Yfirlýsing vegna gjaldmiðlaskipta týnd í ráðuneytinu 14. mars 2012 08:00 Steingrímur J. Sigfússon sagðist í Landsdómi í gær hafa það skjalfest meðal annars með ræðum og frumvörpum frá Alþingi að hann hafi talið efnahagsmálin stefna í óefni frá árinu 2005. Fréttablaðið/GVA Steingrímur J. Sigfússon, sem tók við sem fjármálaráðherra eftir kosningar vorið 2009, sagðist fyrir Landsdómi í gær ekki hafa verið upplýstur um yfirlýsingu um aðgerðir íslenskra stjórnvalda vegna gjaldmiðlaskiptasamnings við Noreg, Danmörku og Svíþjóð við komuna í ráðuneytið. Hann sagði það hafa verið afar auðmýkjandi að komast að tilvist plaggsins, sem hann kallaði samkomulag, í samræðum við sænska fjármálaráðherrann og sænska seðlabankastjórann nokkrum mánuðum eftir að hann hefði tekið við embætti fjármálaráðherra. Skjalið, sem Steingrímur kallaði samkomulag en Geir H. Haarde hefur kallað yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda, fannst ekki í fjármálaráðuneytinu þrátt fyrir mikla leit, sagði Steingrímur. Þó var það undirritað af fjármálaráðherra, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og seðlabankastjóra. Á endanum sagðist Steingrímur hafa þurft að fá afrit af samkomulaginu frá Seðlabankanum þar sem frumrit hefðu ekki fundist í ráðuneytinu. Í skjalinu lýsa íslensk stjórnvöld því yfir einhliða að þau muni grípa til aðgerða, meðal annars til að minnka bankakerfið. Norrænu seðlabankarnir settu slíka yfirlýsingu sem skilyrði fyrir því að opna lánalínur til Íslands í aðdraganda hrunsins. Steingrímur sagði fyrir Landsdómi í gær að í ferð sinni til Svíþjóðar hefði fjármálaráðherra og seðlabankastjóri Svíþjóðar kvartað yfir því að stjórnvöld hafi ekki efnt efni yfirlýsingarinnar. Spurður af Andra Árnasyni, verjanda Geirs, hvað nákvæmlega Svíarnir hefðu talið óefnt gat Steingrímur ekki svarað. Hann sagði að ekki hefði verið farið í skjalið lið fyrir lið heldur aðeins minnst á það í heild, enda hefði hann á þeim tíma ekki séð skjalið. Í samtali við Fréttablaðið að vitnaleiðslum loknum sagði Steingrímur það sinn skilning að ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins hefði átt að vekja athygli sína á skjalinu þegar hann tók við ráðherradómi. Spurður hvort ekki væri alvarlegt að þessi yfirlýsing eða samningur hefði horfið úr ráðuneytinu sagði Steingrímur ekki víst að skjalið væri horfið, en vissulega hefði það ekki enn fundist. Landsdómur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, sem tók við sem fjármálaráðherra eftir kosningar vorið 2009, sagðist fyrir Landsdómi í gær ekki hafa verið upplýstur um yfirlýsingu um aðgerðir íslenskra stjórnvalda vegna gjaldmiðlaskiptasamnings við Noreg, Danmörku og Svíþjóð við komuna í ráðuneytið. Hann sagði það hafa verið afar auðmýkjandi að komast að tilvist plaggsins, sem hann kallaði samkomulag, í samræðum við sænska fjármálaráðherrann og sænska seðlabankastjórann nokkrum mánuðum eftir að hann hefði tekið við embætti fjármálaráðherra. Skjalið, sem Steingrímur kallaði samkomulag en Geir H. Haarde hefur kallað yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda, fannst ekki í fjármálaráðuneytinu þrátt fyrir mikla leit, sagði Steingrímur. Þó var það undirritað af fjármálaráðherra, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og seðlabankastjóra. Á endanum sagðist Steingrímur hafa þurft að fá afrit af samkomulaginu frá Seðlabankanum þar sem frumrit hefðu ekki fundist í ráðuneytinu. Í skjalinu lýsa íslensk stjórnvöld því yfir einhliða að þau muni grípa til aðgerða, meðal annars til að minnka bankakerfið. Norrænu seðlabankarnir settu slíka yfirlýsingu sem skilyrði fyrir því að opna lánalínur til Íslands í aðdraganda hrunsins. Steingrímur sagði fyrir Landsdómi í gær að í ferð sinni til Svíþjóðar hefði fjármálaráðherra og seðlabankastjóri Svíþjóðar kvartað yfir því að stjórnvöld hafi ekki efnt efni yfirlýsingarinnar. Spurður af Andra Árnasyni, verjanda Geirs, hvað nákvæmlega Svíarnir hefðu talið óefnt gat Steingrímur ekki svarað. Hann sagði að ekki hefði verið farið í skjalið lið fyrir lið heldur aðeins minnst á það í heild, enda hefði hann á þeim tíma ekki séð skjalið. Í samtali við Fréttablaðið að vitnaleiðslum loknum sagði Steingrímur það sinn skilning að ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins hefði átt að vekja athygli sína á skjalinu þegar hann tók við ráðherradómi. Spurður hvort ekki væri alvarlegt að þessi yfirlýsing eða samningur hefði horfið úr ráðuneytinu sagði Steingrímur ekki víst að skjalið væri horfið, en vissulega hefði það ekki enn fundist.
Landsdómur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira