Þær náðu mér allavega ekki í þetta skiptið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2012 06:00 Fanndís Friðriksdóttir var hetja íslenska liðsins í gær. Mynd/Nordic Photos/Getty Íslenska kvennalandsliðið spilar um fimmta sætið í Algarve-bikarnum í ár eftir 1-0 sigur á Kína í lokaleik riðilsins í gær. Fanndís Friðriksdóttir kom inn á sem varamaður og tryggði íslenska liðinu leik um fimmta sætið sem verður á móti Dönum á miðvikudaginn. Fanndís hafði ekki náð að skora í fyrstu 23 landsleikjum sínum með A-landsliðinu og Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari ákvað að taka hana út úr byrjunarliðinu en Fanndís byrjaði bæði gegn Þjóðverjum og Svíum. „Ég var búin að bíða svolítið eftir þessu marki. Nú er gaman að þetta sé komið og vonandi koma fleiri í kjölfarið. Ég var búin að vera í byrjunarliðinu í tveimur fyrstu leikjunum en svo var ég tekin út fyrir þennan leik. Þá er gott að geta sýnt það að maður vill vera inni á vellinum," sagði Fanndís. „Fanndís hefur mest verið á kantinum hjá okkur en hefur langað að spila frammi veit ég. Hún nýtti tækifærið vel þegar hún fékk að fara fram. Það er mjög jákvætt. Við stólum mikið á markaskorunina hjá Margréti Láru og Hólmfríði og það er mjög jákvætt ef fleiri leikmenn taka ábyrgð á því að skora mörk. Hún kláraði færið sitt mjög vel og þær komu mjög sterkar inn í framlínuna, Fanndís og Harpa," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari, en kínversku stelpurnar björguðu á marklínu frá Hörpu Þorsteinsdóttur skömmu áður en Fanndís skoraði. Hólmfríður Magnúsdóttir átti stoðsendinguna á Fanndísi í markinu og hefur því lagt upp bæði mörk íslenska liðsins á mótinu. „Fríða gaf gullfallega sendingu inn fyrir og ég kláraði með vinstri. Ég setti boltann milli lappanna á markverðinum, það er klassík. Við vorum miklu betri allan tímann og hefðum getað verið búnar að skora eitt til tvö mörk," sagði Fanndís kát en hún er eldfljót og þær eru ekki margar sem ná henni þegar hún er komin á ferðina. „Þær náðu mér allavega ekki í þetta skiptið," sagði Fanndís hlæjandi. Sigurður Ragnar var ánægður með leik íslenska liðsins. „Þær spiluðu mjög vel. Við vorum að prófa 4-4-2 og ég var ánægður með að það gekk svona vel. Við héldum skipulaginu mjög vel og þær voru að berjast og hlaupa fyrir hver aðra. Ég held að það hafi skilað þessum sigri í lokin að þær héldu alltaf áfram," sagði Sigurður Ragnar og fram undan er leikur um fimmta sætið á móti Dönum á morgun. „Við viljum fá sem mest af leikjum á móti sterkum liðum því þangað erum við að stefna. Ég er mjög ánægður með að við mætum Danmörku. Það er hörkugott lið og verður gott próf fyrir okkur," sagði Sigurður Ragnar. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið spilar um fimmta sætið í Algarve-bikarnum í ár eftir 1-0 sigur á Kína í lokaleik riðilsins í gær. Fanndís Friðriksdóttir kom inn á sem varamaður og tryggði íslenska liðinu leik um fimmta sætið sem verður á móti Dönum á miðvikudaginn. Fanndís hafði ekki náð að skora í fyrstu 23 landsleikjum sínum með A-landsliðinu og Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari ákvað að taka hana út úr byrjunarliðinu en Fanndís byrjaði bæði gegn Þjóðverjum og Svíum. „Ég var búin að bíða svolítið eftir þessu marki. Nú er gaman að þetta sé komið og vonandi koma fleiri í kjölfarið. Ég var búin að vera í byrjunarliðinu í tveimur fyrstu leikjunum en svo var ég tekin út fyrir þennan leik. Þá er gott að geta sýnt það að maður vill vera inni á vellinum," sagði Fanndís. „Fanndís hefur mest verið á kantinum hjá okkur en hefur langað að spila frammi veit ég. Hún nýtti tækifærið vel þegar hún fékk að fara fram. Það er mjög jákvætt. Við stólum mikið á markaskorunina hjá Margréti Láru og Hólmfríði og það er mjög jákvætt ef fleiri leikmenn taka ábyrgð á því að skora mörk. Hún kláraði færið sitt mjög vel og þær komu mjög sterkar inn í framlínuna, Fanndís og Harpa," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari, en kínversku stelpurnar björguðu á marklínu frá Hörpu Þorsteinsdóttur skömmu áður en Fanndís skoraði. Hólmfríður Magnúsdóttir átti stoðsendinguna á Fanndísi í markinu og hefur því lagt upp bæði mörk íslenska liðsins á mótinu. „Fríða gaf gullfallega sendingu inn fyrir og ég kláraði með vinstri. Ég setti boltann milli lappanna á markverðinum, það er klassík. Við vorum miklu betri allan tímann og hefðum getað verið búnar að skora eitt til tvö mörk," sagði Fanndís kát en hún er eldfljót og þær eru ekki margar sem ná henni þegar hún er komin á ferðina. „Þær náðu mér allavega ekki í þetta skiptið," sagði Fanndís hlæjandi. Sigurður Ragnar var ánægður með leik íslenska liðsins. „Þær spiluðu mjög vel. Við vorum að prófa 4-4-2 og ég var ánægður með að það gekk svona vel. Við héldum skipulaginu mjög vel og þær voru að berjast og hlaupa fyrir hver aðra. Ég held að það hafi skilað þessum sigri í lokin að þær héldu alltaf áfram," sagði Sigurður Ragnar og fram undan er leikur um fimmta sætið á móti Dönum á morgun. „Við viljum fá sem mest af leikjum á móti sterkum liðum því þangað erum við að stefna. Ég er mjög ánægður með að við mætum Danmörku. Það er hörkugott lið og verður gott próf fyrir okkur," sagði Sigurður Ragnar.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira