Slaufur fyrir stelpur og mottulausa 23. febrúar 2012 14:00 Þær Ása Þórdís Ásgeirsdóttir, Irena Sveinsdóttir, Hrafnhildur Heiða Sandholt og Camilla Arnarsdóttir hafa hannað slaufur sem líkjast yfirvaraskeggi til styrktar átaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars. Fréttablaðið/Stefán Fjórar stúlkur í Fjölbrautaskóla Garðabæjar hafa útbúið skemmtilegar slaufur sem líkjast yfirvaraskeggi og selja til styrktar átaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars. Slaufurnar hafa slegið í gegn og þær íhuga nú að ráða saumakonu til að anna eftirspurn. „Viðtökurnar hafa verið framar okkar björtustu vonum og pöntunum rignir inn," segir Ása Þórdís Ásgeirsdóttir nemandi í frumkvöðlafræði við Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Slaufurnar hannaði Ása í félagi við skólasystur sínar, Irenu Sveinsdóttur, Hrafnhildi Heiðu Sandholt og Camillu Rut Arnarsdóttur. Slaufurnar tengja þær krabbameinsátakinu Mottumars, Karlmenn og krabbamein, og eru fyrir þá sem af einhverjum ástæðum ekki geta eða vilja safna yfirvaraskeggi en langar samt að leggja sitt af mörkum. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir tveimur árum síðan þegar kærastinn minn ætlaði að taka þátt í mottumars en var einfaldlega ekki með nógu gott yfirvaraskegg. Þá fattaði ég að það vantaði eitthvað fyrir þá sem geta ekki safnað skeggi," segir Ása en slaufurnar eru ætlaðar báðum kynjum og hitta vel á þar sem slaufur af öllum stærðum og gerðum eru einmitt í tísku þessa stundina. Verkefnið er hluti af námi stúlknanna í frumkvöðlafræði en 9. mars næstkomandi fara þær með verkefnið í eins konar vörukeppni þar sem þær etja kappi við aðra framhaldsskóla. Slaufurnar hafa verið mjög vinsælar og gerðu stelpurnar ráð fyrir að selja margar fyrir árshátíð skólans sem fer fram í kvöld. „Við erum að gera þetta í höndunum og sitjum sveittar við að sauma en það tekur um 20-30 mínútur að gera eina slaufu. Við erum byrjaðar að spá í að ráða saumakonu svo við náum að sinna öllum pöntunum og öðrum skólaverkefnum líka." Hver slaufa kostar 2.500 krónur og af því renna 500 krónur beint til Krabbameinsfélagsins. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið á Facebook-síðunni Arcos Slaufur en hægt er að leggja beint inn pöntun á póstfanginu arcos.ehf@gmail.com. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
Fjórar stúlkur í Fjölbrautaskóla Garðabæjar hafa útbúið skemmtilegar slaufur sem líkjast yfirvaraskeggi og selja til styrktar átaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars. Slaufurnar hafa slegið í gegn og þær íhuga nú að ráða saumakonu til að anna eftirspurn. „Viðtökurnar hafa verið framar okkar björtustu vonum og pöntunum rignir inn," segir Ása Þórdís Ásgeirsdóttir nemandi í frumkvöðlafræði við Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Slaufurnar hannaði Ása í félagi við skólasystur sínar, Irenu Sveinsdóttur, Hrafnhildi Heiðu Sandholt og Camillu Rut Arnarsdóttur. Slaufurnar tengja þær krabbameinsátakinu Mottumars, Karlmenn og krabbamein, og eru fyrir þá sem af einhverjum ástæðum ekki geta eða vilja safna yfirvaraskeggi en langar samt að leggja sitt af mörkum. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir tveimur árum síðan þegar kærastinn minn ætlaði að taka þátt í mottumars en var einfaldlega ekki með nógu gott yfirvaraskegg. Þá fattaði ég að það vantaði eitthvað fyrir þá sem geta ekki safnað skeggi," segir Ása en slaufurnar eru ætlaðar báðum kynjum og hitta vel á þar sem slaufur af öllum stærðum og gerðum eru einmitt í tísku þessa stundina. Verkefnið er hluti af námi stúlknanna í frumkvöðlafræði en 9. mars næstkomandi fara þær með verkefnið í eins konar vörukeppni þar sem þær etja kappi við aðra framhaldsskóla. Slaufurnar hafa verið mjög vinsælar og gerðu stelpurnar ráð fyrir að selja margar fyrir árshátíð skólans sem fer fram í kvöld. „Við erum að gera þetta í höndunum og sitjum sveittar við að sauma en það tekur um 20-30 mínútur að gera eina slaufu. Við erum byrjaðar að spá í að ráða saumakonu svo við náum að sinna öllum pöntunum og öðrum skólaverkefnum líka." Hver slaufa kostar 2.500 krónur og af því renna 500 krónur beint til Krabbameinsfélagsins. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið á Facebook-síðunni Arcos Slaufur en hægt er að leggja beint inn pöntun á póstfanginu arcos.ehf@gmail.com. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira