Er Mammon íslenskur? Þorsteinn Pálsson skrifar 14. janúar 2012 06:00 Alþýðusambandið efndi í vikunni til fundar um þá spurningu hvort íslenska krónan væri böl eða blessun. Í góðu samræmi við íslenska umræðuhefð setti Morgunblaðið hins vegar ofan í við forystumenn sambandsins fyrir að halda fund um upptöku evrunnar. Af sjálfu leiðir að skoða þarf aðra kosti til samanburðar ef krónan þykir ekki duga til að veita launafólki öryggi og atvinnulífinu samkeppnishæfa stöðu. En rétt er að íhuga fyrst okkar íslenska Mammon með því að meta reynsluna af sjálfstæðum eigin gjaldmiðli og hversu líklegt er að hann geti svarað framtíðarkröfum þjóðarinnar. Forystumenn Alþýðusambandsins byrjuðu því umræðuna á réttunni. Eftir að gjaldmiðillinn hrundi verður ekki hjá því komist að ræða hvort endurreisa eigi efnahagslífið á þeim rústum eða finna nýjar undirstöður. Í þeirri umræðu dugar ekki að loka augunum fyrir því sem hér gerðist og láta hana einvörðungu snúast um vanda annarra. Á sama hátt er heldur ekki unnt að láta eins og sá vandi sé ekki til. Talsmenn launafólks benda réttilega á að útilokað er að bjóða því nýja framtíð með sama óstöðugleika og það hefur búið við. Eins hafa forystumenn atvinnulífsins að frátöldum þeim sem fara fyrir sjávarútvegi og landbúnaði bent á að íslensk fyrirtæki þurfa viðlíka samkeppnisumhverfi og erlendir keppinautar njóta. Þar fara hagsmunir saman.Á að viðurkenna mistök? Andstæðingar frekara samstarfs við Evrópuþjóðir eru helstu talsmenn þess að verja krónuna á hverju sem gengur. Þeir benda réttilega á að sjálfstæð mynt auðveldar stjórnvöldum að færa peninga frá launafólki til útflutningsfyrirtækja. En reynslan af þeirri ljúfu leið er einmitt þyrnir í augum talsmanna launafólks. Hér togast á ólíkir hagsmunir. Þeir eru eigi að síður jafn íslenskir. Þegar gera þarf upp á milli þessara hagsmuna segja talsmenn krónunnar að hún þurfi ekki að leiða til óstöðugleika. Allt fari það eftir því hvernig peningamálunum er stjórnað. Þessi fullyrðing felur í reynd í sér að stjórnendur peningamála hafi gert alvarleg mistök í aðdraganda þess að gjaldmiðillinn ofreis og hrundi með falli bankanna í kjölfarið. Það er því lykilatriði í umræðunni að vega og meta hvort þessi staðhæfing er rétt. Það myndi auðvelda þetta mat ef þeir sem stjórnuðu peningamálum þjóðarinnar á þessum árum viðurkenndu þau alvarlegu mistök sem þeir eru vændir um ef rökrétt ályktun er dregin af staðhæfingum þeirra sem ákafast vilja halda í krónuna. Vandinn er sá að þvert á móti telja þeir sig vera þá einu sem ekki gerðu mistök. Þó að stjórnendur Seðlabankans hafi ugglaust getað gert betur í ýmsum efnum hefur ekki verið sýnt fram á að þeir hafi gert þau afgerandi mistök að augljóst megi vera að þeir hefðu getað komið í veg fyrir innistæðulaust ris krónunnar og hrunið sem var eðlileg afleiðing af því. Kjarni málsins er sá að málsvarar krónunnar þurfa að rökstyðja að stjórnendur peningamálanna hefðu átt að ráða við þá markaðskrafta sem léku gjaldmiðilinn jafn grátt og raun ber vitni á opnum alþjóðlegum markaði og með hvaða ráðum. Með öðrum orðum: Þeir sem staðhæfa að Seðlabankinn hafi gert allt rétt í aðdraganda hrunsins og segja um leið að stöðugleikinn snúist bara um góða stjórnun á krónunni þurfa að skýra þversögnina.Er endurtekningin eini kosturinn? Talsmenn Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru sakaðir um að ganga erinda ríkisstjórnarinnar þegar þeir efna til umræðna um markmið og leiðir í peningamálum. Það er sérkennileg ásökun því að ríkisstjórnin hefur enga stefnu í þeim efnum. Reyndar hafa stjórnarandstöðuflokkarnir það ekki heldur. Réttilega er á það bent að nýjar leiðir kalla á stóraukinn aga í hagstjórn. Hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstöðuflokkarnir vilja umræðu um þá hluti. Eðlilega spyrja menn því hvort stjórnmálin hafi í verki sætt sig við gjaldeyrishöftin sem þau andmæla í orði kveðnu. Og aðilar vinnumarkaðarins þurfa að svara því hvort kjarasamningarnir voru í samræmi við kröfur um agaða hagstjórn eða einföld ávísun á óvissu. Á viðreisnarárunum nutum við góðs af þeim aga sem þátttaka í myntsamstarfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins veitti. Síðustu þrjú ár höfum við haft ábata af þeim aga sem sérstakur samningur við sjóðinn krafðist. Hvaða rök standa til þess að okkur standi ógn af þeim aga sem myntsamstarf við Evrópuþjóðirnar gæti leitt til standi það á annað borð til boða? Stærsti vandi okkar er ef til vill sá að með áframhaldandi ráðleysi er ekki víst að við getum valið neitt annað en endurtekningu á því sem áður hefur gerst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Alþýðusambandið efndi í vikunni til fundar um þá spurningu hvort íslenska krónan væri böl eða blessun. Í góðu samræmi við íslenska umræðuhefð setti Morgunblaðið hins vegar ofan í við forystumenn sambandsins fyrir að halda fund um upptöku evrunnar. Af sjálfu leiðir að skoða þarf aðra kosti til samanburðar ef krónan þykir ekki duga til að veita launafólki öryggi og atvinnulífinu samkeppnishæfa stöðu. En rétt er að íhuga fyrst okkar íslenska Mammon með því að meta reynsluna af sjálfstæðum eigin gjaldmiðli og hversu líklegt er að hann geti svarað framtíðarkröfum þjóðarinnar. Forystumenn Alþýðusambandsins byrjuðu því umræðuna á réttunni. Eftir að gjaldmiðillinn hrundi verður ekki hjá því komist að ræða hvort endurreisa eigi efnahagslífið á þeim rústum eða finna nýjar undirstöður. Í þeirri umræðu dugar ekki að loka augunum fyrir því sem hér gerðist og láta hana einvörðungu snúast um vanda annarra. Á sama hátt er heldur ekki unnt að láta eins og sá vandi sé ekki til. Talsmenn launafólks benda réttilega á að útilokað er að bjóða því nýja framtíð með sama óstöðugleika og það hefur búið við. Eins hafa forystumenn atvinnulífsins að frátöldum þeim sem fara fyrir sjávarútvegi og landbúnaði bent á að íslensk fyrirtæki þurfa viðlíka samkeppnisumhverfi og erlendir keppinautar njóta. Þar fara hagsmunir saman.Á að viðurkenna mistök? Andstæðingar frekara samstarfs við Evrópuþjóðir eru helstu talsmenn þess að verja krónuna á hverju sem gengur. Þeir benda réttilega á að sjálfstæð mynt auðveldar stjórnvöldum að færa peninga frá launafólki til útflutningsfyrirtækja. En reynslan af þeirri ljúfu leið er einmitt þyrnir í augum talsmanna launafólks. Hér togast á ólíkir hagsmunir. Þeir eru eigi að síður jafn íslenskir. Þegar gera þarf upp á milli þessara hagsmuna segja talsmenn krónunnar að hún þurfi ekki að leiða til óstöðugleika. Allt fari það eftir því hvernig peningamálunum er stjórnað. Þessi fullyrðing felur í reynd í sér að stjórnendur peningamála hafi gert alvarleg mistök í aðdraganda þess að gjaldmiðillinn ofreis og hrundi með falli bankanna í kjölfarið. Það er því lykilatriði í umræðunni að vega og meta hvort þessi staðhæfing er rétt. Það myndi auðvelda þetta mat ef þeir sem stjórnuðu peningamálum þjóðarinnar á þessum árum viðurkenndu þau alvarlegu mistök sem þeir eru vændir um ef rökrétt ályktun er dregin af staðhæfingum þeirra sem ákafast vilja halda í krónuna. Vandinn er sá að þvert á móti telja þeir sig vera þá einu sem ekki gerðu mistök. Þó að stjórnendur Seðlabankans hafi ugglaust getað gert betur í ýmsum efnum hefur ekki verið sýnt fram á að þeir hafi gert þau afgerandi mistök að augljóst megi vera að þeir hefðu getað komið í veg fyrir innistæðulaust ris krónunnar og hrunið sem var eðlileg afleiðing af því. Kjarni málsins er sá að málsvarar krónunnar þurfa að rökstyðja að stjórnendur peningamálanna hefðu átt að ráða við þá markaðskrafta sem léku gjaldmiðilinn jafn grátt og raun ber vitni á opnum alþjóðlegum markaði og með hvaða ráðum. Með öðrum orðum: Þeir sem staðhæfa að Seðlabankinn hafi gert allt rétt í aðdraganda hrunsins og segja um leið að stöðugleikinn snúist bara um góða stjórnun á krónunni þurfa að skýra þversögnina.Er endurtekningin eini kosturinn? Talsmenn Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru sakaðir um að ganga erinda ríkisstjórnarinnar þegar þeir efna til umræðna um markmið og leiðir í peningamálum. Það er sérkennileg ásökun því að ríkisstjórnin hefur enga stefnu í þeim efnum. Reyndar hafa stjórnarandstöðuflokkarnir það ekki heldur. Réttilega er á það bent að nýjar leiðir kalla á stóraukinn aga í hagstjórn. Hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstöðuflokkarnir vilja umræðu um þá hluti. Eðlilega spyrja menn því hvort stjórnmálin hafi í verki sætt sig við gjaldeyrishöftin sem þau andmæla í orði kveðnu. Og aðilar vinnumarkaðarins þurfa að svara því hvort kjarasamningarnir voru í samræmi við kröfur um agaða hagstjórn eða einföld ávísun á óvissu. Á viðreisnarárunum nutum við góðs af þeim aga sem þátttaka í myntsamstarfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins veitti. Síðustu þrjú ár höfum við haft ábata af þeim aga sem sérstakur samningur við sjóðinn krafðist. Hvaða rök standa til þess að okkur standi ógn af þeim aga sem myntsamstarf við Evrópuþjóðirnar gæti leitt til standi það á annað borð til boða? Stærsti vandi okkar er ef til vill sá að með áframhaldandi ráðleysi er ekki víst að við getum valið neitt annað en endurtekningu á því sem áður hefur gerst.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun