Tónlist

Frusciante fjarverandi

John Frusciante með fyrrum félögum sínum.
John Frusciante með fyrrum félögum sínum.
John Frusciante, fyrrum gítarleikari Red Hot Chili Peppers, verður ekki viðstaddur þegar hljómsveitin verður vígð inn í Frægðarhöll rokksins í apríl.

Aðrar hljómsveitir sem fá inngöngu í höllina verða Faces/Small Faces, Guns N"Roses og Beastie Boys. Að sögn trommuleikarans Chads Smith ætlar Frusciante ekki að mæta þrátt fyrir að flestir fyrrum meðlimir Red Hot muni láta sjá sig. Frusciante yfirgaf hljómsveitina og ákvað að einbeita sér að sólóferli sínum áður en upptökur á nýjustu plötunni I"m With You hófust. Í skarð hans hljóp Josh Klinghoffer.

„Honum fannst eitthvað skrítið að mæta og við virðum alveg þá skoðun hans,“ sagði Smith við Billboard. „Hann er þannig náungi að þegar hann hefur lokið einhverju snýr hann sér alfarið að næsta verkefni. Hann er eiginlega ekkert að spá í Red Hot Chili Peppers núna.“

Frusciante spilaði inn á fimm hljóðversplötur með hljómsveitinni á árunum 1989 til 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×