Körfubolti

Jón Arnór og félagar töpuðu í Madríd

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Real Madrid var of gott fyrir Jón Arnór og félaga.
Real Madrid var of gott fyrir Jón Arnór og félaga. Mynd/Stefán
Jón Arnór Stefánsson skoraði 8 stig fyrir CAI Zaragoza sem tapaði fyrir Real Madrid í Madríd 94-79 í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Real Madrid er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar.

Zaragoza stóð í Real Madrid framan af leik en jafnt var að lokum fyrsta leikhlutanum 26-26. Real var níu stigum yfir í hálfleik 51-42.

Zaragoza gerðu sig líklega til að gera toppliðinu eftir fyrir með því að minnka muninn í 66-60 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum en Real héldu engin bönd í fjórða leikhlutanum þar sem þeir keyrðu yfir Zaragoza og unnu öruggan sigur.

Jaycee Carroll var stigahæstur hjá Real Madrid með 18 stig, Rudy Fernandez skoraði 15 og Mirza Begic skoraði 14.

Hjá Zaragoza var Henk Norel stigahæstur með 20 stig. Sam van Rossom skoraði 15 stig, Michael Roll og Pablo Aguilar 11 stig hvor og Jón Arnór 8.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×