Risarnir keyptu iðnaðarsalt 16. janúar 2012 00:01 Mörg stærstu matvælafyrirtæki landsins eru meðal þeirra sem hafa keypt iðnaðarsalt af Ölgerðinni til að nota við matvælaframleiðslu. Listi yfir þá tugi fyrirtækja sem um er að ræða var birtur á vef Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í gær. Þar á meðal eru Sláturfélag Suðurlands, Kjarnafæði og Mjólkursamsalan. Upp komst að iðnaðarsalt hefði verið selt til matvælafyrirtækja fyrr í vetur og um miðjan nóvember gerði Matvælastofnun (MAST) heilbrigðiseftirlitinu grein fyrir málinu. Í tilkynningu frá heilbrigðiseftirlitinu kemur fram að þá hafi MAST greint frá ákvörðun sinni um að leyfa Ölgerðinni að selja þær saltbirgðir sem eftir voru. Heilbrigðiseftirlitið var ekki sammála þeirri ákvörðun. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði í samtali við Fréttablaðið að þó að vissulega mætti gera athugasemdir við eftirlitsstofnanir og birgja sé ábyrgðin fyrst og fremst hjá matvælaframleiðendunum. „Það brýtur í bága við reglur að nota iðnaðarsalt í matvæli og það er þar sem brotin eiga sér stað.“ Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir ráðuneytið líta málið alvarlegum augum og farið verði grannt yfir málið. Spurður um möguleg áhrif málsins á ímynd íslenskrar matvælaframleiðslu segir Steingrímur málið óheppilegt. „En það fer allt eftir því hvernig brugðist verður við og hvort menn sýni með trúverðugum hætti að slíkt muni ekki gerast aftur. Trúverðugleiki og orðstír ræðst að miklu leyti af því að menn taki með einurð á því þegar svona kemur upp.“ Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, sagði í gærkvöld að fyrirtækið hafi ekki haft vitneskju um að umrætt salt hafi ekki verið ætlað til matvælaframleiðslu. Það hafi hins vegar verið notað í skamman tíma í aðeins tvær vörur af rúmlega 500 hjá fyrirtækinu. Einar segir málið afar bagalegt fyrir fyrirtækið. „Við leggjum upp úr að vera með fyrsta flokks framleiðslu og hráefni og þess vegna er mjög óþægilegt þegar atvik af þessu tagi koma upp. Við brugðumst strax við þessu og dreifðum eftir það engum mjólkurvörum sem innihéldu iðnaðarsalt.“ Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Mörg stærstu matvælafyrirtæki landsins eru meðal þeirra sem hafa keypt iðnaðarsalt af Ölgerðinni til að nota við matvælaframleiðslu. Listi yfir þá tugi fyrirtækja sem um er að ræða var birtur á vef Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í gær. Þar á meðal eru Sláturfélag Suðurlands, Kjarnafæði og Mjólkursamsalan. Upp komst að iðnaðarsalt hefði verið selt til matvælafyrirtækja fyrr í vetur og um miðjan nóvember gerði Matvælastofnun (MAST) heilbrigðiseftirlitinu grein fyrir málinu. Í tilkynningu frá heilbrigðiseftirlitinu kemur fram að þá hafi MAST greint frá ákvörðun sinni um að leyfa Ölgerðinni að selja þær saltbirgðir sem eftir voru. Heilbrigðiseftirlitið var ekki sammála þeirri ákvörðun. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði í samtali við Fréttablaðið að þó að vissulega mætti gera athugasemdir við eftirlitsstofnanir og birgja sé ábyrgðin fyrst og fremst hjá matvælaframleiðendunum. „Það brýtur í bága við reglur að nota iðnaðarsalt í matvæli og það er þar sem brotin eiga sér stað.“ Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir ráðuneytið líta málið alvarlegum augum og farið verði grannt yfir málið. Spurður um möguleg áhrif málsins á ímynd íslenskrar matvælaframleiðslu segir Steingrímur málið óheppilegt. „En það fer allt eftir því hvernig brugðist verður við og hvort menn sýni með trúverðugum hætti að slíkt muni ekki gerast aftur. Trúverðugleiki og orðstír ræðst að miklu leyti af því að menn taki með einurð á því þegar svona kemur upp.“ Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, sagði í gærkvöld að fyrirtækið hafi ekki haft vitneskju um að umrætt salt hafi ekki verið ætlað til matvælaframleiðslu. Það hafi hins vegar verið notað í skamman tíma í aðeins tvær vörur af rúmlega 500 hjá fyrirtækinu. Einar segir málið afar bagalegt fyrir fyrirtækið. „Við leggjum upp úr að vera með fyrsta flokks framleiðslu og hráefni og þess vegna er mjög óþægilegt þegar atvik af þessu tagi koma upp. Við brugðumst strax við þessu og dreifðum eftir það engum mjólkurvörum sem innihéldu iðnaðarsalt.“
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira