Emil: Fer ekki frá Ítalíu á næstu árum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2012 08:00 Emil Hallfreðsson er hér í leik með Hellas Verona í ítölsku B-deildinni. Hafnfirðingurinn Emil Hallfreðsson hefur gert það gott með nýliðum Hellas Verona í ítölsku B-deildinni. Liðið hefur ekki tapað í ellefu leikjum í röð og þar af unnið níu. Það er nú í öðru sæti, einu stigi á eftir Torino, en tvö efstu liðin komast beint upp í ítölsku úrvalsdeildina. Liðin í 3.-6. sæti taka þátt í umspili um eitt laust úrvalsdeildarsæti. Emil hefur verið atvinnumaður í sjö ár en hann var seldur frá FH til Tottenham í Englandi í desember 2004. Þar fékk hann aldrei tækifæri með aðalliðinu en var sumarið 2006 lánaður til Malmö í Svíþjóð þar sem hann stóð sig vel. Ári síðar seldi Tottenham hann til Lyn í Noregi þar sem hann var í aðeins fáeinar vikur áður en Reggina, sem þá lék í ítölsku úrvalsdeildinni, kom skyndilega til sögunnar og keypti hann. Fyrstu tvö árin fékk hann nokkuð að spila en var svo lánaður í ensku B-deildina þar sem hann spilaði með Barnsley tímabilið 2009-2010. Eftir það sneri hann aftur til Ítalíu og var hann svo lánaður til Hellas Verona haustið 2010 sem lék þá í ítölsku C-deildinni. Liðið komst upp í B-deildina og forráðamenn liðsins hrifust af Emil. Hann var keyptur og þriggja ára samningur gerður við hann. Tímabilið í ár hefur svo verið lyginni líkast en þar að auki er Emil markahæsti leikmaður liðsins með sex mörk. „Það er þykir nú þokkalegt hjá miðjumanni," segir Emil í léttum dúr við Fréttablaðið en hann hefur nánast alfarið spilað vinstra megin á miðjunni í leikkerfinu 4-3-3. Þótti skrýtið að fara í C-deildinaHann segir að gengi liðsins hafi komið mörgum á óvart en ekki þó honum eða liðsfélögum hans. „Það þótti kannski skrýtið hjá mér að fara í C-deildina fyrir tveimur árum en liðið ætlaði sér beint upp og þá vissi ég að allt væri hægt. Það gekk allt upp, ég er ánægður hjá félaginu og líður ótrúlega vel hér í borginni." Hellas Verona er fornfrægt lið og varð ítalskur meistari árið 1985. Það lék síðast í efstu deild árið 2002 en uppgangur liðsins hefur verið mikill síðan Andrea Mandorlini, fyrrum varnarmaður Inter Milan, tók við stjórn þess snemma á síðasta tímabili. Þá var liðið í slæmri stöðu en hann náði að koma liðinu upp og er nú með það við topp B-deildarinnar. Emil er greinilega lykilmaður hjá Mandorlini því hann spilar alla leiki í byrjunarliði og er honum sjaldnast skipt af velli. „Hann hefur breytt miklu og leikmenn hafa náð mjög vel saman undir hans stjórn. Ég sé ekki fyrir mér að hann fari í bráð og er gott til þess að vita," segir Emil en þegar hann var hjá Reggina voru þjálfaraskipti afar tíð hjá liðinu. Borgarbúar styðja HellasUm 18-20 þúsund áhorfendur eru að meðaltali á leik hjá liðinu og er það mun betur stutt af borgarbúum en Chievo – „litla" liðið í borginni sem leikur þó í úrvalsdeildinni. „Það halda allir með okkur og virðast fæstir vita af Chievo. Það er ótrúlega mikill áhugi og það er von á fleiri stuðningsmönnum til Rómar á morgun [í dag]," segir Emil en í kvöld mætir Hellas Verona stórliði Lazio á útivelli í ítölsku bikarkeppninni. Komist liðið áfram bíður væntanlega AC Milan í næstu umferð. „Við lítum á bikarinn sem bónus en það verður vissulega gaman að fá að spila aftur við þá bestu. Það er það sem maður vill gera." Fótboltinn skemmtilegri á ÍtalíuEmil segist vera hæstánægður á Ítalíu og sér ekki fyrir sér að fara annað á næstunni. „Ég er búinn að koma mér vel inn í tungumálið og menninguna og þó svo að það sé aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni sé ég ekki annað fyrir mér en að vera áfram á Ítalíu – mér finnst fótboltinn skemmtilegri hér en á til dæmis Englandi." Félagaskiptaglugginn frægi er nú opinn á Ítalíu eins og víðar og hefur Emil verið orðaður við önnur lið, eins og stórlið Napoli. „Auðvitað er gaman að heyra það en ég tek svona fregnum fyrst og fremst sem hrósi og merki þess að ég er að standa mig vel. Auðvitað myndi maður hugsa sig um ef tilboð bærist en ég tel lítið vit í öðru en að vera hér áfram. Það eru spennandi tímar fram undan." Ítalski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Hafnfirðingurinn Emil Hallfreðsson hefur gert það gott með nýliðum Hellas Verona í ítölsku B-deildinni. Liðið hefur ekki tapað í ellefu leikjum í röð og þar af unnið níu. Það er nú í öðru sæti, einu stigi á eftir Torino, en tvö efstu liðin komast beint upp í ítölsku úrvalsdeildina. Liðin í 3.