Nýi Landspítalinn: "Heldur þann versta…“ 25. febrúar 2012 06:00 Flestum mun kunnugt um að fyrir liggja áætlanir um að byggja upp nýjan Landspítala við Hringbraut. Nefndir hafa verið aðrir möguleikar á staðsetningu t.d. Vífilsstaðir, Keldnaholt og fleiri en ekki hefur verið léð máls á þeim tillögum. Undirrituð og fleiri hafa bent á að staðarvalið sé stór mistök ekki síst með hliðsjón af umferð. Miklabrautin/Hringbrautin og Bústaðavegur eru sennilega mestu umferðargötur höfuðborgarinnar og mikill farartálmi bæði í nútíð og framtíð. Eftirfarandi tafla sem fengin er frá Umferðar- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar sýnir sniðtalningar sl. 10 ára þ.e. umferðarmagn (metin sólarhringsumferð, allir straumar í gatnamótum) á stærstu umferðarljósagatnamótum borgarinnar: Af töflunni má ráða að umferðarþungi á götum Reykjavíkur er þyngstur einmitt næst þeim stað sem valinn hefur verið fyrir hinn Nýja Landspítala við Hringbraut. Þessar tölur koma samt ekki á óvart þar sem öllum sem leið eiga um Miklubraut/Hringbraut og Bústaðaveg er kunnugt um hvernig umferðin mjakast áfram um þessar götur á flestum tímum dagsins. Aðkoman að Nýjum Landspítala við Hringbraut (sem vonandi mun aldrei verða byggður þar) er þannig skelfileg jafnt fyrir sjúklinga, heimsóknargesti, starfsfólk og síðast en ekki síst fyrir sjúkraflutninga. Ástandið á eftir að versna, bílafjöldi eykst og umferð mun aukast t.d. með tilkomu Háskólans í Reykjavík, nýrra stúdentagarða, Hörpunnar og fjölgun ferðamanna. Fyrirhugað er að reisa 250 rúma hótel við hlið Hörpunnar, sótt hefur verið um leyfi til byggingar 300 rúma hótels við rætur Öskjuhlíðar, við Keiluhöllina. Þrengslin á götunum umhverfis Vatnsmýrina munu aukast ár frá ári. Reykjavíkurborg hefur þegar gefið út yfirlýsingu um að meiri háttar gatnagerð sé ekki á framkvæmdaáætlun næstu 10-15 árin. Var þeim sem tóku ákvörðun um staðarval hins Nýja Landspítala við Hringbraut kunnugt um umferðarþungann sem ofangreind tafla sýnir? Það verður að draga í efa. Var leitað álits sjúkraflutningamanna? Það eru jú þeir sem betur en aðrir þekkja þessa mestu farartálma Reykjavíkur og hve sjúkraflutningar um ofangreindar umferðaræðar geta verið tímafrekir og erfiðir á öllum tímum sólarhrings. Flutningstími bráðveikra eða slasaðra sjúklinga frá heimili eða slysstað að bráðamóttöku sjúkrahúss getur oft skipt höfuðmáli varðandi það hvernig sjúklingnum reiðir af. Flestum er kunnugt um að hver mínúta sem líður áður en sjúklingur með bráðan kransæðasjúkdóm kemst á sjúkrahús getur verið afdrifarík. Mestu máli skiptir að flutningstíminn sé sem allra stystur. Verði Landspítalinn byggður við Hringbraut er hverjum manni ljóst að sjúkraflutningar munu verða tímafrekari innan þessa þrengsta og umferðarþyngsta hluta höfuðborgarinnar, heldur en þar sem umferðaræðar eru greiðari og aðgengi betra eins og t.d. að Vífilsstöðum eða Keldnaholti eða þess vegna í Fossvoginum. Í þessu samhengi er höfð í huga áætluð framtíðarsýn á íbúabyggð á höfuðborgarsvæðinu sem og umferðarþungi eftir stofnbrautum. Tökum dæmi: Bráðveikan sjúkling eða illa slasaðan þarf að flytja frá vettvangi í Grafarvogi, Breiðholti, Mosfellsbæ, Akranesi eða Selfossi. Það tekur tímann X að flytja sjúklinginn að Vífilsstöðum, en að minnsta kosti 10 mínútum lengur, eða tímann X+10 mínútur að Hringbrautinni, vegna meiri vegalengdar og hins mikla umferðarþunga á leiðinni eftir Miklubraut/Hringbraut. Þessi viðbótartími, 10 mínútur, getur skipt sköpum varðandi lífslíkur eða batahorfur sjúklingsins í sjúkrabílnum. Hver vill taka ábyrgð á mannslífi eða heilsutjóni sem af slíkri töf á sjúkraflutningi getur leitt? Stjórnendur Landspítalans? Velferðarráðherra? Alþingi? Greinarhöfundar hafa fyrr fært ítarlegar og vel rökstuddar ástæður fyrir því hvers vegna nýr Landspítali eigi ekki að rísa við Hringbraut. Það er versta staðsetningin af öllum þeim sem nefndar hafa verið. En svo virðist sem þeir sem tóku ákvörðun um staðarvalið hafi verið með svipað hugarfar og Snæfríður Íslandssól þegar velja skyldi henni mannsefni: „Heldur þann versta en þann næstbesta" sagði hún þegar faðir hennar spurði hana 17 ára gamla hvers vegna hún vildi ekki Dómkirkjuprestinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Flestum mun kunnugt um að fyrir liggja áætlanir um að byggja upp nýjan Landspítala við Hringbraut. Nefndir hafa verið aðrir möguleikar á staðsetningu t.d. Vífilsstaðir, Keldnaholt og fleiri en ekki hefur verið léð máls á þeim tillögum. Undirrituð og fleiri hafa bent á að staðarvalið sé stór mistök ekki síst með hliðsjón af umferð. Miklabrautin/Hringbrautin og Bústaðavegur eru sennilega mestu umferðargötur höfuðborgarinnar og mikill farartálmi bæði í nútíð og framtíð. Eftirfarandi tafla sem fengin er frá Umferðar- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar sýnir sniðtalningar sl. 10 ára þ.e. umferðarmagn (metin sólarhringsumferð, allir straumar í gatnamótum) á stærstu umferðarljósagatnamótum borgarinnar: Af töflunni má ráða að umferðarþungi á götum Reykjavíkur er þyngstur einmitt næst þeim stað sem valinn hefur verið fyrir hinn Nýja Landspítala við Hringbraut. Þessar tölur koma samt ekki á óvart þar sem öllum sem leið eiga um Miklubraut/Hringbraut og Bústaðaveg er kunnugt um hvernig umferðin mjakast áfram um þessar götur á flestum tímum dagsins. Aðkoman að Nýjum Landspítala við Hringbraut (sem vonandi mun aldrei verða byggður þar) er þannig skelfileg jafnt fyrir sjúklinga, heimsóknargesti, starfsfólk og síðast en ekki síst fyrir sjúkraflutninga. Ástandið á eftir að versna, bílafjöldi eykst og umferð mun aukast t.d. með tilkomu Háskólans í Reykjavík, nýrra stúdentagarða, Hörpunnar og fjölgun ferðamanna. Fyrirhugað er að reisa 250 rúma hótel við hlið Hörpunnar, sótt hefur verið um leyfi til byggingar 300 rúma hótels við rætur Öskjuhlíðar, við Keiluhöllina. Þrengslin á götunum umhverfis Vatnsmýrina munu aukast ár frá ári. Reykjavíkurborg hefur þegar gefið út yfirlýsingu um að meiri háttar gatnagerð sé ekki á framkvæmdaáætlun næstu 10-15 árin. Var þeim sem tóku ákvörðun um staðarval hins Nýja Landspítala við Hringbraut kunnugt um umferðarþungann sem ofangreind tafla sýnir? Það verður að draga í efa. Var leitað álits sjúkraflutningamanna? Það eru jú þeir sem betur en aðrir þekkja þessa mestu farartálma Reykjavíkur og hve sjúkraflutningar um ofangreindar umferðaræðar geta verið tímafrekir og erfiðir á öllum tímum sólarhrings. Flutningstími bráðveikra eða slasaðra sjúklinga frá heimili eða slysstað að bráðamóttöku sjúkrahúss getur oft skipt höfuðmáli varðandi það hvernig sjúklingnum reiðir af. Flestum er kunnugt um að hver mínúta sem líður áður en sjúklingur með bráðan kransæðasjúkdóm kemst á sjúkrahús getur verið afdrifarík. Mestu máli skiptir að flutningstíminn sé sem allra stystur. Verði Landspítalinn byggður við Hringbraut er hverjum manni ljóst að sjúkraflutningar munu verða tímafrekari innan þessa þrengsta og umferðarþyngsta hluta höfuðborgarinnar, heldur en þar sem umferðaræðar eru greiðari og aðgengi betra eins og t.d. að Vífilsstöðum eða Keldnaholti eða þess vegna í Fossvoginum. Í þessu samhengi er höfð í huga áætluð framtíðarsýn á íbúabyggð á höfuðborgarsvæðinu sem og umferðarþungi eftir stofnbrautum. Tökum dæmi: Bráðveikan sjúkling eða illa slasaðan þarf að flytja frá vettvangi í Grafarvogi, Breiðholti, Mosfellsbæ, Akranesi eða Selfossi. Það tekur tímann X að flytja sjúklinginn að Vífilsstöðum, en að minnsta kosti 10 mínútum lengur, eða tímann X+10 mínútur að Hringbrautinni, vegna meiri vegalengdar og hins mikla umferðarþunga á leiðinni eftir Miklubraut/Hringbraut. Þessi viðbótartími, 10 mínútur, getur skipt sköpum varðandi lífslíkur eða batahorfur sjúklingsins í sjúkrabílnum. Hver vill taka ábyrgð á mannslífi eða heilsutjóni sem af slíkri töf á sjúkraflutningi getur leitt? Stjórnendur Landspítalans? Velferðarráðherra? Alþingi? Greinarhöfundar hafa fyrr fært ítarlegar og vel rökstuddar ástæður fyrir því hvers vegna nýr Landspítali eigi ekki að rísa við Hringbraut. Það er versta staðsetningin af öllum þeim sem nefndar hafa verið. En svo virðist sem þeir sem tóku ákvörðun um staðarvalið hafi verið með svipað hugarfar og Snæfríður Íslandssól þegar velja skyldi henni mannsefni: „Heldur þann versta en þann næstbesta" sagði hún þegar faðir hennar spurði hana 17 ára gamla hvers vegna hún vildi ekki Dómkirkjuprestinn.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun