Wolfgang Gütschow, umboðsmaður Ólafs Stefánssonar, segir í viðtali við vefsíðuna handball-world.com að valið hjá Ólafi gæti staðið á milli þess að spila í Þýskalandi eða fara til Katar ef hann tekur fram skóna á ný eftir áramót.
„Katar yrði mjög áhugaverður kostur ekki síst hvað varðar þá áskorun að takast á við nýjan menningarheim," segir Ólafur sjálfur í viðtali við síðuna.
Wolfgang Gütschow segist að það sé mikill áhugi á því að fjárfesta í handbolta í Katar en það þurfi ýmislegt að breytast ætli menn þar á bæ að fá til sín stórstjörnur á borð við Ólaf. Hingað til hafa aðeins farið þangað miðlungsleikmenn og leikmenn frá ríkjum í fyrrum Júgóslavíu.
Gütschow talar líka um það Ólafur hafi þegar fengið tilboð um að gerast þjálfari í Þýskalandi.
„Það er lið sem vill fá Ólaf sem þjálfara strax á næsta ári. Íslendingar þjálfa liðin sem eru í þremur efstu sætunum í þýsku deildinni og það er því mikil eftirspurn eftir íslenskum þjálfurum," segir Gütschow.
Ólafur Stefánsson: Gæti farið til Katar eða þjálfað í Þýskalandi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
