Líka jólaskraut 26. nóvember 2012 13:47 María Manda hannaði standandi jólakort fyrir jólin í fyrra. Núna hefur hún bætt við standandi pakkamerkispjöldum sem hún hlaut verðlaun fyrir. MYND/ANTON María Manda umbúðahönnuður hlaut Skúlaverðlaunin í ár fyrir pakkamerkispjöld sem hún hannaði. Standandi pakkamerkispjöldin hennar Maríu Möndu hlutu Skúlaverðlaunin í ár en verðlaunin voru afhent á sýningunni Handverk og hönnun sem haldin var í byrjun mánaðarins. Verðlaunin eru veitt þeim hönnuði sem talinn er eiga besta nýja hlutinn á sýningunni og mega hlutirnir hvorki hafa verið til sýnis né sölu opinberlega fyrir sýninguna. "Fyrir jólin í fyrra bjó ég til standandi jólakort og sendi til viðskiptavina minna," segir Mandý, eins og hún er kölluð, en hún rekur umbúðasmiðjuna MMHönnun. "Nokkur kort lentu á Þjóðminjasafninu af því ég hafði unnið fyrir það. Vala Ólafsdóttir sem vinnur þar hringdi í mig og spurði hvort ég vildi ekki selja jólakortin. Þetta var bara kortér í jól og ég ætlaði ekki að fara út í sölu á þessu. Hún talaði mig til og ég fór með nokkur kort til hennar sem seldust svo upp. Ég fór með fleiri kort og þau seldust upp á hverjum degi fyrir jólin," segir Mandý og hlær. Um síðustu jól notaði Mandý jólakortin sem pakkamerkispjöld á pakka sem hún gaf vinum og vandamönnum. Út frá því ákvað hún að hanna minni pakkamerkispjöldin sem hún hlaut verðlaunin fyrir. "Bæði kortin og merkispjöldin hafa framhaldslíf eða tvöfalt hlutverk því það er líka hægt að stilla þeim upp og nota sem jólaskraut. Jólakortin koma vel út ef þeim er raðað saman á borð eða í glugga og fallegt er að hengja litlu spjöldin á jólatréð." Mandý segir umbúðir skipta miklu máli í framsetningu verslana og í markaðssetningu en fyrirtæki hennar hannar umbúðir fyrir bæði lítil og stór fyrirtæki. "Það hefur oft verið vandamál fyrir hönnuði og handverksfólk að finna umbúðir sem passa fyrir þeirra vöru. Ég sérhanna formið á umbúðunum svo það smellpassi," segir hún. Jólakortin og pakkamerkispjöldin frá Mandý fást í helstu gjafa- og hönnunarverslunum bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Jólafréttir Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
María Manda umbúðahönnuður hlaut Skúlaverðlaunin í ár fyrir pakkamerkispjöld sem hún hannaði. Standandi pakkamerkispjöldin hennar Maríu Möndu hlutu Skúlaverðlaunin í ár en verðlaunin voru afhent á sýningunni Handverk og hönnun sem haldin var í byrjun mánaðarins. Verðlaunin eru veitt þeim hönnuði sem talinn er eiga besta nýja hlutinn á sýningunni og mega hlutirnir hvorki hafa verið til sýnis né sölu opinberlega fyrir sýninguna. "Fyrir jólin í fyrra bjó ég til standandi jólakort og sendi til viðskiptavina minna," segir Mandý, eins og hún er kölluð, en hún rekur umbúðasmiðjuna MMHönnun. "Nokkur kort lentu á Þjóðminjasafninu af því ég hafði unnið fyrir það. Vala Ólafsdóttir sem vinnur þar hringdi í mig og spurði hvort ég vildi ekki selja jólakortin. Þetta var bara kortér í jól og ég ætlaði ekki að fara út í sölu á þessu. Hún talaði mig til og ég fór með nokkur kort til hennar sem seldust svo upp. Ég fór með fleiri kort og þau seldust upp á hverjum degi fyrir jólin," segir Mandý og hlær. Um síðustu jól notaði Mandý jólakortin sem pakkamerkispjöld á pakka sem hún gaf vinum og vandamönnum. Út frá því ákvað hún að hanna minni pakkamerkispjöldin sem hún hlaut verðlaunin fyrir. "Bæði kortin og merkispjöldin hafa framhaldslíf eða tvöfalt hlutverk því það er líka hægt að stilla þeim upp og nota sem jólaskraut. Jólakortin koma vel út ef þeim er raðað saman á borð eða í glugga og fallegt er að hengja litlu spjöldin á jólatréð." Mandý segir umbúðir skipta miklu máli í framsetningu verslana og í markaðssetningu en fyrirtæki hennar hannar umbúðir fyrir bæði lítil og stór fyrirtæki. "Það hefur oft verið vandamál fyrir hönnuði og handverksfólk að finna umbúðir sem passa fyrir þeirra vöru. Ég sérhanna formið á umbúðunum svo það smellpassi," segir hún. Jólakortin og pakkamerkispjöldin frá Mandý fást í helstu gjafa- og hönnunarverslunum bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.
Jólafréttir Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira