Körfubolti

Þrettándi sigurinn í röð hjá íslensku drekunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson.
Hlynur Bæringsson. Mynd/Valli
Sundsvall Dragons hélt sigurgöngu sinni áfram í sænska körfuboltanum í kvöld þegar liðið vann fimmtán stiga útisigur á Jämtland Basket, 90-75. Drekarnir unnu þar með þrettán síðustu deildarleiki ársins 2012 og eru með fjögurra stiga forskot á toppnum.

Hlynur Bæringsson var með 16 stig og 15 fráköst í kvöld og Jakob Örn Sigurðarson bætti við 11 stigum og 5 stoðsendingum. Íslenski landsliðsþjálfarinn Peter Öqvist þjálfar lið Sundsvall.

Hlynur tók meðal annars 10 sóknarfráköst í þessum leik í kvöld og stal að auki 3 boltum. Jakob hitti hinsvegar ekki vel (3 af 14) en spilaði félaga sína vel uppi.

Sundsvall Dragons var 18-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann en vann 2. leikhlutann 27-19 og 3. leikhlutann 27-17 þannig að sigur liðsins var aldrei í mikilli hættu í kvöld. Hlynur skoraði 11 stig í öðrum leikhlutanum þegar Sundsvall tök völdin í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×