Óþekkjanleg í hlutverki Hildar Lífar í Skaupinu 3. janúar 2012 11:00 Anna Gunndís Guðmundsdóttir sló í gegn sem Hildur Líf í Áramótaskaupinu. Fréttablaðið/Stefán „Ég tók smá tíma í að æfa þetta," segir Anna Gunndís Guðmundsdóttir, eða Dunda, sem sló í gegn sem glamúrgellan Hildur Líf í Áramótaskaupinu. Spurð hvernig hún hafi sett sig í karakter segist hún aðallega hafa stuðst við viðtal sem Nilli tók við Hildi Líf í sjónvarpsþættinum Týnda kynslóðin. „Það var eina tengingin sem ég var með og svo bara ljósmyndir. Síðan var ég að vinna með frábærum leikstjóra og búningahönnuði og meistara Rögnu Fossberg, þannig að ég fékk gott gervi," segir Dunda, sem var með einar sokkabuxur undir hvoru brjóstinu til að ná útliti Hildar Lífar betur. Dunda er í eðli sínu dökkhærð en var með aflitað hár í Skaupinu. „Það var aflitað fyrir sýningu í Salsburg í Austurríki í sumar. Eftir það fór ég að leika hjá Leikfélagi Akureyrar í haust og þau vildu endilega halda þessu," segir hún og á við leikritið Svarta kómedían. „Svo hoppaði ég inn í Hildi Líf og núna er ég orðin dökkhærð fyrir næsta verkefni." Það er kvikmyndin Frost í leikstjórn Reynis Lyngdal og hefjast tökur 9. janúar á Langjökli. Aðspurð segist Dunda hafa fengið góð viðbrögð við frammistöðu sinni í Skaupinu. „Mamma reyndar þekkti mig ekki og ekki heldur margir af mínum nánustu vinum. Ég ákvað að segja engum frá þessu, þannig að þetta kom fullt af fólki á óvart." Sjálf segist hún ekkert þekkja Hildi Líf og getur því ekki borið saman persónuleika þeirra beggja. „Ég er ekki alveg dómbær á það." Dunda, sem útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands 2010, kveðst alveg vera til í að leika aftur í Skaupinu. „Ég myndi hiklaust gera það. Það var æðislegt að fá að taka þátt í þessu." freyr@frettabladid.is Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira
„Ég tók smá tíma í að æfa þetta," segir Anna Gunndís Guðmundsdóttir, eða Dunda, sem sló í gegn sem glamúrgellan Hildur Líf í Áramótaskaupinu. Spurð hvernig hún hafi sett sig í karakter segist hún aðallega hafa stuðst við viðtal sem Nilli tók við Hildi Líf í sjónvarpsþættinum Týnda kynslóðin. „Það var eina tengingin sem ég var með og svo bara ljósmyndir. Síðan var ég að vinna með frábærum leikstjóra og búningahönnuði og meistara Rögnu Fossberg, þannig að ég fékk gott gervi," segir Dunda, sem var með einar sokkabuxur undir hvoru brjóstinu til að ná útliti Hildar Lífar betur. Dunda er í eðli sínu dökkhærð en var með aflitað hár í Skaupinu. „Það var aflitað fyrir sýningu í Salsburg í Austurríki í sumar. Eftir það fór ég að leika hjá Leikfélagi Akureyrar í haust og þau vildu endilega halda þessu," segir hún og á við leikritið Svarta kómedían. „Svo hoppaði ég inn í Hildi Líf og núna er ég orðin dökkhærð fyrir næsta verkefni." Það er kvikmyndin Frost í leikstjórn Reynis Lyngdal og hefjast tökur 9. janúar á Langjökli. Aðspurð segist Dunda hafa fengið góð viðbrögð við frammistöðu sinni í Skaupinu. „Mamma reyndar þekkti mig ekki og ekki heldur margir af mínum nánustu vinum. Ég ákvað að segja engum frá þessu, þannig að þetta kom fullt af fólki á óvart." Sjálf segist hún ekkert þekkja Hildi Líf og getur því ekki borið saman persónuleika þeirra beggja. „Ég er ekki alveg dómbær á það." Dunda, sem útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands 2010, kveðst alveg vera til í að leika aftur í Skaupinu. „Ég myndi hiklaust gera það. Það var æðislegt að fá að taka þátt í þessu." freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira