Hnefaleikakappinn Ricky Hatton tilkynnti í gær að hann væri endanlega hættur í boxi eftir að hann tapaði fyrir Vyacheslav Senchenko í Manchester.
Þessi 34 ára hnefaleikari hafði ekki keppt farið í hringinn síðan árið 2009 þegar hann tapaði fyrir Manny Pacquiao og ætlaði að leggja hanskana á hilluna eftir þann bardaga, en Hatton ákvað að koma til baka í gærkvöldi sem endaði með virkilega slæmu tapi.
Bardaginn var stöðvaður í níundu lotu þegar Hatton var orðin lurkum laminn og átti í raun aldrei möguleika í bardaganum.
„Ég var varð að taka einn bardaga í viðbót til að sjá hvort ég hefði þetta ennþá í mér," sagði Hatton eftir bardagann í gær.
„Það kom í ljós í kvöld að ferill minn er búinn og ég mun endanlega leggja hanskana á hilluna núna."
„Hnefaleikakappar vita þegar ferilinn er búinn og maður er ekki lengur samkeppnishæfur, ég verð að vera maður og viðurkenna slíkt."
Andstæðingur Hatton var reyndar einu ári eldri en Bretinn en hafði aðeins tapað einu bardaga á ferlinum, Senchenko var því ekki í vandræðum að leggja Hatton af velli fyrir framan tuttuguþúsund manns í Manchester.
„Ég er ánægður með feril minn og þetta tap hefur enginn áhrif á það. Ég fékk þau svör sem ég vildi og get því horft á sjálfan mig í spegli og sagt að ég gerði mitt besta."
Ricky Hatton leggur hanskana á hilluna eftir slæmt tap
SÁP skrifar
![Ricky Hatton eftir að bardaginn var stöðvaður í gær.](https://www.visir.is/i/416D8998D939C8129EC7F112CAD68D82A0182E1CFE425D4F964E43C36E35A67F_713x0.jpg)
Mest lesið
![](/i/08A462465EA210B15B96D539723A691F6C13EDA2C0D112FF4E1134A739005CBE_240x160.jpg)
Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið
Íslenski boltinn
![](/i/5B7173ED1CB670D847FF1DB874D16CA6621C8280F1335EC9446B9329429318CE_240x160.jpg)
„Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“
Íslenski boltinn
![](/i/4C8C56E3834C659BEB08EDC1C82A182FCA1E6C54432E33A8E907C15A79292E6C_240x160.jpg)
Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum
Íslenski boltinn
![](/i/AADE95F2950662403E67E47B9B1D64CF0788D876AC7126D3959636EFD54033FC_240x160.jpg)
![](/i/F756C71399262D39440754FDC99B3B344D0950EA7D9DA87C0A2D4BCA0AE5D90B_240x160.jpg)
Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki
Íslenski boltinn
![](/i/9B86C1EEC918BB4F077B220EB6C4EC58876D541E72B91B8A838D6C56D5C2704C_240x160.jpg)
![](/i/745DC2F123EC05705828CD5819DA59D6FC7EB60A0D7C8D7AFA4DAEC372B7B686_240x160.jpg)
![](/i/171C649C6B94C513D470E349CA292621CD014B64A5B939706AE517FE3260F71A_240x160.jpg)
![](/i/CC3A461FAF00CE03C7519498363CBC0D54DCFDDA487925688DA7F39B887E1E3C_240x160.jpg)
![](/i/C8731202C2FD25A4DD3C6DC5A2F103B0B2B20F531F580F1FD4D12FB6C63F90A3_240x160.jpg)