Alþjóðleg hljómsveitarkeppni á Gamla Gauknum 13. mars 2012 17:00 Hljómsveitin Cliff Clavin sigraði undankeppnina hér á Íslandi og tók þátt í alþjóðlegu keppninni árið 2007. Undankeppni hljómsveitakeppninnar Global Battle Of The Bands verður haldin á Gamla Gauknum í vikunni. Sigurvegarinn hlýtur þátttökurétt í alþjóðlegu keppninni sem fer fram í Búkarest í júní. „Það eru um 15 hljómsveitir skráðar til leiks nú þegar en við sjáum fyrir okkur að þetta verði svona 20 til 30 bönd, það virðist vera lenskan hér á Íslandi að bíða með að skrá sig þar til á lokamínútunum," segir Franz Gunnarsson sem stendur fyrir hljómsveitakeppninni Global Battle Of The Bands í samvinnu við Gamla Gaukinn. Keppnin hefst í kvöld og verða undanúrslit öll kvöld vikunnar og úrslitakeppni á laugardaginn. „Það verður dómnefnd, skipuð tónlistarmönnum og tónlistarrýnum víðsvegar að og hún velur eina hljómsveit frá hverju kvöldi áfram í úrslitin. Til að hafa smá lýðræði í þessu velur salurinn svo aðra, og fara því tvær hljómsveitir frá hverju kvöldi áfram í úrslitin," segir Franz. Alþjóðlega keppnin hefur verið haldin frá árinu 2004 og hefur Ísland verið þáttakandi síðan þá, með smá pásu frá árinu 2010 og þar til núna. Hljómsveitin Endless Dark keppti fyrir hönd Íslands árið 2010 og náði þá öðru sætinu, en um 30 hljómsveitir mættu til leiks. Franz segir fyrirkomulagið á aðalkeppninni hafa breyst úr því að hafa alltaf verið haldin í London yfir í að færast nú á milli þátttökulanda. „Keppnin verður haldin í Rúmeníu þetta árið, en við erum að vinna að því að fá hana hingað til lands á næstu árum. Þá munum við fá bönd allstaðar að úr heiminum, en það eru fáránlegustu lönd sem taka þátt," segir Franz og bætir við að MTV sjónvarpsstöðin muni taka keppnina upp og sjónvarpa. Öllum böndum er velkomið að taka þátt, óháð því hvernig tónlist þau spila eða hvort þau hafi gefi út efni, eina skilyrðið er að hver hljómsveit þurfi að spila tvö frumsamin lög. „Það eru mikið til ung bönd sem taka þátt í svona keppni, en meirihlutinn af nöfnunum sem eru skráð til leiks hjá okkur eru hljómsveitir sem margir þekkja," segir Franz og bætir við að það sé til mikils að vinna því auk fjölda vinninga í keppninni hérna heima fyrir, eru verðlaunin í keppninni úti peningaupphæð að andvirði rúmlega tólf milljón króna. tinnaros@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Undankeppni hljómsveitakeppninnar Global Battle Of The Bands verður haldin á Gamla Gauknum í vikunni. Sigurvegarinn hlýtur þátttökurétt í alþjóðlegu keppninni sem fer fram í Búkarest í júní. „Það eru um 15 hljómsveitir skráðar til leiks nú þegar en við sjáum fyrir okkur að þetta verði svona 20 til 30 bönd, það virðist vera lenskan hér á Íslandi að bíða með að skrá sig þar til á lokamínútunum," segir Franz Gunnarsson sem stendur fyrir hljómsveitakeppninni Global Battle Of The Bands í samvinnu við Gamla Gaukinn. Keppnin hefst í kvöld og verða undanúrslit öll kvöld vikunnar og úrslitakeppni á laugardaginn. „Það verður dómnefnd, skipuð tónlistarmönnum og tónlistarrýnum víðsvegar að og hún velur eina hljómsveit frá hverju kvöldi áfram í úrslitin. Til að hafa smá lýðræði í þessu velur salurinn svo aðra, og fara því tvær hljómsveitir frá hverju kvöldi áfram í úrslitin," segir Franz. Alþjóðlega keppnin hefur verið haldin frá árinu 2004 og hefur Ísland verið þáttakandi síðan þá, með smá pásu frá árinu 2010 og þar til núna. Hljómsveitin Endless Dark keppti fyrir hönd Íslands árið 2010 og náði þá öðru sætinu, en um 30 hljómsveitir mættu til leiks. Franz segir fyrirkomulagið á aðalkeppninni hafa breyst úr því að hafa alltaf verið haldin í London yfir í að færast nú á milli þátttökulanda. „Keppnin verður haldin í Rúmeníu þetta árið, en við erum að vinna að því að fá hana hingað til lands á næstu árum. Þá munum við fá bönd allstaðar að úr heiminum, en það eru fáránlegustu lönd sem taka þátt," segir Franz og bætir við að MTV sjónvarpsstöðin muni taka keppnina upp og sjónvarpa. Öllum böndum er velkomið að taka þátt, óháð því hvernig tónlist þau spila eða hvort þau hafi gefi út efni, eina skilyrðið er að hver hljómsveit þurfi að spila tvö frumsamin lög. „Það eru mikið til ung bönd sem taka þátt í svona keppni, en meirihlutinn af nöfnunum sem eru skráð til leiks hjá okkur eru hljómsveitir sem margir þekkja," segir Franz og bætir við að það sé til mikils að vinna því auk fjölda vinninga í keppninni hérna heima fyrir, eru verðlaunin í keppninni úti peningaupphæð að andvirði rúmlega tólf milljón króna. tinnaros@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira