Fótbolti

Svona verður Meistaradeildin framreidd á sportstöðvunum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Reynir Leósson, Þorsteinn J, Heimir Guðjónsson og Hjörtur Hjartarson.
Reynir Leósson, Þorsteinn J, Heimir Guðjónsson og Hjörtur Hjartarson.
Það er mikið um að vera í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld og mikið í húfi hjá mörgum liðum í riðlakeppninni. Alls verða fjórir leikir í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2 og er fyrsti leikurinn á dagskrá kl. 17 þar sem að Zenit St. Petersburg þegar á móti spænska spútnikliðinu Malaga.

Klukkan 19.45 verða síðan sýndir þrír leikir beint og þar stendur hæst stórleikur Manchester City og Real Madrid en fyrri leikur liðanna var stórkostleg skemmtun. Hinir sjónvarpsleikir kvöldsins eru Arsenal-Montpellier og Ajax-Borussia Dortmund.

Porto og Málaga hafa þegar tryggt sér sæti sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en sex félög geta bæst í hópinn eftir leiki kvöldsins. Þau lið sem eiga möguleika á því að tryggja sig áfram í kvöld eru: Paris Saint-Germain, Schalke 04, Arsenal, AC Milan, Borussia Dortmund og Real Madrid.

Þorsteinn J fer að venju yfir það sem hæst ber í upphitunarþætti sem hefst kl. 19 og öllum leikjum kvöldsins verða gerð skil í Meistaramörkunum sem hefjast kl. 21.45. Reynir Leósson og Hjörtur Hjartarson verða með Þorsteini J í þættinum í kvöld.

Hvað er um að vera á sportstöðvunum í kvöld?

16:55 Zenit St. Petersburg - Malaga | Sport 2 | HD

19:00 Þorsteinn J. og gestir – upphitun | Sport 2 | HD

19:30 Ajax - Borussia Dortmund | Sport 4 |

19:30 Arsenal - Montpellier | Sport 3 |

19:30 Man. City - Real Madrid | Sport 2 | HD

21:45 Þorsteinn J. og gestir – meistaramörk | Sport 2 | HD




Fleiri fréttir

Sjá meira


×