-6. sæti taka þátt í umspili um eitt laust úrvalsdeildarsæti. Emil hefur verið atvinnumaður í sjö ár en hann var seldur frá FH til Tottenham í Englandi í desember 2004. Þar fékk hann aldrei tækifæri með aðalliðinu en var sumarið 2006 lánaður til Malmö í Svíþjóð þar sem hann stóð sig vel. Ári síðar seldi Tottenham hann til Lyn í Noregi þar sem hann var í aðeins fáeinar vikur áður en Reggina, sem þá lék í ítölsku úrvalsdeildinni, kom skyndilega til sögunnar og keypti hann. Fyrstu tvö árin fékk hann nokkuð að spila en var svo lánaður í ensku B-deildina þar sem hann spilaði með Barnsley tímabilið 2009-2010. Eftir það sneri hann aftur til Ítalíu og var hann svo lánaður til Hellas Verona haustið 2010 sem lék þá í ítölsku C-deildinni. Liðið komst upp í B-deildina og forráðamenn liðsins hrifust af Emil. Hann var keyptur og þriggja ára samningur gerður við hann. Tímabilið í ár hefur svo verið lyginni líkast en þar að auki er Emil markahæsti leikmaður liðsins með sex mörk. „Það er þykir nú þokkalegt hjá miðjumanni," segir Emil í léttum dúr við Fréttablaðið en hann hefur nánast alfarið spilað vinstra megin á miðjunni í leikkerfinu 4-3-3. Þótti skrýtið að fara í C-deildinaHann segir að gengi liðsins hafi komið mörgum á óvart en ekki þó honum eða liðsfélögum hans. „Það þótti kannski skrýtið hjá mér að fara í C-deildina fyrir tveimur árum en liðið ætlaði sér beint upp og þá vissi ég að allt væri hægt. Það gekk allt upp, ég er ánægður hjá félaginu og líður ótrúlega vel hér í borginni." Hellas Verona er fornfrægt lið og varð ítalskur meistari árið 1985. Það lék síðast í efstu deild árið 2002 en uppgangur liðsins hefur verið mikill síðan Andrea Mandorlini, fyrrum varnarmaður Inter Milan, tók við stjórn þess snemma á síðasta tímabili. Þá var liðið í slæmri stöðu en hann náði að koma liðinu upp og er nú með það við topp B-deildarinnar. Emil er greinilega lykilmaður hjá Mandorlini því hann spilar alla leiki í byrjunarliði og er honum sjaldnast skipt af velli. „Hann hefur breytt miklu og leikmenn hafa náð mjög vel saman undir hans stjórn. Ég sé ekki fyrir mér að hann fari í bráð og er gott til þess að vita," segir Emil en þegar hann var hjá Reggina voru þjálfaraskipti afar tíð hjá liðinu. Borgarbúar styðja HellasUm 18-20 þúsund áhorfendur eru að meðaltali á leik hjá liðinu og er það mun betur stutt af borgarbúum en Chievo – „litla" liðið í borginni sem leikur þó í úrvalsdeildinni. „Það halda allir með okkur og virðast fæstir vita af Chievo. Það er ótrúlega mikill áhugi og það er von á fleiri stuðningsmönnum til Rómar á morgun [í dag]," segir Emil en í kvöld mætir Hellas Verona stórliði Lazio á útivelli í ítölsku bikarkeppninni. Komist liðið áfram bíður væntanlega AC Milan í næstu umferð. „Við lítum á bikarinn sem bónus en það verður vissulega gaman að fá að spila aftur við þá bestu. Það er það sem maður vill gera." Fótboltinn skemmtilegri á ÍtalíuEmil segist vera hæstánægður á Ítalíu og sér ekki fyrir sér að fara annað á næstunni. „Ég er búinn að koma mér vel inn í tungumálið og menninguna og þó svo að það sé aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni sé ég ekki annað fyrir mér en að vera áfram á Ítalíu – mér finnst fótboltinn skemmtilegri hér en á til dæmis Englandi." Félagaskiptaglugginn frægi er nú opinn á Ítalíu eins og víðar og hefur Emil verið orðaður við önnur lið, eins og stórlið Napoli. „Auðvitað er gaman að heyra það en ég tek svona fregnum fyrst og fremst sem hrósi og merki þess að ég er að standa mig vel. Auðvitað myndi maður hugsa sig um ef tilboð bærist en ég tel lítið vit í öðru en að vera hér áfram. Það eru spennandi tímar fram undan."
Ítalski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira