Lífið

Þagði í átta ár yfir krabbameini

kathy Bates Leikkonan þagði í átta ár yfir krabbameini sínu.
kathy Bates Leikkonan þagði í átta ár yfir krabbameini sínu.
Leikkonan Kathy Bates hefur í fyrsta sinn greint frá því opinberlega hvers vegna hún þagði í átta ár yfir baráttu sinni við krabbamein, sem lauk með sigri hennar.

Bates segist hafa fengið ráðleggingar um að greina ekki frá veikindunum. „Ég var búin að skrifa undir samning um að leika í kvikmynd á þessum tíma, Little Black Book á móti Brittanny Murphy sem ég sakna mjög mikið," sagði hinn 63 ára Óskarsverðlaunahafi.

„Læknarnir mínir þurftu að fá samþykki frá tryggingunum og þess vegna sagði ég ekki neitt.

Ég þurfti strax að fara að vinna."

Bates, sem leikur í sjónvarpsþáttunum Harry"s Law, fór í gegnum krabbameinsmeðferðina án utanaðkomandi hjálpar. „Mér fannst ég þurfa að gera þetta ein. Enginn veit í raun hvað þú ert að ganga í gegnum nema aðrir krabbameinssjúklingar, þrátt fyrir að fjölskyldan sé alltaf til staðar." Hún bætti við:

„Ef ég þarf að fara í gegnum þetta aftur þá mun ég tjá mig meira opinskátt um veikindin."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×