Að vera samferða sjálfum sér Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 17. mars 2012 08:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir Fyrir nokkrum vikum bætti ég Íslandsmetið mitt í fimmtarþraut. Í kjölfarið átti ég samtal við eina bestu vinkonu mína sem vakti mig til umhugsunar og gaf mér innblástur í þennan pistil. Þessi vinkona mín æfir og keppir einnig í frjálsum íþróttum. Síðastliðin ár hafa verið henni erfið á brautinni og ekki gengið sem skildi. En loksins núna í vetur fóru hlutirnir aftur að gerast hjá henni og hún er farin að hlaupa á mun betri tímum en síðastliðin ár. Sama dag og ég setti Íslandsmetið hafði hún einmitt hlaupið á flottum tíma. Við vorum því báðar sáttar með daginn. Ég talaði mest um hvað mér hefði þótt gaman í dag en hún talaði mest um hvað hún ætti mikið inni sem kæmi fram í næsta hlaupi. Auðvitað var ég sammála henni í því en fannst ég þó verða að stoppa hana þegar hún sagði: „Ó, það verður svo gaman hjá okkur næsta sumar." Af hverju þurfum við alltaf að vera einu skrefi á undan okkur sjálfum? Við erum varla komin yfir endamarkslínuna þegar við erum farin að tala um hvað næsta hlaup á að vera rosalega öflugt. Þegar íslenska landsliðið í handbolta hefur keppni á stórmóti virðist það stundum skipta meira máli að ná góðu sæti upp á að komast inn á næsta stórmót eða lenda í góðum riðli í næstu undankeppni í stað þess að ná virkilega góðum árangri á því móti sem er í gangi akkúrat þá stundina. Þegar ég set Íslandsmet í fimmtarþraut innanhúss gefur það góð fyrirheit fyrir sumarið. Að sjálfsögðu má líta á það þannig en væri ekki gáfulegra bara að taka öllum árangri fagnandi án þess að þurfa sífellt að skilyrða hann við eitthvað sem hugsanlega getur orðið í framtíðinni? Ég veit að fyrir frjálsíþróttafólk skiptir sumarið 2012 miklu máli en það kæmi mér ekki á óvart ef að árangur sumarsins 2012 verði tengdur við sumarið 2016 þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir aftur. Ég sjálf stend mig oft að því að vera byrjuð að plana næsta æfinga- og keppnistímabil áður en núverandi æfinga- og keppnistímabili er lokið. Næsta sumar ætla ég að stökkva svona langt, lyfta svona þungt, hlaupa svona hratt, æfa svona mikið, vinna allar keppnir sem ég tek þátt í og bæta öll met. Það er auðvelt að gleyma sér í framtíðinni og missa af núverandi tímabili, tímabilinu sem síðasta sumar átti einmitt að vera tímabilið sem allt átti að ganga upp. Það er mikilvægt að vera samferða sjálfum sér, taka eitt skref í einu og byrja á réttum enda. Ætli maður sér að verða Ólympíumeistari er gott að byrja á því að tryggja sér keppnisrétt á leikunum fyrst. Frjálsar íþróttir Pistillinn Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Fyrir nokkrum vikum bætti ég Íslandsmetið mitt í fimmtarþraut. Í kjölfarið átti ég samtal við eina bestu vinkonu mína sem vakti mig til umhugsunar og gaf mér innblástur í þennan pistil. Þessi vinkona mín æfir og keppir einnig í frjálsum íþróttum. Síðastliðin ár hafa verið henni erfið á brautinni og ekki gengið sem skildi. En loksins núna í vetur fóru hlutirnir aftur að gerast hjá henni og hún er farin að hlaupa á mun betri tímum en síðastliðin ár. Sama dag og ég setti Íslandsmetið hafði hún einmitt hlaupið á flottum tíma. Við vorum því báðar sáttar með daginn. Ég talaði mest um hvað mér hefði þótt gaman í dag en hún talaði mest um hvað hún ætti mikið inni sem kæmi fram í næsta hlaupi. Auðvitað var ég sammála henni í því en fannst ég þó verða að stoppa hana þegar hún sagði: „Ó, það verður svo gaman hjá okkur næsta sumar." Af hverju þurfum við alltaf að vera einu skrefi á undan okkur sjálfum? Við erum varla komin yfir endamarkslínuna þegar við erum farin að tala um hvað næsta hlaup á að vera rosalega öflugt. Þegar íslenska landsliðið í handbolta hefur keppni á stórmóti virðist það stundum skipta meira máli að ná góðu sæti upp á að komast inn á næsta stórmót eða lenda í góðum riðli í næstu undankeppni í stað þess að ná virkilega góðum árangri á því móti sem er í gangi akkúrat þá stundina. Þegar ég set Íslandsmet í fimmtarþraut innanhúss gefur það góð fyrirheit fyrir sumarið. Að sjálfsögðu má líta á það þannig en væri ekki gáfulegra bara að taka öllum árangri fagnandi án þess að þurfa sífellt að skilyrða hann við eitthvað sem hugsanlega getur orðið í framtíðinni? Ég veit að fyrir frjálsíþróttafólk skiptir sumarið 2012 miklu máli en það kæmi mér ekki á óvart ef að árangur sumarsins 2012 verði tengdur við sumarið 2016 þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir aftur. Ég sjálf stend mig oft að því að vera byrjuð að plana næsta æfinga- og keppnistímabil áður en núverandi æfinga- og keppnistímabili er lokið. Næsta sumar ætla ég að stökkva svona langt, lyfta svona þungt, hlaupa svona hratt, æfa svona mikið, vinna allar keppnir sem ég tek þátt í og bæta öll met. Það er auðvelt að gleyma sér í framtíðinni og missa af núverandi tímabili, tímabilinu sem síðasta sumar átti einmitt að vera tímabilið sem allt átti að ganga upp. Það er mikilvægt að vera samferða sjálfum sér, taka eitt skref í einu og byrja á réttum enda. Ætli maður sér að verða Ólympíumeistari er gott að byrja á því að tryggja sér keppnisrétt á leikunum fyrst.
Frjálsar íþróttir Pistillinn Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira