Pistillinn: Ógreidd meðlög og símreikningar Hlynur Bæringsson skrifar 28. janúar 2012 06:00 Hlynur Bæringsson. Mynd/Valli Útlendingar í íslenska körfuboltanum eru eilíft þrætuefni innan körfuboltahreyfingarinnar, skiljanlega. Vera þeirra og hve margir þeir eru hefur mikil áhrif á það hvernig deildin lítur út. Ég mun eingöngu tala um Bandaríkjamenn, ég er á móti því að banna Evrópumönnum að spila á Íslandi, finnst það fáránlegt í ljósi allra þeirra Íslendinga sem njóta góðs af því að teljast ekki útlendingar í deildum Evrópu. Það eru ekki eingöngu atvinnumenn heldur líka þeir sem eru að sprikla með námi í neðri deildum í fjölmörgum íþróttum. Já, blessaðir Kanarnir. Þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Margir gefa mikið af sér bæði til síns klúbbs og til körfuboltans með því að færa leikinn upp á hærra stig og bæta þannig íslenska leikmenn, t.d. menn eins og Brenton Birmingham og Justin Shouse. Þeir eru líka ansi margir sem gleymast strax og skilja lítið eftir sig nema þá helst ógreidd meðlög og símreikninga. Deildin er núna búin að missa marga leikmenn út, bæði í skóla og atvinnumennsku. Því hefur myndast smá hola og Kanarnir því mjög áberandi og það fer í taugarnar á mörgum. Mín skoðun er sú að við þurfum útlendinga en ættum ekki að fylla deildina af þeim. Tveir útlendingar í liði er fínt að mínu mati. Auka samkeppnina og gera deildina betri. Lið verða svo að bera ábyrgð á því að þau séu ekki að fá leikmenn í þær stöður þar sem þeirra bestu ungu leikmenn eru fyrir. Ég skil og ber virðingu fyrir öðrum sjónarmiðum um að mínútum fækki hjá íslenskum leikmönnum en ég tel að bestu leikmennirnir muni hagnast á útlendingum, þeir munu rísa upp fyrir þá útlendinga sem koma og nota þá til að koma sínum leik á hærra stig. Ég vil fjölga þeim mönnum frekar en þeim sem fá að spila mikið. Mikil samkeppni bætir leikmennina sem virkilega vilja ná langt, og þeir munu ná langt. Til þess að koma í veg fyrir að útlendingar séu svona áberandi vil ég fækka liðum í efstu deild, hafa þau í mesta lagi tíu. Þá myndu bestu Íslendingarnir deilast á færri lið og meðalgeta hvers lið verða betri. Við höfum að mínu mati ekki nægilega stóran hóp leikmanna til að halda úti góðri tólf liða deild. Þetta myndi einnig gera 1. deildina sterkari og yrði þá meiri samkeppni um að komast upp. Pistillinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Útlendingar í íslenska körfuboltanum eru eilíft þrætuefni innan körfuboltahreyfingarinnar, skiljanlega. Vera þeirra og hve margir þeir eru hefur mikil áhrif á það hvernig deildin lítur út. Ég mun eingöngu tala um Bandaríkjamenn, ég er á móti því að banna Evrópumönnum að spila á Íslandi, finnst það fáránlegt í ljósi allra þeirra Íslendinga sem njóta góðs af því að teljast ekki útlendingar í deildum Evrópu. Það eru ekki eingöngu atvinnumenn heldur líka þeir sem eru að sprikla með námi í neðri deildum í fjölmörgum íþróttum. Já, blessaðir Kanarnir. Þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Margir gefa mikið af sér bæði til síns klúbbs og til körfuboltans með því að færa leikinn upp á hærra stig og bæta þannig íslenska leikmenn, t.d. menn eins og Brenton Birmingham og Justin Shouse. Þeir eru líka ansi margir sem gleymast strax og skilja lítið eftir sig nema þá helst ógreidd meðlög og símreikninga. Deildin er núna búin að missa marga leikmenn út, bæði í skóla og atvinnumennsku. Því hefur myndast smá hola og Kanarnir því mjög áberandi og það fer í taugarnar á mörgum. Mín skoðun er sú að við þurfum útlendinga en ættum ekki að fylla deildina af þeim. Tveir útlendingar í liði er fínt að mínu mati. Auka samkeppnina og gera deildina betri. Lið verða svo að bera ábyrgð á því að þau séu ekki að fá leikmenn í þær stöður þar sem þeirra bestu ungu leikmenn eru fyrir. Ég skil og ber virðingu fyrir öðrum sjónarmiðum um að mínútum fækki hjá íslenskum leikmönnum en ég tel að bestu leikmennirnir muni hagnast á útlendingum, þeir munu rísa upp fyrir þá útlendinga sem koma og nota þá til að koma sínum leik á hærra stig. Ég vil fjölga þeim mönnum frekar en þeim sem fá að spila mikið. Mikil samkeppni bætir leikmennina sem virkilega vilja ná langt, og þeir munu ná langt. Til þess að koma í veg fyrir að útlendingar séu svona áberandi vil ég fækka liðum í efstu deild, hafa þau í mesta lagi tíu. Þá myndu bestu Íslendingarnir deilast á færri lið og meðalgeta hvers lið verða betri. Við höfum að mínu mati ekki nægilega stóran hóp leikmanna til að halda úti góðri tólf liða deild. Þetta myndi einnig gera 1. deildina sterkari og yrði þá meiri samkeppni um að komast upp.
Pistillinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira