaleiðslur fyrir Landsdómi nýverið kom iðulega fram það mat embættismanna og eftirlitsaðila að hinn ofsafengni vöxtur íslenska fjármálakerfisins hefði fyrst og síðast verið tilkominn vegna fordæmalauss aðgengis að ódýru lánsfé. Það lánsfé var að töluverðu leyti lánað til íslenskra athafnamanna í landvinningahug. Þar var ítrekað fullyrt að erlendum aðilum hafi þótt íslensku útrásarmennirnir hafa keypt þau fyrirtæki sem þeir keyptu erlendis allt of dýru verði. Sama hafi átt við um þær innlendu eignir sem þeir fjárfestu í. Eftir hrun hefur enda þurft að afskrifa á bilinu 70-80% af skuldum fjárfestingar- og eignarhaldsfélaga. Niðurfærslan nemur samtals tæplega 390 milljörðum króna. Þessar afskriftir virðast ekki hafa haft mikil áhrif á persónulega hagi þeirra sem stóðu að baki þessum félögum. Þeir virðast hafa komið sér upp myndarlegum varasjóðum og eignum skráðum á aðrar kennitölur í gegnum arðgreiðslur, laun eða lántökur án ábyrgða sem þeir gengu frá á uppgangstímunum. Þeir sem fóru langverst út úr íslenska hruninu voru þeir sem skulduðu minnst eða ekkert og tóku litla áhættu. Þeir sem lögðu sparifé sitt í húsnæði eða bifreiðar í stað þess að skuldsetja sig upp í rjáfur. Það er hópurinn sem axlar afleiðingarnar í gegnum verðbólgu og hefur séð eignir sínar étast upp vegna hennar. Og hvaða lærdóm er þá hægt að draga af hruninu? Varla annan en þann að skynsamlegast sé að vera óskynsamur. Því meiri ráðdeild sem sýnd er í ákvarðanatökum því meiri líkur eru á því að þær setji viðkomandi í verri fjárhagslegri stöðu til framtíðar. Lærdómurinn er að það er alltaf best að fara allur inn, grípa hvert tækifæri til að skuldsetja sig og huga að afleiðingunum eftir á. Og hann er hræðilegt veganesti fyrir komandi kynslóðir.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun