Fótbolti

Lennon þorði ekki að horfa á vítið

Lennon fagnar með strákunum sínum í kvöld.
Lennon fagnar með strákunum sínum í kvöld.
Stuðningsmenn Celtic munu líklega fagna í svona viku eftir að félagið komst í sextán liða úrslit í Meistaradeildinni í kvöld.

Þar sem Benfica tókst ekki að leggja Barcelona og Celtic vann Spartak fór skoska liðið áfram. Barcelona var lélegt í kvöld og leikmenn Benfica voru klaufar að vinna ekki leikinn.

"Leikmennirnir hafa verið ótrúlegir og þetta er einstakt afrek hjá þeim. Það er stórkostlegt að vera í sextán liða úrslitum og að hafa fengið tíu stig," sagði glaðbeittur þjálfari Celtic, Neil Lennon.

"Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik en Gary Hooper er frábær markaskorari og bjargaði okkur þá. Seinni hálfleikur var miklu betri hjá okkur. Ég fór að skipta mönnum inn því við urðum að vinna leikinn," sagði Lennon en sigurmarkið kom úr ótrúlegu víti.

Föst ristarspyrna sem fór í slána og inn. Ótrúleg ákvörðun hjá Commons en það gekk eftir.

"Ég horfði ekki á vítið því ég hef horft á síðustu tvö og þá klúðruðust spyrnurnar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×