Sport

Ingibjörg í 15. sæti og Inga Elín með Íslandsmet

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH náði 15. sæti í 50 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem fer fram í Chartres í Frakklandi. Skagastúlkan Inga Elín Cryer setti Íslandsmet í 400 metra skriðsundi.

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir synti 50 metra baksund á 27.89 sekúndum í undanúrslitum, endaði í 15. sæti og var ekki langt frá Íslandsmeti sínu, sem er 27.49 sekúndur.

Inga Elín Cryer setti Íslandsmet í 400 metra skriðsundi þegar hún synti greinina á 4:14;24 mínútum en gamla metið átti hún sjálf (4:14,61 mínútur) síðan á ÍM25 um síðustu helgi. Inga Elín endaði í 19. sæti.

Davíð Hildberg Aðalsteinsson synti 100 metra baksund á tímanum 55.17 sekúndur og var talsvert fljótari en Kolbeinn Hrafnkelsson synti sem synti sömu grein á 56.72 sekúndum. Davíð endaði í 38. sæti en Kolbeinn varð 43. og síðastur af þeim sem kláruðu.

Lokadagur mótsins er í dag og þá synda Bryndís Rún Hansen og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir 50 metra skriðsund, Inga Elín keppir í 200 metra skriðsundi og Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir 200 metra baksund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×