Skagfirðingar gera fiskroð að verðmætri hátískuvöru Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2012 19:46 Slorið úr íslenskum fiskvinnslum er orðið að verðmætri útflutningsvöru til frægustu hátískufyrirækja heimsins. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en þar var fyrirtækið Sjávarleður á Sauðárkróki heimsótt. Gestastofa sútarans er andlit fyrirtækisins og það hefur í raun farið furðu hljótt miðað við þann árangur sem það hefur náð á alþjóðavettvangi. Hver hefði til dæmis trúað því að íslenskt fiskroð væri komið utan á skó frá NIKE og Ecco, eða í handtöskur hátískufyrirtækja? Meðal viðskiptavina eru Prada, Dior, Lagerfeld, Helmut Lang og Alexander Wang. Fyrirtækið Sjávarleður á skagfirskar rætur en aðaleigendur eru fjölskylda á Dalvík ásamt hjónunum Gunnsteini Björnssyni og Sigríði Káradóttur, sem eru Skagfirðingar í húð og hár, og þau vinna bæði í fyrirtækinu. Fyrirtækið á sér 43 ára sögu en það var hópur manna undir forystu Pálma í Hagkaup og síðar einnig Eyjólfs Konráðs Jónssonar sem byggði upp sútunarverksmiðjuna Loðskinn til að verka gærur. Fyrir aldarfjórðungi hófu Skagfirðingar svo að prófa sig áfram með að verka fiskroð, - að nýta hráefni sem Íslendingar flokkuðu sem slor. Árangurinn hefur skilað sér í fyrirtæki sem á sér engan sinn líka í heiminum. Þar starfa núna 35 manns og er fyrirtækið orðið með þeim stærstu á Sauðárkróki. Gjaldeyristekjurnar eru orðnar drjúgar; salan á þessu ári stefnir í 700 miljónir króna og megnið til útlanda. Fyrirtækið er tvískipt. Fiskroðin eru verkuð í nafni Sjávarleðurs en í nafni Loðskinns eru sútaðar lambagærur, hreindýra-, nautgripa- og hrossaskinn, og raunar skinn af nánast öllum íslenskum spendýrum. Meira að sega uppáhaldshestarnir og heimiliskisur enda sem skinn á vegg. Í þættinum sýndi Karl Bjarnason sútari þennan þátt en hann er elsti starfsmaðurinn. Óvenjulegasta verkefnið er þó verkun á forhúð hvala fyrir karlmannaskó. Þáttinn í heild má sjá með því að smella á myndskeiðið hér að ofan. Sjávarútvegur Skagafjörður Um land allt Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Slorið úr íslenskum fiskvinnslum er orðið að verðmætri útflutningsvöru til frægustu hátískufyrirækja heimsins. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en þar var fyrirtækið Sjávarleður á Sauðárkróki heimsótt. Gestastofa sútarans er andlit fyrirtækisins og það hefur í raun farið furðu hljótt miðað við þann árangur sem það hefur náð á alþjóðavettvangi. Hver hefði til dæmis trúað því að íslenskt fiskroð væri komið utan á skó frá NIKE og Ecco, eða í handtöskur hátískufyrirtækja? Meðal viðskiptavina eru Prada, Dior, Lagerfeld, Helmut Lang og Alexander Wang. Fyrirtækið Sjávarleður á skagfirskar rætur en aðaleigendur eru fjölskylda á Dalvík ásamt hjónunum Gunnsteini Björnssyni og Sigríði Káradóttur, sem eru Skagfirðingar í húð og hár, og þau vinna bæði í fyrirtækinu. Fyrirtækið á sér 43 ára sögu en það var hópur manna undir forystu Pálma í Hagkaup og síðar einnig Eyjólfs Konráðs Jónssonar sem byggði upp sútunarverksmiðjuna Loðskinn til að verka gærur. Fyrir aldarfjórðungi hófu Skagfirðingar svo að prófa sig áfram með að verka fiskroð, - að nýta hráefni sem Íslendingar flokkuðu sem slor. Árangurinn hefur skilað sér í fyrirtæki sem á sér engan sinn líka í heiminum. Þar starfa núna 35 manns og er fyrirtækið orðið með þeim stærstu á Sauðárkróki. Gjaldeyristekjurnar eru orðnar drjúgar; salan á þessu ári stefnir í 700 miljónir króna og megnið til útlanda. Fyrirtækið er tvískipt. Fiskroðin eru verkuð í nafni Sjávarleðurs en í nafni Loðskinns eru sútaðar lambagærur, hreindýra-, nautgripa- og hrossaskinn, og raunar skinn af nánast öllum íslenskum spendýrum. Meira að sega uppáhaldshestarnir og heimiliskisur enda sem skinn á vegg. Í þættinum sýndi Karl Bjarnason sútari þennan þátt en hann er elsti starfsmaðurinn. Óvenjulegasta verkefnið er þó verkun á forhúð hvala fyrir karlmannaskó. Þáttinn í heild má sjá með því að smella á myndskeiðið hér að ofan.
Sjávarútvegur Skagafjörður Um land allt Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira