Fótbolti

Malaga vann riðilinn | Vonir Zenit hanga á bláþræði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Malaga fagna í kvöld.
Leikmenn Malaga fagna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Spænska liðið Malaga heldur áfram að gera það gott í Meistaradeild Evrópu en það tryggði sér í dag efsta sæti C-riðils.

Malaga missti að vísu 2-0 forystu gegn Zenit St. Pétursborg í Rússlandi í 2-2 jafntefli en stigið dugði til að tryggja efsta sætið.

Aðeins AC Milan getur náð Malaga að stigum en þar sem að síðarnefnda liðið er með betri árangur í innbyrðisviðureignum þeirra er öruggt að Spánverjarnir fari áfram í 16-liða úrslitin sem sigurvegarar C-riðils.

Zenit er í neðsta sæti riðilsins með þrjú stig og fellur endanlega úr leik ef AC Milan vinnur Anderlecht í leik liðanna síðar í kvöld.

Diago Buonanotte og Sebastian Fernandez komu Malaga í 2-0 forystu á fyrstu tíu mínútum leiksins. Danny minnkaði muninn á 49. mínútu og Viktor Faizulin skoraði svo jöfnunarmark Zenit á 86. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×