Fréttaskýring: Fjalla þarf um fjármálaáfall í þjóðaröryggisstefnu 17. janúar 2012 10:00 Þó að Ísland þurfi ekki að hafa áhyggjur af hernaðarógnum er að mörgu að hyggja við gerð þjóðaröryggisstefnu. Fréttablaðið/vilhelm Vinna við mótun fyrstu þjóðaröryggisstefnu sem unnin hefur verið hér á landi er nú hálfnuð miðað við skipunartíma þingmannanefndar. Sérfræðingar segja að í stefnunni verði að fjalla um fjölbreyttar ógnir. Hvað þurfa þingmenn að hafa í huga þegar þeir móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland? Nefnd tíu þingmanna sem hafa það verkefni að móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland hefur nú notað helming þess tíma sem henni var úthlutað til að ljúka verkinu, en hún á að skila niðurstöðu í júní. Nefndin stendur frammi fyrir ýmsum erfiðleikum, enda Ísland ekki þurft að móta sér sína eigin þjóðaröryggisstefnu fram til þessa, þar sem varnir landsins hafa verið á hendi Bandaríkjanna. Ísland er ekki eina ríkið sem vinnur að slíkri stefnu. Flest önnur ríki eru ýmist að vinna í nýrri stefnu eða að uppfæra eldri þjóðaröryggisstefnu, sagði Alyson Bailes, aðjúnkt við Háskóla Íslands, á ráðstefnu um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland í gær. Bailes sagði afar mikilvægt að vanda til verka, enda þurfi ríki að sína stöðuglyndi þegar komi að öryggi ríkisins. Öryggisstefna sem breytist þegar ný ríkisstjórn tekur við eða ráðherrar skipta um stóla sé lítils virði. Vegna þessa er mikilvægt að finna stefnunni grunn sem allir stjórnmálaflokkar geti sætt sig við. Þátttakendur á ráðstefnunni, sem haldin var af NEXUS, rannsóknarvettvangi á sviði öryggis- og varnarmála, höfðu ólíkar skoðanir á því hvaða atriði þingmenn þurfi helst að hafa í huga við mótun þjóðaröryggisstefnunnar. Allir voru þó sammála um að ógn af hernaðarátökum væri í besta falli fjarlæg og ólíkleg í þessum heimshluta. Þó að taka þurfi á nýjum hættum á borð við hryðjuverk, skipulagða glæpastarfsemi og tölvuárásir í þjóðaröryggisstefnunni eru aðrar ógnir nærtækari, sagði Bailes. Nýja stefnan þarf að taka tillit til hættu af völdum náttúruhamfara, stórslysa og smitsjúkdóma, sem eru líklegri til að hafa áhrif hér. „Ef ég væri að skrifa þjóðaröryggisstefnu á Íslandi í dag yrði það fyrsta sem ég skoðaði líklega ógnin af öðru fjármálaáfalli," sagði Bailes. Hún sagði nær óhugsandi að fjalla ekki um hættuna af slíku áfalli í nýrri þjóðaröryggisstefnu Íslands. Tölvuárásir eru ógn sem verður að taka alvarlega, sagði Jón Kristinn Ragnarsson, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Deloitte. Hann sagði lítið hald í að skýla sér bak við það að enginn vilji ráðast á litla Ísland. Dæmin sýni að netárásir séu gerðar af litlu tilefni, enda geti hver sem er staðið í slíkum árásum fyrir lítið fé með einfaldri netleit. Ólíklegt er að alvarlegustu ógnirnar sem Ísland stendur frammi fyrir verði að veruleika, en þar sem afleiðingarnar gætu orðið alvarlegar þarf að búa sig undir þær, sagði Böðvar Tómasson, sérfræðingur í öryggismálum hjá verkfræðistofunni EFLA. Hann nefndi í því samhengi tölvuárásir og allt sem ógnað gæti matvælaöryggi landsins. Hlýnun jarðar af mannavöldum er eitt af því sem verður að fjalla ýtarlega um í þjóðaröryggisstefnunni, sagði Auður H. Ingólfsdóttir, sviðsstjóri félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst. Hún sagði þessa ógn öðruvísi en flestar sem Ísland standi frammi fyrir, ekki síst vegna þess hversu óáþreifanleg hún sé og hversu erfitt sé að bregðast við henni. Þingmennirnir tíu sem móta nú þjóðaröryggisstefnu þurfa að hafa öll þessi atriði og fleiri í huga við mótun stefnunnar. Á endanum er það Alþingi sem þarf að taka afstöðu til málsins og móta fyrstu þjóðaröryggisstefnu landsins. brjann@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Vinna við mótun fyrstu þjóðaröryggisstefnu sem unnin hefur verið hér á landi er nú hálfnuð miðað við skipunartíma þingmannanefndar. Sérfræðingar segja að í stefnunni verði að fjalla um fjölbreyttar ógnir. Hvað þurfa þingmenn að hafa í huga þegar þeir móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland? Nefnd tíu þingmanna sem hafa það verkefni að móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland hefur nú notað helming þess tíma sem henni var úthlutað til að ljúka verkinu, en hún á að skila niðurstöðu í júní. Nefndin stendur frammi fyrir ýmsum erfiðleikum, enda Ísland ekki þurft að móta sér sína eigin þjóðaröryggisstefnu fram til þessa, þar sem varnir landsins hafa verið á hendi Bandaríkjanna. Ísland er ekki eina ríkið sem vinnur að slíkri stefnu. Flest önnur ríki eru ýmist að vinna í nýrri stefnu eða að uppfæra eldri þjóðaröryggisstefnu, sagði Alyson Bailes, aðjúnkt við Háskóla Íslands, á ráðstefnu um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland í gær. Bailes sagði afar mikilvægt að vanda til verka, enda þurfi ríki að sína stöðuglyndi þegar komi að öryggi ríkisins. Öryggisstefna sem breytist þegar ný ríkisstjórn tekur við eða ráðherrar skipta um stóla sé lítils virði. Vegna þessa er mikilvægt að finna stefnunni grunn sem allir stjórnmálaflokkar geti sætt sig við. Þátttakendur á ráðstefnunni, sem haldin var af NEXUS, rannsóknarvettvangi á sviði öryggis- og varnarmála, höfðu ólíkar skoðanir á því hvaða atriði þingmenn þurfi helst að hafa í huga við mótun þjóðaröryggisstefnunnar. Allir voru þó sammála um að ógn af hernaðarátökum væri í besta falli fjarlæg og ólíkleg í þessum heimshluta. Þó að taka þurfi á nýjum hættum á borð við hryðjuverk, skipulagða glæpastarfsemi og tölvuárásir í þjóðaröryggisstefnunni eru aðrar ógnir nærtækari, sagði Bailes. Nýja stefnan þarf að taka tillit til hættu af völdum náttúruhamfara, stórslysa og smitsjúkdóma, sem eru líklegri til að hafa áhrif hér. „Ef ég væri að skrifa þjóðaröryggisstefnu á Íslandi í dag yrði það fyrsta sem ég skoðaði líklega ógnin af öðru fjármálaáfalli," sagði Bailes. Hún sagði nær óhugsandi að fjalla ekki um hættuna af slíku áfalli í nýrri þjóðaröryggisstefnu Íslands. Tölvuárásir eru ógn sem verður að taka alvarlega, sagði Jón Kristinn Ragnarsson, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Deloitte. Hann sagði lítið hald í að skýla sér bak við það að enginn vilji ráðast á litla Ísland. Dæmin sýni að netárásir séu gerðar af litlu tilefni, enda geti hver sem er staðið í slíkum árásum fyrir lítið fé með einfaldri netleit. Ólíklegt er að alvarlegustu ógnirnar sem Ísland stendur frammi fyrir verði að veruleika, en þar sem afleiðingarnar gætu orðið alvarlegar þarf að búa sig undir þær, sagði Böðvar Tómasson, sérfræðingur í öryggismálum hjá verkfræðistofunni EFLA. Hann nefndi í því samhengi tölvuárásir og allt sem ógnað gæti matvælaöryggi landsins. Hlýnun jarðar af mannavöldum er eitt af því sem verður að fjalla ýtarlega um í þjóðaröryggisstefnunni, sagði Auður H. Ingólfsdóttir, sviðsstjóri félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst. Hún sagði þessa ógn öðruvísi en flestar sem Ísland standi frammi fyrir, ekki síst vegna þess hversu óáþreifanleg hún sé og hversu erfitt sé að bregðast við henni. Þingmennirnir tíu sem móta nú þjóðaröryggisstefnu þurfa að hafa öll þessi atriði og fleiri í huga við mótun stefnunnar. Á endanum er það Alþingi sem þarf að taka afstöðu til málsins og móta fyrstu þjóðaröryggisstefnu landsins. brjann@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira