Rokk í geðveikinni í Crossfit 24. febrúar 2012 08:00 góður árangur Arnar varð í áttunda sæti í karlaflokki í Crossfit mótinu sem fram fór um síðustu helgi. Hann er einnig gítarleikari hljómsveitarinnar Sign. Gítarleikarinn Arnar Grétarsson lagði bjórinn á hilluna og hellti sér út í Crossfit. Hljómsveitin hans Sign er þó ekki hætt og situr á miklu magni af efni. Heilsa „Ég fæ alls konar flugur í hausinn, og allt í einu langaði mig bara að verða góður í Crossfit," segir Arnar Grétarsson, gítarleikari hljómsveitarinnar Sign og meðlimur í keppnisliðinu Dóra í Crossfit. Arnar æfir sex til átta sinnum í viku í Crossfit Sport í Kópavogi og segir mataræðið hafa breyst sjálfkrafa með auknum æfingum. „Svo er orðið algjört spari að fara á fyllerí. Ég hef til dæmis ekkert drukkið það sem af er ári, en áfengi og Crossfitt fara ekki vel saman. Ég fæ mér þó í glas við viss tilefni og þá gefur maður líka allt í þetta," segir Arnar sem var að eigin sögn duglegur að sækja barina áður fyrr. Á Crossfit-leikunum um síðustu helgi lenti Arnar í áttunda sæti í karlaflokki, en þar kepptu 86 fílefldir karlar. Árangurinn er sérstaklega áhugaverður í ljósi þess að aðeins átta mánuðir eru síðan hann byrjaði í crossfit. Arnar segir ýmislegt líkt með crossfit og rokkinu. „Það er nú ákveðið rokk í geðveikinni í Crossfit. En svo er til dæmis þessi ólýsanlegi aukakraftur sem maður fær út úr því að spila fyrir áhorfendur. Ég fann líka fyrir því við að gera æfingar fyrir framan áhorfendur um helgina," segir Arnar, en bætir þó við að hann hafi hlaupið á sig í seinustu greininni og sprengt sig of fljótt með þeim afleiðingum að hann var fjarri því að ná sínum besta árangri. Hljómsveit Arnars, Sign, er nú í pásu en þó hvergi nærri hætt. „Við eigum fullt af efni sem við komum til með að gefa út, en það hefur ekkert verið ákveðið hvenær," segir Arnar sem stefnir á að klára listnám við Iðnskólann í Hafnarfirði í vor og í framhaldi læra arkitektúr erlendis. En óttast Arnar ekkert að heilsusamlega lífernið fari forgörðum þegar Sign kemur saman aftur? „Nei alls ekki. Crossfit kennir manni að nota náttúruna til að halda sér við þannig að ef ég væri að túra gæti ég þess vegna skokkað niður að strönd og lyft steinum. Svo er ég líka kominn með kærustu og orðinn rólegri," segir Arnar og bætir við að þó að menn séu rokkarar þurfi þeir ekki að djamma öll kvöld. tinnaros@frettabladid.is Lífið Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fleiri fréttir Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Sjá meira
Gítarleikarinn Arnar Grétarsson lagði bjórinn á hilluna og hellti sér út í Crossfit. Hljómsveitin hans Sign er þó ekki hætt og situr á miklu magni af efni. Heilsa „Ég fæ alls konar flugur í hausinn, og allt í einu langaði mig bara að verða góður í Crossfit," segir Arnar Grétarsson, gítarleikari hljómsveitarinnar Sign og meðlimur í keppnisliðinu Dóra í Crossfit. Arnar æfir sex til átta sinnum í viku í Crossfit Sport í Kópavogi og segir mataræðið hafa breyst sjálfkrafa með auknum æfingum. „Svo er orðið algjört spari að fara á fyllerí. Ég hef til dæmis ekkert drukkið það sem af er ári, en áfengi og Crossfitt fara ekki vel saman. Ég fæ mér þó í glas við viss tilefni og þá gefur maður líka allt í þetta," segir Arnar sem var að eigin sögn duglegur að sækja barina áður fyrr. Á Crossfit-leikunum um síðustu helgi lenti Arnar í áttunda sæti í karlaflokki, en þar kepptu 86 fílefldir karlar. Árangurinn er sérstaklega áhugaverður í ljósi þess að aðeins átta mánuðir eru síðan hann byrjaði í crossfit. Arnar segir ýmislegt líkt með crossfit og rokkinu. „Það er nú ákveðið rokk í geðveikinni í Crossfit. En svo er til dæmis þessi ólýsanlegi aukakraftur sem maður fær út úr því að spila fyrir áhorfendur. Ég fann líka fyrir því við að gera æfingar fyrir framan áhorfendur um helgina," segir Arnar, en bætir þó við að hann hafi hlaupið á sig í seinustu greininni og sprengt sig of fljótt með þeim afleiðingum að hann var fjarri því að ná sínum besta árangri. Hljómsveit Arnars, Sign, er nú í pásu en þó hvergi nærri hætt. „Við eigum fullt af efni sem við komum til með að gefa út, en það hefur ekkert verið ákveðið hvenær," segir Arnar sem stefnir á að klára listnám við Iðnskólann í Hafnarfirði í vor og í framhaldi læra arkitektúr erlendis. En óttast Arnar ekkert að heilsusamlega lífernið fari forgörðum þegar Sign kemur saman aftur? „Nei alls ekki. Crossfit kennir manni að nota náttúruna til að halda sér við þannig að ef ég væri að túra gæti ég þess vegna skokkað niður að strönd og lyft steinum. Svo er ég líka kominn með kærustu og orðinn rólegri," segir Arnar og bætir við að þó að menn séu rokkarar þurfi þeir ekki að djamma öll kvöld. tinnaros@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fleiri fréttir Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Sjá meira