Lífið

Lést á tískusýningu

Tískuljónið Zelda Kaplan lést á sýningu á tískuvikunni í New York en hún var 95 ára gömul.
Tískuljónið Zelda Kaplan lést á sýningu á tískuvikunni í New York en hún var 95 ára gömul. Nordicphotos/Getty
Tískuljónið og frumkvöðullinn Zelda Kaplan lést á tískusýningu Joanna Mastroianni á tískuvikunni í New York. Kaplan, sem var 95 ára gömul, sat á fremstu röð á sýningunni er hún missti meðvitund og lést. Tískuheimurinn er í sorg vegna fráfalls Kaplan en hún var fastagestur á fremstu röð á tískuvikum um allan heim.

„Að hún hafi dáið á tískusýningu voru örlög. Hún lifði fyrir tísku og dó að lokum fyrir hana," segir Richie Rich vinur Kaplan við Daily Mail.

Stór sólgleraugu, litríkur fatnaður og áberandi höfuðföt var einkennandi fyrir stíl Kaplan, sem þrátt fyrir háan aldur var tíður gestur á næturklúbbum New York borgar. Kaplan má sjá bregða fyrir í heimildamyndinni Advanced Style Film sem verður frumsýnd í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×