Körfubolti

Jón Arnór góður í fjórða heimasigri CAI Zaragoza í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Mynd/Anton
Jón Arnór Stefánsson hélt upp á kjör sitt sem Körfuboltamaður ársins á Íslandi með því að eiga góðan leik í öruggum 18 stiga heimasigri CAI Zaragoza á Unicaja, 82-64, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Jón Arnór var með 10 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar á 23 mínútum en hann hitti meðal annars úr 2 af 5 þriggja stiga skotum sínum. Þetta er þriðji leikur hans á tímabilinu þar sem hann skorar tíu stig eða meira.

Henk Norel var stigahæstur hjá CAI með 21 stig en liðið var einu stigi undir í hálfleik, 34-35. CAI Zaragoza vann þriðja leikhlutann 26-16 og síðan lokaleikhlutann 22-13.

CAI Zaragoza er eins otg er í 6. sæti deildarinnar en hefur leikið leik meira en næstu lið fyrir ofan og neðan. Liðið er búið að vinna 8 af 12 leikjum sínum þar af 5 af 6 heimaleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×