Þjóð of heimsk fyrir lýðræðið Lýður Árnason skrifar 23. febrúar 2012 06:00 Áberandi er andstaða stjórnarandstöðunnar við frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár. Einnig margra fræðimanna sem vara við að það fari óbreytt í þjóðaratkvæði. Afdráttarlaust er nýja stjórnarskráin sögð of flókin eða hrein tilraunastarfsemi. Lítum á dæmi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks saka þingnefndina sem ákvarðar framhald stjórnarskrárinnar um tilraunastarfsemi í sambandi við stjórnarskrárbreytingar. Fulltrúi Framsóknarflokks í þingnefndinni er hreinskilinn í þeirri afstöðu sinni að frumvarp stjórnlagaráðs sé ólesið bull. En starf stjórnlagaráðs byggir á hundruðum blaðsíðna fræðimanna frá mismunandi tímum, allt frá stofnun Bandaríkjanna fram á okkar dag. Starf stjórnlagaráðs byggir á yfirlestri stjórnarskráa fjölmargra landa frá ýmsum tímum, starf stjórnlagaráðs byggir á tveimur hnausþykkum bindum stjórnlaganefndar sem voru einkar gagnleg, starf stjórnlagaráðs byggir á endurreisnarþrá eigin þjóðar í kjölfar hruns, samnefnurum þjóðfundar og umfram allt á óháðum fulltrúum sem kosnir voru af þjóðinni. Þetta er því engin tilraunastarfsemi heldur vel ígrundað ferli. Lagatæknir sem sat í stjórnlaganefnd segir að í nýju stjórnarskránni séu einfaldlega of mörg flókin og stefnumótandi atriði tekin saman á einn stað til að hægt sé að ætlast til þess að þeim verði svarað af eða á. Að taka til stefnumótandi atriði á einn stað finnst mér einmitt vera uppskrift að stjórnarskrá. Við getum deilt um hvort þau séu of mörg og flókin en læs þjóð getur myndað sér skoðun á því. Að mínum dómi er ekkert flókið í hinni nýju stjórnarskrá. Þvert á móti er hún mjög skýr og einföld. Því mun þjóðin kynnast verði af þjóðaratkvæðagreiðslu. En slík atkvæðagreiðsla verður að vera um frumvarpið í heild því hálfsamþykkt stjórnarskrá gerir lítið annað en að færa þjóðina aftur á byrjunarreit. Þingið gæti hæglega sofið á slíku í 70 ár til viðbótar. Reyndar hugnast það mörgum og ástæðan þessi: Verði engin þjóðaratkvæðagreiðsla gefur það valdhöfum valfrelsi. Verði þjóðaratkvæðagreiðsla um annað en heildina verður útkoman matskennd og aftur fá valdhafar valfrelsi. Þjóðaratkvæðagreiðsla um hina nýju stjórnarskrá, óbreytta, mun hinsvegar leggja Alþingi línur. Því er reynt að leggja stein í götu nýrrar stjórnarskrár vegna þess að verði hún samþykkt færir hún í öllum sínum einfaldleika vendipunktinn nær þjóðinni. Kynningarátak í aðdraganda atkvæðagreiðslu mun skila nýrri stjórnarskrá inn á hvert heimili í landinu. Þá mun hver sem vill dæma sjálfur um ágæti frumvarpsins. Sjálfskipaðir vizkubrunnar ættu að hætta þeim leiða sið að ákveða heimsku þessarar þjóðar, leyfum henni að gera það sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Áberandi er andstaða stjórnarandstöðunnar við frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár. Einnig margra fræðimanna sem vara við að það fari óbreytt í þjóðaratkvæði. Afdráttarlaust er nýja stjórnarskráin sögð of flókin eða hrein tilraunastarfsemi. Lítum á dæmi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks saka þingnefndina sem ákvarðar framhald stjórnarskrárinnar um tilraunastarfsemi í sambandi við stjórnarskrárbreytingar. Fulltrúi Framsóknarflokks í þingnefndinni er hreinskilinn í þeirri afstöðu sinni að frumvarp stjórnlagaráðs sé ólesið bull. En starf stjórnlagaráðs byggir á hundruðum blaðsíðna fræðimanna frá mismunandi tímum, allt frá stofnun Bandaríkjanna fram á okkar dag. Starf stjórnlagaráðs byggir á yfirlestri stjórnarskráa fjölmargra landa frá ýmsum tímum, starf stjórnlagaráðs byggir á tveimur hnausþykkum bindum stjórnlaganefndar sem voru einkar gagnleg, starf stjórnlagaráðs byggir á endurreisnarþrá eigin þjóðar í kjölfar hruns, samnefnurum þjóðfundar og umfram allt á óháðum fulltrúum sem kosnir voru af þjóðinni. Þetta er því engin tilraunastarfsemi heldur vel ígrundað ferli. Lagatæknir sem sat í stjórnlaganefnd segir að í nýju stjórnarskránni séu einfaldlega of mörg flókin og stefnumótandi atriði tekin saman á einn stað til að hægt sé að ætlast til þess að þeim verði svarað af eða á. Að taka til stefnumótandi atriði á einn stað finnst mér einmitt vera uppskrift að stjórnarskrá. Við getum deilt um hvort þau séu of mörg og flókin en læs þjóð getur myndað sér skoðun á því. Að mínum dómi er ekkert flókið í hinni nýju stjórnarskrá. Þvert á móti er hún mjög skýr og einföld. Því mun þjóðin kynnast verði af þjóðaratkvæðagreiðslu. En slík atkvæðagreiðsla verður að vera um frumvarpið í heild því hálfsamþykkt stjórnarskrá gerir lítið annað en að færa þjóðina aftur á byrjunarreit. Þingið gæti hæglega sofið á slíku í 70 ár til viðbótar. Reyndar hugnast það mörgum og ástæðan þessi: Verði engin þjóðaratkvæðagreiðsla gefur það valdhöfum valfrelsi. Verði þjóðaratkvæðagreiðsla um annað en heildina verður útkoman matskennd og aftur fá valdhafar valfrelsi. Þjóðaratkvæðagreiðsla um hina nýju stjórnarskrá, óbreytta, mun hinsvegar leggja Alþingi línur. Því er reynt að leggja stein í götu nýrrar stjórnarskrár vegna þess að verði hún samþykkt færir hún í öllum sínum einfaldleika vendipunktinn nær þjóðinni. Kynningarátak í aðdraganda atkvæðagreiðslu mun skila nýrri stjórnarskrá inn á hvert heimili í landinu. Þá mun hver sem vill dæma sjálfur um ágæti frumvarpsins. Sjálfskipaðir vizkubrunnar ættu að hætta þeim leiða sið að ákveða heimsku þessarar þjóðar, leyfum henni að gera það sjálf.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar