Smá hissa og stolt yfir nýju plötunni 22. nóvember 2012 17:00 Sigríður Thorlacius. "Við erum smá hissa og sömuleiðis mjög stolt yfir því að platan sé komin út," segir söngkonan Sigríður Thorlacius, en í dag kom út breiðskífan, Enter 4, frá hljómsveitinni Hjaltalín.Sigríður segir það ekki hafa verið fyrr en í október sem sveitin lagðist öll á eitt við að klára plötuna. "Við höfum verið að búa til grunna síðastliðið eitt og hálft ár en það var ekki fyrr en í október sem við vorum nógu ánægð með efnið og töldum okkur tilbúin að gefa út plötu. Þannig að það má kannski kalla þetta skyndiákvörðun," segir Sigríður, sem einmitt fagnaði afmælinu sínu í gær."Það var mikill eldmóður í okkur að klára þetta og við unnum mikið á kvöldin og nóttunni því það voru einu tímarnir sem stúdíóið var laust."Sigríður segir kveða við nýjan tón á plötunni Enter 4. Högni á svo heiðurinn af öllum textum plötunnar sem eru á ensku. "Ef ég á að segja eitthvað þá er tónninn eilítið dekkri og kannski þyngri, ekki beint svona léttpopp. Það er orðið það langt síðan við gáfum síðast út plötu að það er eðlilegt að við komum inn með nýjan hljóm núna," segir Sigríður en síðasta plata Hjaltalín, Terminal, kom út 2009 og fékk einróma lof gagnrýnenda.Hjaltalín hefur verið í spilapásu undanfarið þar sem meðlimir sveitarinnar hafi verið á víð og dreif um heiminn að vinna í sínu eigin efni. Nú eru þau hins vegar meira en tilbúin að hella sér út í spilamennskuna og ríða á vaðið með útgáfutónleikum í Gamla bíói þann 21. desember.Enter 4 kemur í verslanir í næstu viku en er nú fáanleg á Tonlist.is og á heimasíðu Hjaltalín, Hjaltalinmusic.com. Tónlist Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
"Við erum smá hissa og sömuleiðis mjög stolt yfir því að platan sé komin út," segir söngkonan Sigríður Thorlacius, en í dag kom út breiðskífan, Enter 4, frá hljómsveitinni Hjaltalín.Sigríður segir það ekki hafa verið fyrr en í október sem sveitin lagðist öll á eitt við að klára plötuna. "Við höfum verið að búa til grunna síðastliðið eitt og hálft ár en það var ekki fyrr en í október sem við vorum nógu ánægð með efnið og töldum okkur tilbúin að gefa út plötu. Þannig að það má kannski kalla þetta skyndiákvörðun," segir Sigríður, sem einmitt fagnaði afmælinu sínu í gær."Það var mikill eldmóður í okkur að klára þetta og við unnum mikið á kvöldin og nóttunni því það voru einu tímarnir sem stúdíóið var laust."Sigríður segir kveða við nýjan tón á plötunni Enter 4. Högni á svo heiðurinn af öllum textum plötunnar sem eru á ensku. "Ef ég á að segja eitthvað þá er tónninn eilítið dekkri og kannski þyngri, ekki beint svona léttpopp. Það er orðið það langt síðan við gáfum síðast út plötu að það er eðlilegt að við komum inn með nýjan hljóm núna," segir Sigríður en síðasta plata Hjaltalín, Terminal, kom út 2009 og fékk einróma lof gagnrýnenda.Hjaltalín hefur verið í spilapásu undanfarið þar sem meðlimir sveitarinnar hafi verið á víð og dreif um heiminn að vinna í sínu eigin efni. Nú eru þau hins vegar meira en tilbúin að hella sér út í spilamennskuna og ríða á vaðið með útgáfutónleikum í Gamla bíói þann 21. desember.Enter 4 kemur í verslanir í næstu viku en er nú fáanleg á Tonlist.is og á heimasíðu Hjaltalín, Hjaltalinmusic.com.
Tónlist Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira