Samstarf Bigga og John Grant vindur upp á sig 5. mars 2012 12:30 „Við erum að vinna í plötunni hans. Þetta er búið að vera mjög gaman," segir Biggi Veira. Upptökur á nýjustu plötu bandaríska tónlistarmannsins John Grant hafa farið fram að undanförnu hér á landi og er útgáfa fyrirhuguð í haust. Biggi Veira úr GusGus hefur verið Grant til halds og trausts, bæði sem upptökustjóri og meðhöfundur laganna. „Við náum vel saman. Við erum fæddir á svipuðum tíma og erum á svipuðum slóðum í tónlistinni," segir Biggi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í fyrra kynntust þeir þegar Grant spilaði á Iceland Airwaves síðasta haust. Grant er mikill aðdáandi GusGus og óskaði eftir fundi með Bigga, sem var hið minnsta mál. Þeir ákváðu að hittast aftur í janúar og ætlaði Biggi að hjálpa honum eitthvað með plötuna. „Við unnum fimm lög og upp frá því var hann afskaplega ánægður," segir Biggi. Síðan þá hefur samstarfið undið upp á sig. Í staðinn fyrir að klára plötuna í Texas ákvað Grant að halda upptökunum áfram hér á landi með Bigga. Hann verður búsettur á Íslandi fram á sumar en tónleikar með honum verða í Háskólabíói 19. júlí þar sem afrakstur samstarfsins verður vafalítið frumfluttur. Þessi nýja plata fylgir í kjölfar Queen of Denmark sem fékk góða dóma og var kjörin plata ársins 2010 af breska tónlistartímaritinu Mojo. Margir bíða hennar því með mikilli eftirvæntingu. Grant sagði í nýlegu viðtali við BBC að hann og Biggi hafi smollið saman enda báðir hrifnir af tónlist hvors annars. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Við erum að vinna í plötunni hans. Þetta er búið að vera mjög gaman," segir Biggi Veira. Upptökur á nýjustu plötu bandaríska tónlistarmannsins John Grant hafa farið fram að undanförnu hér á landi og er útgáfa fyrirhuguð í haust. Biggi Veira úr GusGus hefur verið Grant til halds og trausts, bæði sem upptökustjóri og meðhöfundur laganna. „Við náum vel saman. Við erum fæddir á svipuðum tíma og erum á svipuðum slóðum í tónlistinni," segir Biggi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í fyrra kynntust þeir þegar Grant spilaði á Iceland Airwaves síðasta haust. Grant er mikill aðdáandi GusGus og óskaði eftir fundi með Bigga, sem var hið minnsta mál. Þeir ákváðu að hittast aftur í janúar og ætlaði Biggi að hjálpa honum eitthvað með plötuna. „Við unnum fimm lög og upp frá því var hann afskaplega ánægður," segir Biggi. Síðan þá hefur samstarfið undið upp á sig. Í staðinn fyrir að klára plötuna í Texas ákvað Grant að halda upptökunum áfram hér á landi með Bigga. Hann verður búsettur á Íslandi fram á sumar en tónleikar með honum verða í Háskólabíói 19. júlí þar sem afrakstur samstarfsins verður vafalítið frumfluttur. Þessi nýja plata fylgir í kjölfar Queen of Denmark sem fékk góða dóma og var kjörin plata ársins 2010 af breska tónlistartímaritinu Mojo. Margir bíða hennar því með mikilli eftirvæntingu. Grant sagði í nýlegu viðtali við BBC að hann og Biggi hafi smollið saman enda báðir hrifnir af tónlist hvors annars. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira