Ásgeir snýr aftur í tónlist til að fækka spjöldunum 19. mars 2012 11:00 Útrás í rokkinu Fótboltamaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson fær útrás í rokkinu sem hefur jákvæð áhrif á frammistöðu hans á vellinum.Fréttablaðið/Valli Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fótboltamaður hjá Fylki, hefur gengið í raðir rokksveitarinnar Mercy Buckets eftir tveggja ára hlé frá tónlist. Hann var áður söngvari þungarokksveitarinnar Shogun en sagði skilið við sveitina árið 2010 til að geta betur einbeitt sér að fótboltaferlinum. „Þungarokk er góð útrás og ég hef alltaf þarfnast mikillar útrásar. Mér fannst erfitt að hafa ekki rokkið, ég fúnkeraði einfaldlega ekki nógu vel og þess vegna ákvað ég að byrja aftur í tónlistinni,“ útskýrir Ásgeir Börkur, en Mercy Buckets tók nýverið þátt í hljómsveitakeppninni Global Battle of The Bands. Aðspurður segir Ásgeir Börkur að hljómsveitaræfingarnar bitni ekki á fótboltanum heldur hafi þvert í mót góð áhrif á frammistöðu hans á vellinum. „Ef maður fer yfir spjaldasögu mína þá voru spjöldin nokkuð mörg sumarið 2010 þegar ég var hættur í Shogun. Þannig þetta helst alveg í hendur. Ég held það sé ekki spurning að spjöldin verða færri núna í sumar fyrst ég er komin aftur í rokkið, svo er maður líka alltaf að þroskast.“ Ásgeir Börkur framlengdi nýverið samning sinn við Fylki og mun leika með liðinu næstu tvö árin. Hann viðurkennir þó að drauminn sé að komast út í atvinnumennsku. „Það hefur verið draumurinn frá því maður var lítill strákur og ef það gerist þá yrði ég að segja skilið við hljómsveitina. Nema þeir komi bara með mér út?“ Að sögn Ásgeirs Barkar æfa meðlimir Mercy Buckets ekki sérstaklega stíft og hafa fram að þessu einungis spilað á tvennum tónleikum; afmælistónleikum á Bar 11 og í Global Battle of The Bands. „Við erum heldur rólegir og æfum sjaldan, við erum meira í því að hafa gaman af þessu. En ætli við reynum ekki að æfa gott prógramm fyrir sumarið þannig við séum þéttir og góðir þannig að við getum spilað á tónleikum ef okkur býðst til þess.“ sara@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fótboltamaður hjá Fylki, hefur gengið í raðir rokksveitarinnar Mercy Buckets eftir tveggja ára hlé frá tónlist. Hann var áður söngvari þungarokksveitarinnar Shogun en sagði skilið við sveitina árið 2010 til að geta betur einbeitt sér að fótboltaferlinum. „Þungarokk er góð útrás og ég hef alltaf þarfnast mikillar útrásar. Mér fannst erfitt að hafa ekki rokkið, ég fúnkeraði einfaldlega ekki nógu vel og þess vegna ákvað ég að byrja aftur í tónlistinni,“ útskýrir Ásgeir Börkur, en Mercy Buckets tók nýverið þátt í hljómsveitakeppninni Global Battle of The Bands. Aðspurður segir Ásgeir Börkur að hljómsveitaræfingarnar bitni ekki á fótboltanum heldur hafi þvert í mót góð áhrif á frammistöðu hans á vellinum. „Ef maður fer yfir spjaldasögu mína þá voru spjöldin nokkuð mörg sumarið 2010 þegar ég var hættur í Shogun. Þannig þetta helst alveg í hendur. Ég held það sé ekki spurning að spjöldin verða færri núna í sumar fyrst ég er komin aftur í rokkið, svo er maður líka alltaf að þroskast.“ Ásgeir Börkur framlengdi nýverið samning sinn við Fylki og mun leika með liðinu næstu tvö árin. Hann viðurkennir þó að drauminn sé að komast út í atvinnumennsku. „Það hefur verið draumurinn frá því maður var lítill strákur og ef það gerist þá yrði ég að segja skilið við hljómsveitina. Nema þeir komi bara með mér út?“ Að sögn Ásgeirs Barkar æfa meðlimir Mercy Buckets ekki sérstaklega stíft og hafa fram að þessu einungis spilað á tvennum tónleikum; afmælistónleikum á Bar 11 og í Global Battle of The Bands. „Við erum heldur rólegir og æfum sjaldan, við erum meira í því að hafa gaman af þessu. En ætli við reynum ekki að æfa gott prógramm fyrir sumarið þannig við séum þéttir og góðir þannig að við getum spilað á tónleikum ef okkur býðst til þess.“ sara@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira