Skilaboð í umbúðum Þorsteinn Pálsson skrifar 7. janúar 2012 06:00 Með breytingum á ríkisstjórninni á gamlársdag sendu formenn stjórnarflokkanna afgerandi pólitísk skilaboð. Breytingunum var hins vegar pakkað í umbúðir ágætra áforma um nýskipan stjórnarráðsins. Ríkisstjórnin hefur staðið að óheppilegum smáskammtabreytingum á stjórnarráðinu. Í september þurfti forsætisráðherra að beita hótunum til þess að fá lagaheimild til að fjölga ráðherrum í fimmtán. Þremur mánuðum seinna þótti rétt að fækka þeim. Við næstu breytingu þar á undan var lögð ofuráhersla á að byggja upp sterkt efnahagsráðuneyti. Nú á að leggja það niður. Burtséð frá þessum hringlandahætti verður að taka undir þau sjónarmið að skynsamlegt er að fækka ráðuneytum. Sameining atvinnuvegaráðuneytanna er löngu tímabær. Ýmis verkefni efnahags- og viðskiptaráðuneytisins eiga síðan með réttu heima í sameinuðu atvinnuvegaráðuneyti. Peningamálin og stjórnskipulega ábyrgð á Seðlabankanum er á hinn bóginn eðlilegt að fella undir fjármálaráðuneytið. Um langan tíma hafa ráðherrar verið allt of margir. Brýnt er að koma meiri festu á skipan þeirra mála. Rétt væri að binda í stjórnarskrá að þeir yrðu aldrei fleiri en átta og ekki færri en fjórir. Á sama hátt má fækka þingmönnum niður í fjörutíu og níu. Ætla má að það myndi einnig auka festu og skilvirkni í störfum Alþingis.Frjálslyndi armurinn að falla á tíma Kjarni málsins er þó sá að með þessum breytingum er verið að senda mjög skýr skilaboð um að Samfylkingin haldi áfram að færa sig málefnalega í átt að VG. Það er kosningamarkmiðið enda hefur Steingrímur Sigfússon í reynd verið leiðtogi ríkisstjórnarsamstarfsins. Þverstæðan er sú að Jóhanna Sigurðardóttir hefur á sama tíma verið áhrifaríkur foringi inn á við í Samfylkingunni. Hún lagði strax þá línu að færa Samfylkinguna lengra til vinstri meðal annars með því að biðja þjóðina afsökunar á daðri forvera hennar við svokallaðan Blairisma sem var síðbúin aðlögun breskra jafnaðarmanna að hugmyndafræði sem norrænir jafnaðarmenn hafa lengi fylgt. Á síðasta landsfundi voru þessi pólitísku hamskipti staðfest, sem styrkti stöðu Jóhönnu. Því fylgdi hún eftir með gagnkvæmum yfirlýsingum með formanni VG um að flokkarnir ættu í framtíðinni að starfa saman annaðhvort í ríkisstjórn eða stjórnarandstöðu. Með því var samstarf við Sjálfstæðisflokkinn útilokað. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar einnig samstarfi við Samfylkinguna. Hvorugur flokkurinn virðist hafa áhuga á að slást um miðjufylgi hins. Sú málefnalega fótfesta sem Jóhanna Sigurðardóttir náði á síðasta landsfundi gaf henni styrk nú til þess að víkja Árna Páli Árnasyni úr ríkisstjórninni. Árið áður losaði hún sig við Kristján Möller. Frjálslyndari armur Samfylkingarinnar er því orðinn áhrifalítill. Nokkur ólga bendir til að hann vilji ná vopnum sínum fyrir kosningar en er trúlega að falla á tíma. Sagt er að brottvikning Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn eigi að auðvelda framhald aðildarviðræðnanna. Steingrímur Sigfússon hefur að sönnu verið lagnari en Jón Bjarnason að teygja lopann í þeim efnum en staðfesta hans gegn aðild er þó engu minni. Ekki er því á vísan að róa að brottvikning Jóns breyti öllu í þessu efni þegar á reynir. Úr brottvikningu Árna Páls Árnasonar má allt eins lesa þau skilaboð að samstarfið við VG sé Samfylkingunni mikilvægara en aðildarstefnan.Slökunarstefnan staðfest Það var þáttur í vinstrihugmyndafræði Jóhönnu Sigurðardóttur að slá markmiðinu um jöfnuð í ríkisfjármálum á frest um eitt ár. Brottvikning Árna Páls Árnasonar úr stóli efnahagsráðherra auðveldar forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna að halda þessari slökunarstefnu áfram. Í því ljósi verður að líta á ráðherrabreytingarnar sem skýr skilaboð um að horfið sé frá þeirri aðhaldsstefnu í ríkisfjármálum sem ákveðin var í samstarfssamningnum við AGS. Fyrstu yfirlýsingar Oddnýjar Harðardóttur af stóli fjármálaráðherra benda til að hún fylgi þessari nýju slökunarstefnu. Seðlabankinn varaði sem kunnugt er við hugsanlegum afleiðingum hennar þegar í vetrarbyrjun. Slökunarstefnan deyfir vonina um afnám gjaldeyrishafta, veikir velferðarkerfið til lengri tíma, dregur fjármagn frá atvinnulífinu og minnkar líkurnar á að Ísland geti uppfyllt skilyrði um aðild að evrópska myntbandalaginu. Hættan á að Ísland sogist inn í vítahring verðbólgunnar á ný fer vaxandi. Efnahagslegar afleiðingar þeirra skilaboða sem formenn stjórnarflokkanna eru að senda blasa þannig við. Hitt er óljósara hvort eða hvernig stjórnarandstöðuflokkarnir hyggjast hagnýta sér þá breyttu pólitísku stöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Með breytingum á ríkisstjórninni á gamlársdag sendu formenn stjórnarflokkanna afgerandi pólitísk skilaboð. Breytingunum var hins vegar pakkað í umbúðir ágætra áforma um nýskipan stjórnarráðsins. Ríkisstjórnin hefur staðið að óheppilegum smáskammtabreytingum á stjórnarráðinu. Í september þurfti forsætisráðherra að beita hótunum til þess að fá lagaheimild til að fjölga ráðherrum í fimmtán. Þremur mánuðum seinna þótti rétt að fækka þeim. Við næstu breytingu þar á undan var lögð ofuráhersla á að byggja upp sterkt efnahagsráðuneyti. Nú á að leggja það niður. Burtséð frá þessum hringlandahætti verður að taka undir þau sjónarmið að skynsamlegt er að fækka ráðuneytum. Sameining atvinnuvegaráðuneytanna er löngu tímabær. Ýmis verkefni efnahags- og viðskiptaráðuneytisins eiga síðan með réttu heima í sameinuðu atvinnuvegaráðuneyti. Peningamálin og stjórnskipulega ábyrgð á Seðlabankanum er á hinn bóginn eðlilegt að fella undir fjármálaráðuneytið. Um langan tíma hafa ráðherrar verið allt of margir. Brýnt er að koma meiri festu á skipan þeirra mála. Rétt væri að binda í stjórnarskrá að þeir yrðu aldrei fleiri en átta og ekki færri en fjórir. Á sama hátt má fækka þingmönnum niður í fjörutíu og níu. Ætla má að það myndi einnig auka festu og skilvirkni í störfum Alþingis.Frjálslyndi armurinn að falla á tíma Kjarni málsins er þó sá að með þessum breytingum er verið að senda mjög skýr skilaboð um að Samfylkingin haldi áfram að færa sig málefnalega í átt að VG. Það er kosningamarkmiðið enda hefur Steingrímur Sigfússon í reynd verið leiðtogi ríkisstjórnarsamstarfsins. Þverstæðan er sú að Jóhanna Sigurðardóttir hefur á sama tíma verið áhrifaríkur foringi inn á við í Samfylkingunni. Hún lagði strax þá línu að færa Samfylkinguna lengra til vinstri meðal annars með því að biðja þjóðina afsökunar á daðri forvera hennar við svokallaðan Blairisma sem var síðbúin aðlögun breskra jafnaðarmanna að hugmyndafræði sem norrænir jafnaðarmenn hafa lengi fylgt. Á síðasta landsfundi voru þessi pólitísku hamskipti staðfest, sem styrkti stöðu Jóhönnu. Því fylgdi hún eftir með gagnkvæmum yfirlýsingum með formanni VG um að flokkarnir ættu í framtíðinni að starfa saman annaðhvort í ríkisstjórn eða stjórnarandstöðu. Með því var samstarf við Sjálfstæðisflokkinn útilokað. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar einnig samstarfi við Samfylkinguna. Hvorugur flokkurinn virðist hafa áhuga á að slást um miðjufylgi hins. Sú málefnalega fótfesta sem Jóhanna Sigurðardóttir náði á síðasta landsfundi gaf henni styrk nú til þess að víkja Árna Páli Árnasyni úr ríkisstjórninni. Árið áður losaði hún sig við Kristján Möller. Frjálslyndari armur Samfylkingarinnar er því orðinn áhrifalítill. Nokkur ólga bendir til að hann vilji ná vopnum sínum fyrir kosningar en er trúlega að falla á tíma. Sagt er að brottvikning Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn eigi að auðvelda framhald aðildarviðræðnanna. Steingrímur Sigfússon hefur að sönnu verið lagnari en Jón Bjarnason að teygja lopann í þeim efnum en staðfesta hans gegn aðild er þó engu minni. Ekki er því á vísan að róa að brottvikning Jóns breyti öllu í þessu efni þegar á reynir. Úr brottvikningu Árna Páls Árnasonar má allt eins lesa þau skilaboð að samstarfið við VG sé Samfylkingunni mikilvægara en aðildarstefnan.Slökunarstefnan staðfest Það var þáttur í vinstrihugmyndafræði Jóhönnu Sigurðardóttur að slá markmiðinu um jöfnuð í ríkisfjármálum á frest um eitt ár. Brottvikning Árna Páls Árnasonar úr stóli efnahagsráðherra auðveldar forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna að halda þessari slökunarstefnu áfram. Í því ljósi verður að líta á ráðherrabreytingarnar sem skýr skilaboð um að horfið sé frá þeirri aðhaldsstefnu í ríkisfjármálum sem ákveðin var í samstarfssamningnum við AGS. Fyrstu yfirlýsingar Oddnýjar Harðardóttur af stóli fjármálaráðherra benda til að hún fylgi þessari nýju slökunarstefnu. Seðlabankinn varaði sem kunnugt er við hugsanlegum afleiðingum hennar þegar í vetrarbyrjun. Slökunarstefnan deyfir vonina um afnám gjaldeyrishafta, veikir velferðarkerfið til lengri tíma, dregur fjármagn frá atvinnulífinu og minnkar líkurnar á að Ísland geti uppfyllt skilyrði um aðild að evrópska myntbandalaginu. Hættan á að Ísland sogist inn í vítahring verðbólgunnar á ný fer vaxandi. Efnahagslegar afleiðingar þeirra skilaboða sem formenn stjórnarflokkanna eru að senda blasa þannig við. Hitt er óljósara hvort eða hvernig stjórnarandstöðuflokkarnir hyggjast hagnýta sér þá breyttu pólitísku stöðu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun