Járnkonan Halldóra lýsir Formúlu eitt 23. febrúar 2012 15:00 Halldóra lýsir formúlunni ásamt Rúnari Jónssyni. „Þetta er rosalega spennandi, enda taka sex fyrrverandi heimsmeistarar þátt á þessu keppnistímabili," segir Halldóra Matthíasdóttir en hún, ásamt Rúnari Jónssyni, tekur við sem stjórnandi Formúlunnar á Stöð 2 Sport frá og með vorinu. Þau munu taka við af Gunnlaugi Rögnvaldssyni sem hefur séð um Formúluna hjá 365 síðan árið 2008. Halldóra verður Rúnari til halds og trausts í lýsingum á keppnum og í tímatökum. Hún er þó ekki alveg blaut á bak við eyrun þegar kemur að dagskrárgerð í Formúlunni. „Ég hef áður verið í tveimur þáttum sem kallast Við rásmarkið og Við endamarkið og hef verið að aðstoða við klippingar og tölfræði síðustu tvö ár," segir hún. Halldóra hefur sjálf aldrei keppt í akstursíþróttum en hún er áhugamanneskja um mótorhjól. Hún segir áhuga sinn á Formúlunni hafi kviknað sumarið 1998. „Þá var ég í Hamburg að fylgjast með keppni, en þar voru Schumacher og Häkkinen að berjast um heimsmeistaratitilinn." Halldóra hefur í nægu að snúast og þykir leitt að missa af keppni. „Ég er að fara að taka þátt í Parísarmaraþoni þann 15. apríl og þá missi ég af keppni í Sjanghæ í Kína." Halldóra er mikil íþróttamanneskja og er nú að undirbúa sig undir þátttöku í hálfum Járnkarli sem fer fram þann 22. júlí. „Ég hef aldrei tekið þátt áður þannig að ég er á fullu að synda, hjóla og hlaupa til að undirbúa mig. Ég æfi með Þríþrautarfélagi Ægis í sundi og hleyp með hlaupahópnum Bíddu aðeins," segir Halldóra. Formúlan hefst að nýju í mars og allar keppnir ársins verða sýndar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í opinni dagskrá. Lífið Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
„Þetta er rosalega spennandi, enda taka sex fyrrverandi heimsmeistarar þátt á þessu keppnistímabili," segir Halldóra Matthíasdóttir en hún, ásamt Rúnari Jónssyni, tekur við sem stjórnandi Formúlunnar á Stöð 2 Sport frá og með vorinu. Þau munu taka við af Gunnlaugi Rögnvaldssyni sem hefur séð um Formúluna hjá 365 síðan árið 2008. Halldóra verður Rúnari til halds og trausts í lýsingum á keppnum og í tímatökum. Hún er þó ekki alveg blaut á bak við eyrun þegar kemur að dagskrárgerð í Formúlunni. „Ég hef áður verið í tveimur þáttum sem kallast Við rásmarkið og Við endamarkið og hef verið að aðstoða við klippingar og tölfræði síðustu tvö ár," segir hún. Halldóra hefur sjálf aldrei keppt í akstursíþróttum en hún er áhugamanneskja um mótorhjól. Hún segir áhuga sinn á Formúlunni hafi kviknað sumarið 1998. „Þá var ég í Hamburg að fylgjast með keppni, en þar voru Schumacher og Häkkinen að berjast um heimsmeistaratitilinn." Halldóra hefur í nægu að snúast og þykir leitt að missa af keppni. „Ég er að fara að taka þátt í Parísarmaraþoni þann 15. apríl og þá missi ég af keppni í Sjanghæ í Kína." Halldóra er mikil íþróttamanneskja og er nú að undirbúa sig undir þátttöku í hálfum Járnkarli sem fer fram þann 22. júlí. „Ég hef aldrei tekið þátt áður þannig að ég er á fullu að synda, hjóla og hlaupa til að undirbúa mig. Ég æfi með Þríþrautarfélagi Ægis í sundi og hleyp með hlaupahópnum Bíddu aðeins," segir Halldóra. Formúlan hefst að nýju í mars og allar keppnir ársins verða sýndar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í opinni dagskrá.
Lífið Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira